Heiðursgestur RIFF stundaði Studio 54 Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Jonas Mekas leikstjóri mætir sprækur til leiks á RIFF í ár. NordicPhotos/Getty Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF verður haldin í 15. sinn dagana 27. september til 7. október. Þemað í ár eru Eystrasaltslöndin og verður heiðursgestur hátíðarinnar í ár leikstjórinn Jonas Mekas frá Litháen. „Eystrasaltslöndin halda upp á 100 ára sjálfstæðisafmæli sitt í ár og er það hluti af ástæðunni fyrir því að þau urðu fyrir valinu í ár, en þema hátíðarinnar er alltaf eitthvert land. Kvikmyndagerð á þessum slóðum hefur ef til vill ekki verið sinnt nóg en þau hafa þó verið að gera góða hluti,“ segir Börkur Gunnarsson, kynningarstjóri RIFF. „Við fáum til okkar þekktar kanónur úr kvikmyndagerð og þar á meðal Jonas Mekas sem hefur verið kallaður guðfaðir framúrstefnukvikmyndagerðar. Hann var aðaltöffarinn á sínum tíma og voru til dæmis bestu vinir hans Andy Warhol, John Lennon og Yoko Ono og einnig Salvador Dali. Hann var einn af þessum sem stunduðu Studio 54.“Börkur GunnarssonMekas flúði heimaland sitt í seinni heimsstyrjöldinni og eftir langt ferðalag endaði hann í Bandaríkjunum, tæplega tvítugur. „Hann keypti sína fyrstu vél árið 1949, 16 mm vél. Það var enginn að gera neitt annað en línulega sögu á þessum tíma og reyna að komast í Hollywood. Hann fór hins vegar að gera avant-garde myndir og heillaði meðal annars Warhol og fleiri. Hann verður svo ákveðin hetja í þessum hópi listamanna og fara þeir að drekka saman og skapa eitthvað á meðan,“ segir Börkur og hlær. „Það verður áhugavert að fá hann hingað til landsins.“ Mekas hefur marga fjöruna sopið enda 95 ára gamall á árinu. Ferill hans hefur verið viðburðaríkur og eru myndir hans margvíslegar. Hann er þó líklega þekktastur fyrir að gera svokallaðar „dagbókarmyndir“ sem samanstanda af myndskeiðum úr hversdagslífi hans. Þá gerði Mekas myndina Andvökunætur sem kom út 2011 þar sem Björk Guðmundsdóttir fór með hlutverk en myndin er innblásin af sögunni um 1001 nótt. Einnig kemur hingað til lands leikstjórinn og handritshöfundurinn Laila Pakalnina. Hún er fædd í Lettlandi og hefur fyrst og fremst einblínt á heimildarmyndaformið. „Pakalnina er ofboðslega vandaður leikstjóri og hefur alveg sérstakt lag á að segja stórar og margræðar sögur.“ RIFF fer alfarið fram í Bíói Paradís í ár. „Það er fínt því þarna erum við á sama stað allan tímann og margir salir í notkun í einu,“ segir Börkur. Miðasala á klippikortum og hátíðarpössum er hafin á riff.is en formleg miðasala hefst í byrjun september. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF verður haldin í 15. sinn dagana 27. september til 7. október. Þemað í ár eru Eystrasaltslöndin og verður heiðursgestur hátíðarinnar í ár leikstjórinn Jonas Mekas frá Litháen. „Eystrasaltslöndin halda upp á 100 ára sjálfstæðisafmæli sitt í ár og er það hluti af ástæðunni fyrir því að þau urðu fyrir valinu í ár, en þema hátíðarinnar er alltaf eitthvert land. Kvikmyndagerð á þessum slóðum hefur ef til vill ekki verið sinnt nóg en þau hafa þó verið að gera góða hluti,“ segir Börkur Gunnarsson, kynningarstjóri RIFF. „Við fáum til okkar þekktar kanónur úr kvikmyndagerð og þar á meðal Jonas Mekas sem hefur verið kallaður guðfaðir framúrstefnukvikmyndagerðar. Hann var aðaltöffarinn á sínum tíma og voru til dæmis bestu vinir hans Andy Warhol, John Lennon og Yoko Ono og einnig Salvador Dali. Hann var einn af þessum sem stunduðu Studio 54.“Börkur GunnarssonMekas flúði heimaland sitt í seinni heimsstyrjöldinni og eftir langt ferðalag endaði hann í Bandaríkjunum, tæplega tvítugur. „Hann keypti sína fyrstu vél árið 1949, 16 mm vél. Það var enginn að gera neitt annað en línulega sögu á þessum tíma og reyna að komast í Hollywood. Hann fór hins vegar að gera avant-garde myndir og heillaði meðal annars Warhol og fleiri. Hann verður svo ákveðin hetja í þessum hópi listamanna og fara þeir að drekka saman og skapa eitthvað á meðan,“ segir Börkur og hlær. „Það verður áhugavert að fá hann hingað til landsins.“ Mekas hefur marga fjöruna sopið enda 95 ára gamall á árinu. Ferill hans hefur verið viðburðaríkur og eru myndir hans margvíslegar. Hann er þó líklega þekktastur fyrir að gera svokallaðar „dagbókarmyndir“ sem samanstanda af myndskeiðum úr hversdagslífi hans. Þá gerði Mekas myndina Andvökunætur sem kom út 2011 þar sem Björk Guðmundsdóttir fór með hlutverk en myndin er innblásin af sögunni um 1001 nótt. Einnig kemur hingað til lands leikstjórinn og handritshöfundurinn Laila Pakalnina. Hún er fædd í Lettlandi og hefur fyrst og fremst einblínt á heimildarmyndaformið. „Pakalnina er ofboðslega vandaður leikstjóri og hefur alveg sérstakt lag á að segja stórar og margræðar sögur.“ RIFF fer alfarið fram í Bíói Paradís í ár. „Það er fínt því þarna erum við á sama stað allan tímann og margir salir í notkun í einu,“ segir Börkur. Miðasala á klippikortum og hátíðarpössum er hafin á riff.is en formleg miðasala hefst í byrjun september.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira