„Fáránlegt“ að Modric hafi verið valinn bestur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 08:30 Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina þriðja árið í röð í vor. Vísir/Getty Umboðsmaðurinn Jorge Mendes segir það „fáránlegt“ að UEFA hafi valið Luka Modric sem besta leikmann síðasta tímabils en ekki Cristiano Ronaldo. Þegar dregið var í riðla fyrir Meistaradeild Evrópu í gær voru einnig veitt verðlaun fyrir síðasta tímabil í keppnum UEFA. Modric var valinn besti leikmaðurinn og besti miðjumaðurinn. Ronaldo var valinn besti sóknarmaðurinn. Mendes, sem er umboðsmaður Ronaldo, var brjálaður yfir því að Ronaldo skildi ekki hafa verið valinn bestur. Ronaldo skoraði 15 mörk í keppninni Meistaradeildinni á síðasta tímabili og var markahæstur allra. „Fótbolti er leikinn á vellinum og þar vann Cristiano. Hann skoraði 15 mörk og bar Real Madrid á herðum sér og vann Meistaradeildina aftur,“ sagði Mendes við portúgalska miðilinn Record. „Þetta er fáránlegt og til skammar. Það er engin spurning að sigurvegarinn er Ronaldo, hann er bestur í sinni stöðu.“ Verðlaunin eru gefin út eftir kosningu á meðal þjálfara og blaðamanna í allri Evrópu. Modric fékk 313 atkvæði, 90 atkvæðum meira en Ronaldo. Ronaldo yfirgaf Real í sumar og gekk til liðs við Juventus. Hans nýja lið lenti í riðli með Manchester United, Valencia og Young Boys. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Modric hafði betur gegn Ronaldo og Salah Luka Modric var kosinn besti leikmaður Evrópu á síðustu leiktíð en blaðamenn og þjálfarar í Meistara- og Evrópudeildinni kusu. 30. ágúst 2018 17:36 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira
Umboðsmaðurinn Jorge Mendes segir það „fáránlegt“ að UEFA hafi valið Luka Modric sem besta leikmann síðasta tímabils en ekki Cristiano Ronaldo. Þegar dregið var í riðla fyrir Meistaradeild Evrópu í gær voru einnig veitt verðlaun fyrir síðasta tímabil í keppnum UEFA. Modric var valinn besti leikmaðurinn og besti miðjumaðurinn. Ronaldo var valinn besti sóknarmaðurinn. Mendes, sem er umboðsmaður Ronaldo, var brjálaður yfir því að Ronaldo skildi ekki hafa verið valinn bestur. Ronaldo skoraði 15 mörk í keppninni Meistaradeildinni á síðasta tímabili og var markahæstur allra. „Fótbolti er leikinn á vellinum og þar vann Cristiano. Hann skoraði 15 mörk og bar Real Madrid á herðum sér og vann Meistaradeildina aftur,“ sagði Mendes við portúgalska miðilinn Record. „Þetta er fáránlegt og til skammar. Það er engin spurning að sigurvegarinn er Ronaldo, hann er bestur í sinni stöðu.“ Verðlaunin eru gefin út eftir kosningu á meðal þjálfara og blaðamanna í allri Evrópu. Modric fékk 313 atkvæði, 90 atkvæðum meira en Ronaldo. Ronaldo yfirgaf Real í sumar og gekk til liðs við Juventus. Hans nýja lið lenti í riðli með Manchester United, Valencia og Young Boys.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Modric hafði betur gegn Ronaldo og Salah Luka Modric var kosinn besti leikmaður Evrópu á síðustu leiktíð en blaðamenn og þjálfarar í Meistara- og Evrópudeildinni kusu. 30. ágúst 2018 17:36 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira
Modric hafði betur gegn Ronaldo og Salah Luka Modric var kosinn besti leikmaður Evrópu á síðustu leiktíð en blaðamenn og þjálfarar í Meistara- og Evrópudeildinni kusu. 30. ágúst 2018 17:36