Fótbolti

Fyrirliðarnir í spænsku deildinni ósáttir og ætla að funda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Ramos, fyrirliði Evrópumeistara Real Madrid.
Sergio Ramos, fyrirliði Evrópumeistara Real Madrid. Vísir/Getty
Fyrirliðar liðanna í spænsku deildinni eru allt annað en sáttir við þá ákvörðun forráðamanna spænsku deildarinnar að semja við bandarískt fjölmiðlafyrirtæki um að leikir í spænsku deildinni verði spilaðir í Bandaríkjunum í næstu framtíð.

Forráðamenn Liga A tilkynntu þetta um leið og nýr fimmtán ára samningur við bandaríska fjölmiðlafyrirtækið Relevent var gerður opinber.

Þar kom hins vegar ekki fram um hvaða lið, hvaða leikur, hvaða dagur eða á hvaða tímabili þessi leikur eða leikir færu fram í Bandaríkjunum.





Spænsku leikmannasamtökin, AFE, segja að ekkert hafi verið rætt við þau eða þá leikmenn í deildinni.

„Við heimtum jafnvægi og heilbrigða skynsemi. Enn á ný eru fótboltamennirnir fórnarlömb í slíkum ákvörðunum. Við trúum því að þeirra skoðun sé nauðsynleg til að stuðla að framþróun spænska fótboltans,“ sagði í yfirlýsingu frá AFE.

Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid og Sergio Busquets, varafyrirliði Barcelona, munu báðir mæta á fyrirliðafund deildarinnar þar sem þessi samningur verður ræddur.

AFE óttast að þetta sé enn eitt dæmið um að spænska deildin sé að fjarlægjast stuðningmenn liðanna sem sé slæm þróun.

Stuðningsmennirnir eiga skilið betra talandi ekki um leikmennina sjálfa sem eru ekki alltof spenntir að þurfa að fljúga alla leið til Bandaríkjanna á miðju tímabili eða hvenær sem þessir fyrirhuguðu leikir eiga að fara fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×