Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. ágúst 2018 07:30 Alfreð skoraði fyrsta mark Íslands á HM en verður ekki með í næstu leikjum. vísir/getty Eric Hamrén, nýr landsliðsþjálfari í fótbolta, tilkynnir í dag hópinn sem að mætir Sviss og Belgíu í fyrstu leikjum Íslands í Þjóðadeildinni. Bein útsending frá fundinum verður á Vísi klukkan 12.45 í dag. Leikurinn gegn Sviss fer fram í St. Gallen 8. september og bronslið Belga frá HM mætir á Laugardalsvöllinn þremur dögum síðar, þriðjudaginn 11. september. Hamrén nýtur ekki góðs af því að geta teflt fram Alfreð Finnbogasyni sem er meiddur en það staðfestir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. Hann er meiddur á kálfa en þessi sömu meiðsli glímdi Alfreð við á síðustu leiktíð. Alfreð segist hafa vonast til þess að myndi jafna sig í sumarfríinu en svo var ekki. Hann byrjar ekki að æfa með liði sínu Augsburg fyrr en um miðjan september eða eftir að landsleikjafríinu er lokið. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska liðið enda Alfreð verið besti framherji þess undanfarin misseri eftir að Kolbeinn Sigþórsson varð frá að hverfa vegna meiðsla. Alfreð skoraði þrjú mörk í undankeppni HM 2018 og skoraði svo markið sem að tryggði okkar mönnum sögulegt jafntefli á móti Argentínu á HM í Rússlandi. Meiðsli Alfreðs þýða að Hamrén gæti gert eitthvað óvænt með fjórða framherjaplássið en fastlega má búast við því að Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson og Albert Guðmundsson verði í hópnum í dag. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén tilkynnir fyrsta landsliðshópinn sinn Svíinn tilkynnir hópinn klukkan 13.15 í höfuðstöðvum KSÍ. 24. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Sjá meira
Eric Hamrén, nýr landsliðsþjálfari í fótbolta, tilkynnir í dag hópinn sem að mætir Sviss og Belgíu í fyrstu leikjum Íslands í Þjóðadeildinni. Bein útsending frá fundinum verður á Vísi klukkan 12.45 í dag. Leikurinn gegn Sviss fer fram í St. Gallen 8. september og bronslið Belga frá HM mætir á Laugardalsvöllinn þremur dögum síðar, þriðjudaginn 11. september. Hamrén nýtur ekki góðs af því að geta teflt fram Alfreð Finnbogasyni sem er meiddur en það staðfestir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. Hann er meiddur á kálfa en þessi sömu meiðsli glímdi Alfreð við á síðustu leiktíð. Alfreð segist hafa vonast til þess að myndi jafna sig í sumarfríinu en svo var ekki. Hann byrjar ekki að æfa með liði sínu Augsburg fyrr en um miðjan september eða eftir að landsleikjafríinu er lokið. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska liðið enda Alfreð verið besti framherji þess undanfarin misseri eftir að Kolbeinn Sigþórsson varð frá að hverfa vegna meiðsla. Alfreð skoraði þrjú mörk í undankeppni HM 2018 og skoraði svo markið sem að tryggði okkar mönnum sögulegt jafntefli á móti Argentínu á HM í Rússlandi. Meiðsli Alfreðs þýða að Hamrén gæti gert eitthvað óvænt með fjórða framherjaplássið en fastlega má búast við því að Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson og Albert Guðmundsson verði í hópnum í dag.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén tilkynnir fyrsta landsliðshópinn sinn Svíinn tilkynnir hópinn klukkan 13.15 í höfuðstöðvum KSÍ. 24. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Sjá meira
Hamrén tilkynnir fyrsta landsliðshópinn sinn Svíinn tilkynnir hópinn klukkan 13.15 í höfuðstöðvum KSÍ. 24. ágúst 2018 09:00