Fór fyrst í gallabuxur í 10. bekk og vildi fermast í HK-gallanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. ágúst 2018 12:00 Glódís Perla Viggósdóttir stendur vaktina í miðverðinum á morgun. vísir/vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, er klár í slaginn fyrir stóru stundina á Laugardalsvelli á morgun þegar að stelpurnar okkar mæta tvöföldum heimsmeisturum og áttföldum Evrópu Þýskalands í undankeppni HM 2019. Eins og flestir vita tryggir íslenska liðið sér farseðilinn á HM í fyrsta sinn í sögunni með sigri en jafntefli eða tap þýðir að stelpurnar þurfa að vinna Tékkland á þriðjudaginn til að komast á HM eða í umspilið. „Eins og við höfum oft sagt er það draumur að vera komin í þá stöðu að vera í bílstjórasætinu og eiga séns á að klára þetta fyrir framan fullan völl,“ segir Glódís Perla. „Þetta er kannski ekki það sem maður bjóst við en var alltaf markmiðið okkar. Það er geggjað að þetta sé í okkar höndum. Það er líka geggjað að fá að upplifa fullan völl,“ segir Glódís Perla í ítarlegu viðtali við íþróttadeild sem má sjá í heild sinni hér neðst í fréttinni.Glódís Perla mætir á æfingu með íslenska liðinu.vísir/vilhelmGott fyrir ungar stúlkur að sjá Kvennalandsliðið hefur oft gert tilraun til að fylla völlinn og komst næst því í júní í fyrra þegar að 7.521 komu og sáu vináttuleik gegn Brasilíu sem var kveðjuleikur stelpnanna áður en að þær héldu á EM 2017. Mætingin á leiki íslenska liðsins hefur verið stórgóð undanfarin þrjú ár eftir smá EM-þynnku árið 2014 og fagnar Glódís því sem og liðsfélagar hennar. „Það er alveg geggjað hvað íslenska þjóðin stendur við bakið á okkur, körlunum og í raun öllum íslenskum íþróttamönnum. Þetta er alveg einstakt og eitthvað sem við munum klárlega nýta okkur inn á vellinum,“ segir hún. Glódís er aðeins 23 ára gömul en hefur bæði spilað fyrir framan nokkur hundruð manns og nokkur þúsund. Hún kom kornung inn í landsliðið og hefur því bæði upplifað góða tíma og slæma. „Það er gaman að hugsa til þess hvað ég fékk tækifærið snemma og er búin að vera hérna lengi og fengið að upplifa mikið. Það eru algjör forréttindi að sjá ungar stelpur mæta á laugardaginn og sjá fullan völl. Þær sjá að þetta er eitthvað sem þær geta upplifað ef þær halda áfram í fótbolta og komast í hæstu tröppu,“ segir Glódís Perla.Glódís Perla ásamt systur sinni á móti á Sauðárkróki árið 2009.mynd/aðsendByrjaði seint en elskaði fótbolta strax Miðvörðurinn magnaði, sem er uppalin hjá HK, spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir HK/Víking aðeins fjórtán ára gömul, ekki nema sex árum eftir að hún byrjaði að æfa fótbolta. „Ég byrjaði ekki í fótbolta fyrr en að ég var átta ára þannig að ég byrjaði frekar seint. En, eftir að ég byrjaði varð ég algjör fótboltastelpa sem var alveg geggjað,“ segir Glódís sem hugsaði nánast bara um fótbolta eftir að hún byrjaði fyrst að rekja tuðruna á undan sér. „Ég fór ekki í gallabuxur fyrr en að ég var í tíunda bekk og ég neitaði að mála mig. Ég ætlaði að fermast í HK-gallanum. Ég var alveg þar. Ég eyddi öllum mínum frítíma úti á velli í fótbolta. Svona man ég eftir æsku minni,“ segir Glódís og hlær og brosir. Það er ekkert nýtt að Glódís brosi. Hún er alltaf brosandi, meira að segja inn á vellinum þegar að hún er í hörðu skallaeinvígi eða að jarða einhvern framherjann með rennitæklingu. „Ég hef oft heyrt að þegar að ég geri eitthvað sem að mér finnst erfitt þá á ég það til að brosa. Ég var einu sinni að hlaupa í jójó-testi og einhver var að hlæja að mér því ég var brosandi vegna þess að ég var að deyja úr þreytu,“ segir hún. „Ég myndi allavega ekki lýsa mér sem grimmri manneskju. Ég er frekar glöð almennt og ætli það endurspeglist ekki inn á fótboltavellinum,“ segir Glódís Perla.Brosmild en kletthörð á velli.vísir/vilhelmHM stærra en EM Þýski landsliðsþjálfarinn hefur kallað sigur Íslands gegn Þýskalandi í fyrri leik liðanna frávik. Eitthvað sem í raun hefði ekki átt að gerast og mun ekki gerast aftur. „Í leiknum sem að við spiluðum úti við Þýskaland eins og í öðrum leikjum þar sem að við náum flottum árangri þá erum við að spila fyrir hvora aðra,“ segir Glódís og hefur lítinn húmor fyrir orðum þýska þjálfarans. „Þar erum við að henda okkur í allar tæklingar og erum þrjár fyrir boltanum. Ef einhver tapar tæklingu er næsta mætt. Svona viljum við spila. Þetta er einkenni okkar. Ef þýski þjálfarinn hefur ekki leikgreint okkur betur en þetta er það bara fínt,“ segir hún. Íslensku strákarnir töluðu um það að HM væri stærra en EM þegar að þeir tryggðu sér þátttökuréttinn og töluðu oft um það úti í Rússlandi. Tilfinningin er eins hjá stelpunum. „Þetta er klárlega stærra. Þetta er stærra mót og stærri vettvangur. Þetta er alveg ruglað. Maður pældi ekki einu sinni í þessu sem krakki. Þegar ég er ung að alast upp er Ísland að fara í fyrsta sinn á EM 2009 en ég sem krakki upplifði aldrei að sjá þetta gerast. Það er alveg magnað að eiga möguleika á þessu,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. 31. ágúst 2018 12:30 Við höfum verið lengi með augun á Þýskalandsleiknum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á HM 2019 með sigri á Þýskalandi á laugardaginn. Glódís Perla Viggósdóttir segist hafa beðið leiksins með mikilli eftirvæntingu. Hún er meðvituð um styrkleika þýska liðsins. 30. ágúst 2018 08:00 Við erum á góðri vegferð Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á HM með sigri á Þýskalandi á morgun. Hallbera Guðný Gísladóttir segir tilhlökkunina í íslenska hópnum fyrir leiknum mikla en veit að verkefnið er ærið. 31. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, er klár í slaginn fyrir stóru stundina á Laugardalsvelli á morgun þegar að stelpurnar okkar mæta tvöföldum heimsmeisturum og áttföldum Evrópu Þýskalands í undankeppni HM 2019. Eins og flestir vita tryggir íslenska liðið sér farseðilinn á HM í fyrsta sinn í sögunni með sigri en jafntefli eða tap þýðir að stelpurnar þurfa að vinna Tékkland á þriðjudaginn til að komast á HM eða í umspilið. „Eins og við höfum oft sagt er það draumur að vera komin í þá stöðu að vera í bílstjórasætinu og eiga séns á að klára þetta fyrir framan fullan völl,“ segir Glódís Perla. „Þetta er kannski ekki það sem maður bjóst við en var alltaf markmiðið okkar. Það er geggjað að þetta sé í okkar höndum. Það er líka geggjað að fá að upplifa fullan völl,“ segir Glódís Perla í ítarlegu viðtali við íþróttadeild sem má sjá í heild sinni hér neðst í fréttinni.Glódís Perla mætir á æfingu með íslenska liðinu.vísir/vilhelmGott fyrir ungar stúlkur að sjá Kvennalandsliðið hefur oft gert tilraun til að fylla völlinn og komst næst því í júní í fyrra þegar að 7.521 komu og sáu vináttuleik gegn Brasilíu sem var kveðjuleikur stelpnanna áður en að þær héldu á EM 2017. Mætingin á leiki íslenska liðsins hefur verið stórgóð undanfarin þrjú ár eftir smá EM-þynnku árið 2014 og fagnar Glódís því sem og liðsfélagar hennar. „Það er alveg geggjað hvað íslenska þjóðin stendur við bakið á okkur, körlunum og í raun öllum íslenskum íþróttamönnum. Þetta er alveg einstakt og eitthvað sem við munum klárlega nýta okkur inn á vellinum,“ segir hún. Glódís er aðeins 23 ára gömul en hefur bæði spilað fyrir framan nokkur hundruð manns og nokkur þúsund. Hún kom kornung inn í landsliðið og hefur því bæði upplifað góða tíma og slæma. „Það er gaman að hugsa til þess hvað ég fékk tækifærið snemma og er búin að vera hérna lengi og fengið að upplifa mikið. Það eru algjör forréttindi að sjá ungar stelpur mæta á laugardaginn og sjá fullan völl. Þær sjá að þetta er eitthvað sem þær geta upplifað ef þær halda áfram í fótbolta og komast í hæstu tröppu,“ segir Glódís Perla.Glódís Perla ásamt systur sinni á móti á Sauðárkróki árið 2009.mynd/aðsendByrjaði seint en elskaði fótbolta strax Miðvörðurinn magnaði, sem er uppalin hjá HK, spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir HK/Víking aðeins fjórtán ára gömul, ekki nema sex árum eftir að hún byrjaði að æfa fótbolta. „Ég byrjaði ekki í fótbolta fyrr en að ég var átta ára þannig að ég byrjaði frekar seint. En, eftir að ég byrjaði varð ég algjör fótboltastelpa sem var alveg geggjað,“ segir Glódís sem hugsaði nánast bara um fótbolta eftir að hún byrjaði fyrst að rekja tuðruna á undan sér. „Ég fór ekki í gallabuxur fyrr en að ég var í tíunda bekk og ég neitaði að mála mig. Ég ætlaði að fermast í HK-gallanum. Ég var alveg þar. Ég eyddi öllum mínum frítíma úti á velli í fótbolta. Svona man ég eftir æsku minni,“ segir Glódís og hlær og brosir. Það er ekkert nýtt að Glódís brosi. Hún er alltaf brosandi, meira að segja inn á vellinum þegar að hún er í hörðu skallaeinvígi eða að jarða einhvern framherjann með rennitæklingu. „Ég hef oft heyrt að þegar að ég geri eitthvað sem að mér finnst erfitt þá á ég það til að brosa. Ég var einu sinni að hlaupa í jójó-testi og einhver var að hlæja að mér því ég var brosandi vegna þess að ég var að deyja úr þreytu,“ segir hún. „Ég myndi allavega ekki lýsa mér sem grimmri manneskju. Ég er frekar glöð almennt og ætli það endurspeglist ekki inn á fótboltavellinum,“ segir Glódís Perla.Brosmild en kletthörð á velli.vísir/vilhelmHM stærra en EM Þýski landsliðsþjálfarinn hefur kallað sigur Íslands gegn Þýskalandi í fyrri leik liðanna frávik. Eitthvað sem í raun hefði ekki átt að gerast og mun ekki gerast aftur. „Í leiknum sem að við spiluðum úti við Þýskaland eins og í öðrum leikjum þar sem að við náum flottum árangri þá erum við að spila fyrir hvora aðra,“ segir Glódís og hefur lítinn húmor fyrir orðum þýska þjálfarans. „Þar erum við að henda okkur í allar tæklingar og erum þrjár fyrir boltanum. Ef einhver tapar tæklingu er næsta mætt. Svona viljum við spila. Þetta er einkenni okkar. Ef þýski þjálfarinn hefur ekki leikgreint okkur betur en þetta er það bara fínt,“ segir hún. Íslensku strákarnir töluðu um það að HM væri stærra en EM þegar að þeir tryggðu sér þátttökuréttinn og töluðu oft um það úti í Rússlandi. Tilfinningin er eins hjá stelpunum. „Þetta er klárlega stærra. Þetta er stærra mót og stærri vettvangur. Þetta er alveg ruglað. Maður pældi ekki einu sinni í þessu sem krakki. Þegar ég er ung að alast upp er Ísland að fara í fyrsta sinn á EM 2009 en ég sem krakki upplifði aldrei að sjá þetta gerast. Það er alveg magnað að eiga möguleika á þessu,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. 31. ágúst 2018 12:30 Við höfum verið lengi með augun á Þýskalandsleiknum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á HM 2019 með sigri á Þýskalandi á laugardaginn. Glódís Perla Viggósdóttir segist hafa beðið leiksins með mikilli eftirvæntingu. Hún er meðvituð um styrkleika þýska liðsins. 30. ágúst 2018 08:00 Við erum á góðri vegferð Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á HM með sigri á Þýskalandi á morgun. Hallbera Guðný Gísladóttir segir tilhlökkunina í íslenska hópnum fyrir leiknum mikla en veit að verkefnið er ærið. 31. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30
Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. 31. ágúst 2018 12:30
Við höfum verið lengi með augun á Þýskalandsleiknum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á HM 2019 með sigri á Þýskalandi á laugardaginn. Glódís Perla Viggósdóttir segist hafa beðið leiksins með mikilli eftirvæntingu. Hún er meðvituð um styrkleika þýska liðsins. 30. ágúst 2018 08:00
Við erum á góðri vegferð Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á HM með sigri á Þýskalandi á morgun. Hallbera Guðný Gísladóttir segir tilhlökkunina í íslenska hópnum fyrir leiknum mikla en veit að verkefnið er ærið. 31. ágúst 2018 08:00