Fótbolti

Freyr: Þær þýsku eru hræddar og mega vera það

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Freyr Alexandersson ætlar að vinna Þýskaland aftur.
Freyr Alexandersson ætlar að vinna Þýskaland aftur. vísir/getty
„Það yrði katastrófa fyrir Þýskaland að vinna ekki leikinn á móti okkur. Algjör katastrófa,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, um stórleikinn við Þýskaland sem fram fer 1. september. Hópinn fyrir leikina má sjá hér.

Staðan er einföld því ef íslenska liðið vinnur það þýska laugardaginn 1. september eru stelpurnar komnar á HM í fyrsta sinn í sögunni.

Íslenska liðið vann Þýskaland, 3-2, á útivelli en fljótlega eftir tapið var þjálfari þýska landsliðsins rekinn. Undir stjórn nýs þjálfara hefur liðið unnið þrjá leiki stórt og ekki fengið á sig mark.

Það virðist vera einhver skjálfti í þýsku herbúðunum, að mati Freys, en hann greindi frá því á fréttamannafundi í dag að þær þýsku fara óhefðbundnar leiðir fyrir leikinn á móti Íslandi.

„Í fyrsta skipti fékk þýska kvennalandsliðið æfingabúðir. Þær eru búnar að vera fjóra daga í æfingabúðum síðustu daga. Að þetta hafi verið leyft á þessum tímapunkti er nýtt og segir ýmislegt um stöðu mála hjá þeim,“ segir Freyr.

„Þær þýsku hafa trú á sér en þær eru hrædar og mega vera það!“ segir Freyr Alexandersson.

Beina útsendingu frá fundinum má sjá hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×