Woods rétt slapp í gegnum niðurskurðinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 09:01 Tiger Woods Vísir/Getty Brooks Koepka hefur verið einn besti kylfingur ársins og vann tvö af fjórum risamótum sumarsins. Hann er jafn í forystu á fyrsta móti úrslitakeppninnar um FedEx bikarinn á PGA mótaröðinni. Koepka vann Opna bandaríska risamótið og PGA meistaramótið í sumar. Hann fór annan hring á Northern Trust mótinu á 65 höggum í gær, sem er sex undir pari og er Koepka því á tíu höggum undir pari í mótinu, líkt og Jamie Lovemark. Northern Trust mótið er fyrsta mótið af fjórum í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. 125 stigahæstu kylfingarnir til þessa á PGA mótaröðinni fengu þáttökurétt á mótinu. Á næsta mót komast 100 stigahæstu kylfingarnir, svo verður skorið niður í 70 og á lokamótinu fá aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir þáttökurétt.Highlights from Round 2 at @TheNTGolf:@DJohnsonPGA@TigerWoods Adam Scott@BKoepka Jamie Lovemark@TommyFleetwood1pic.twitter.com/Z0CjTP4WYM — PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2018 Tiger Woods rétt slapp í gegnum niðurskurðinn á mótinu, hann er á pari vallarins eftir að hafa verið í vandræðum með púttin í gær. Niðurskurðarlínan var við eitt högg yfir par. Woods var í 20. sæti FedEx stigalistans áður en mótið hófst og því ætti hann að vera öruggur um að lenda á meðal 100 efstu og ná inn á næsta mót í úrslitakeppninni, sama hvað hann gerir um helgina. Adam Scott frá Ástralíu átti besta hring gærdagsins, hann fór á 64 höggum eða sjö höggum undir pari. Glæsileg spilamennska hans skilaði honum á níu högg undir pari, einu höggi frá Koepka og Lovemark í fyrsta sætinu. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00.Adam Scott made 9 putts outside 5 feet on Friday. Highlights from his 7-under 64 at @TheNTGolf: pic.twitter.com/RZxEbs0Oc1 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2018 Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Brooks Koepka hefur verið einn besti kylfingur ársins og vann tvö af fjórum risamótum sumarsins. Hann er jafn í forystu á fyrsta móti úrslitakeppninnar um FedEx bikarinn á PGA mótaröðinni. Koepka vann Opna bandaríska risamótið og PGA meistaramótið í sumar. Hann fór annan hring á Northern Trust mótinu á 65 höggum í gær, sem er sex undir pari og er Koepka því á tíu höggum undir pari í mótinu, líkt og Jamie Lovemark. Northern Trust mótið er fyrsta mótið af fjórum í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. 125 stigahæstu kylfingarnir til þessa á PGA mótaröðinni fengu þáttökurétt á mótinu. Á næsta mót komast 100 stigahæstu kylfingarnir, svo verður skorið niður í 70 og á lokamótinu fá aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir þáttökurétt.Highlights from Round 2 at @TheNTGolf:@DJohnsonPGA@TigerWoods Adam Scott@BKoepka Jamie Lovemark@TommyFleetwood1pic.twitter.com/Z0CjTP4WYM — PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2018 Tiger Woods rétt slapp í gegnum niðurskurðinn á mótinu, hann er á pari vallarins eftir að hafa verið í vandræðum með púttin í gær. Niðurskurðarlínan var við eitt högg yfir par. Woods var í 20. sæti FedEx stigalistans áður en mótið hófst og því ætti hann að vera öruggur um að lenda á meðal 100 efstu og ná inn á næsta mót í úrslitakeppninni, sama hvað hann gerir um helgina. Adam Scott frá Ástralíu átti besta hring gærdagsins, hann fór á 64 höggum eða sjö höggum undir pari. Glæsileg spilamennska hans skilaði honum á níu högg undir pari, einu höggi frá Koepka og Lovemark í fyrsta sætinu. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00.Adam Scott made 9 putts outside 5 feet on Friday. Highlights from his 7-under 64 at @TheNTGolf: pic.twitter.com/RZxEbs0Oc1 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2018
Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira