Margir mánuðir síðan ákveðið var að bjóða upp á tilboðin Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 10:11 Skúli Mogensen forstjóri WOW air með flugvél félagsins í baksýn. Vísir/Vilhelm Upplýsingafulltrúi Wow-air segir að langt sé síðan ákveðið var að bjóða upp á tilboð á flugferðum flugfélagsins. Þannig sé ekki um að ræða viðbrögð við fjárhagsstöðu fyrirtækisins, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. „Við erum reglulega með tilboð, þetta er hausttilboð sem við höfum eiginlega alltaf verið með. Svona tilboð eru mjög algeng hjá erlendum flugfélögum,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow-air í samtali við Vísi. Aðspurð segir Svanhvít því ekki um að ræða einhvers konar skyndiviðbrögð vegna fjárhagsstöðu Wow-air. „Þetta er söluaðgerð sem var staðfest fyrir mörgum mánuðum síðan.“Sjá einnig: Skúli stendur keikur Þá bendir Svanhvít á að tilboðið gildi ekki aðeins á Íslandi heldur sé það í boði á flestöllum erlendum mörkuðum Wow-air, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Aðspurð segir hún að viðskiptavinir flugfélagsins hafi tekið afar vel í tilboðin. „Salan gengur náttúrulega bara frábærlega þar sem mjög margir fjölmiðlar hafa fjallað um tilboðin.“ Í lok síðasta mánaðar var réttur farþega tekinn ítarlega fyrir í kvöldfréttum Stöðvar 2, komi til þess að flugferðirnar verði ekki farnar. Þar kom fram að réttur korthafa varðandi endurgreiðslu sé mjög sterkur þegar um óafhenta vöru eða þjónustu er að ræða, líkt og þegar flug fellur niður. Var umfjöllunin sérstaklega sett í samhengi við greiðslustöðvun flugfélaga og fjárhagsvanda Wow-air.Wow-air tapaði 4,8 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu júlí 2017 til júlí 2018 og hyggur félagið á milljarða skuldabréfaútboð á næstu vikum. Afsláttur á flugferðum félagsins gildir bæði til Evrópu og Norður-Ameríku og geta viðskiptavinir nýtt sér hann dagana 23.-27. ágúst. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00 Útsala WOW Air hefst á morgun Flug WOW Air munu vera á allt að 40% afslætti á morgun fram að 27. ágúst. 22. ágúst 2018 23:22 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Wow-air segir að langt sé síðan ákveðið var að bjóða upp á tilboð á flugferðum flugfélagsins. Þannig sé ekki um að ræða viðbrögð við fjárhagsstöðu fyrirtækisins, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. „Við erum reglulega með tilboð, þetta er hausttilboð sem við höfum eiginlega alltaf verið með. Svona tilboð eru mjög algeng hjá erlendum flugfélögum,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow-air í samtali við Vísi. Aðspurð segir Svanhvít því ekki um að ræða einhvers konar skyndiviðbrögð vegna fjárhagsstöðu Wow-air. „Þetta er söluaðgerð sem var staðfest fyrir mörgum mánuðum síðan.“Sjá einnig: Skúli stendur keikur Þá bendir Svanhvít á að tilboðið gildi ekki aðeins á Íslandi heldur sé það í boði á flestöllum erlendum mörkuðum Wow-air, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Aðspurð segir hún að viðskiptavinir flugfélagsins hafi tekið afar vel í tilboðin. „Salan gengur náttúrulega bara frábærlega þar sem mjög margir fjölmiðlar hafa fjallað um tilboðin.“ Í lok síðasta mánaðar var réttur farþega tekinn ítarlega fyrir í kvöldfréttum Stöðvar 2, komi til þess að flugferðirnar verði ekki farnar. Þar kom fram að réttur korthafa varðandi endurgreiðslu sé mjög sterkur þegar um óafhenta vöru eða þjónustu er að ræða, líkt og þegar flug fellur niður. Var umfjöllunin sérstaklega sett í samhengi við greiðslustöðvun flugfélaga og fjárhagsvanda Wow-air.Wow-air tapaði 4,8 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu júlí 2017 til júlí 2018 og hyggur félagið á milljarða skuldabréfaútboð á næstu vikum. Afsláttur á flugferðum félagsins gildir bæði til Evrópu og Norður-Ameríku og geta viðskiptavinir nýtt sér hann dagana 23.-27. ágúst.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00 Útsala WOW Air hefst á morgun Flug WOW Air munu vera á allt að 40% afslætti á morgun fram að 27. ágúst. 22. ágúst 2018 23:22 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00
Útsala WOW Air hefst á morgun Flug WOW Air munu vera á allt að 40% afslætti á morgun fram að 27. ágúst. 22. ágúst 2018 23:22
WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00