Leyfið í hús degi fyrir opnun og enginn kvartar undan teppinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 10:00 Martin, Ágúst Atli og Gunnsteinn Helgi bregða hér á leik við barinn á efri hæð staðarins. Vísir/Vilhelm Barinn Miami Hverfisgata opnaði í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt en leyfi fékkst fyrir starfseminni deginum áður við mikinn fögnuð – og eftir þónokkra bið. Staðurinn hefur vakið athygli fyrir litríka hönnun og stemningu og þykir „Instagram-vænn“ með eindæmum.Sjá einnig: Don Johnson vildi of margar milljónirLeyfið í hús á föstudegi og opnað á laugardegi Veitingamaðurinn Gunnsteinn Helgi er einn eigenda og framkvæmdastjóri Miami Hverfisgötu. Hann segir í samtali við Vísi að stemningin á opnunarkvöldinu þann 18. ágúst síðastliðinn hafi verið afar góð. „Við fengum leyfið á föstudeginum og opnuðum á laugardeginum, Menningarnótt. Það var líf og fjör, fullt hús og mér virtist fólk taka vel í þetta enda er ekki til staður líkur þessum neins staðar í heiminum.“Staðurinn er afar litríkur, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Á neðri hæðinni er bleikur dúkur á gólfum en á þeirri efri er teppalagt.Vísir/VilhelmMemphis-Milano og Miami Vice Eins og áður sagði hefur Miami Hverfisgata einna helst vakið athygli fyrir litríka innanhúshönnun. Daníel Freyr Atlason, einn stofnenda hönnunarfyrirtækisins Döðlur, sá um hönnun staðarins, sem einkum er innblásin af tísku níunda áratugarins og enn fremur af sjónvarpsþáttunum Miami Vice. „Upphaf „eitís“-tískunnar má rekja til Memphis-Milano og þetta varð síðar einnig grunnurinn að Miami Vice-þáttunum. Þeir ætluðu að vera svolítið evrópskir, sendu spæjara til Mílanó til að hitta þetta fólk og þessa hönnuði. Þetta er ástæðan fyrir því að Miami Vice skar sig svona úr öðru í heiminum,“ segir Gunnsteinn Helgi. „Hugmyndin að staðnum byggir í rauninni á þessu „mixi“, þessari Memphis Milano-tísku og svo á Miami Vice-þáttunum, framúrstefnulegri „eitís“-hönnun.“Séð yfir efri hæð staðarins, með barinn í baksýn.Vísir/VilhelmEnginn gert athugasemdir við teppin Þá er þess vandlega gætt að allt á staðnum sé í umræddum stíl. Þar má nefna kokteilana, sem byggðir eru á kokteilseðlum bara í Miami á níunda áratugnum, tónlistina og sérsaumaða, hvíta jakka á starfsfólkið. Önnur hæð staðarins er auk þess teppalögð kóngabláu teppi. Aðspurður segir Gunnsteinn Helgi að enginn hafi gert athugasemdir við teppið, sem mætti teljast djarft gólfefnaval á stað þar sem fljótandi veigar eru hafðar um hönd. „Nei, við erum með sérfræðing á því sviði sem kemur hér á hverjum morgni og djúphreinsar teppin.“ Gunnsteinn Helgi segir jafnframt að svokallaður „happy hour“ Miami, þar sem tilboð er á drykkjum, sé einn sá lengsti á Íslandi. „Við opnum klukkan þrjú alla daga og erum með opið fram eftir, bara eftir stemningu. Svo erum við með einn lengsta „happy hour“ Íslands frá þrjú til átta. Fólk getur komið og fengið sér vín, bjóra og kokteila. Við erum til dæmis með gin og tónik á krana.“Gestir Miami Hverfisgötu geta spilað borðtennis á Ping Pong Club á neðri hæðinni.Vísir/VilhelmFóru aðrar leiðir vegna Framsóknarmanna Til stóð að opna Miami Hverfisgötu í maí en ekkert varð úr því vegna deilna eigenda staðarins við Framsóknarflokkinn, sem á rými á efri hæðum hússins og rekur þar starfsemi. Deilurnar sneru til að mynda að salerni fyrir fatlaða en fyrri eigendur höfðu gert samning við Framsóknarmenn um samnýtingu á salerninu. Þeim samningi var hins vegar rift og þvertóku eigendur efri hæðanna fyrir að deila salerninu með bareigendum, líkt og greint var frá á vef Fréttablaðsins. Leyfi fyrir starfsemi Miami Hverfisgötu fékkst því ekki fyrr en föstudaginn 17. ágúst, þar eð salerni fyrir fatlaða var ein af forsendum leyfisins. „Við fórum bara aðrar leiðir, fórum aftur í framkvæmdir, gerðum ný salerni og breyttum þessu,“ segir Gunnsteinn. „Þetta tafðist auðvitað svolítið mikið út af þessu máli en allt er gott sem endar vel.“ The Lights are up - we will open at 15:00 - See you soon pals A post shared by Miami Hverfisgata (@miami_hverfisgata) on Aug 18, 2018 at 7:37am PDT Menningarnótt Viðskipti Tengdar fréttir Don Johnson vildi of margar milljónir Lífsstílsbarinn Miami verður opnaður í gamla Framsóknarhúsinu á Hverfisgötu innan tíðar. Þar verða öll húsgögnin sérsmíðuð og þjónar verða í sérsaumuðum fötum. Don Johnson átti að koma í opnunarpartíið en vildi fá spik 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Barinn Miami Hverfisgata opnaði í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt en leyfi fékkst fyrir starfseminni deginum áður við mikinn fögnuð – og eftir þónokkra bið. Staðurinn hefur vakið athygli fyrir litríka hönnun og stemningu og þykir „Instagram-vænn“ með eindæmum.Sjá einnig: Don Johnson vildi of margar milljónirLeyfið í hús á föstudegi og opnað á laugardegi Veitingamaðurinn Gunnsteinn Helgi er einn eigenda og framkvæmdastjóri Miami Hverfisgötu. Hann segir í samtali við Vísi að stemningin á opnunarkvöldinu þann 18. ágúst síðastliðinn hafi verið afar góð. „Við fengum leyfið á föstudeginum og opnuðum á laugardeginum, Menningarnótt. Það var líf og fjör, fullt hús og mér virtist fólk taka vel í þetta enda er ekki til staður líkur þessum neins staðar í heiminum.“Staðurinn er afar litríkur, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Á neðri hæðinni er bleikur dúkur á gólfum en á þeirri efri er teppalagt.Vísir/VilhelmMemphis-Milano og Miami Vice Eins og áður sagði hefur Miami Hverfisgata einna helst vakið athygli fyrir litríka innanhúshönnun. Daníel Freyr Atlason, einn stofnenda hönnunarfyrirtækisins Döðlur, sá um hönnun staðarins, sem einkum er innblásin af tísku níunda áratugarins og enn fremur af sjónvarpsþáttunum Miami Vice. „Upphaf „eitís“-tískunnar má rekja til Memphis-Milano og þetta varð síðar einnig grunnurinn að Miami Vice-þáttunum. Þeir ætluðu að vera svolítið evrópskir, sendu spæjara til Mílanó til að hitta þetta fólk og þessa hönnuði. Þetta er ástæðan fyrir því að Miami Vice skar sig svona úr öðru í heiminum,“ segir Gunnsteinn Helgi. „Hugmyndin að staðnum byggir í rauninni á þessu „mixi“, þessari Memphis Milano-tísku og svo á Miami Vice-þáttunum, framúrstefnulegri „eitís“-hönnun.“Séð yfir efri hæð staðarins, með barinn í baksýn.Vísir/VilhelmEnginn gert athugasemdir við teppin Þá er þess vandlega gætt að allt á staðnum sé í umræddum stíl. Þar má nefna kokteilana, sem byggðir eru á kokteilseðlum bara í Miami á níunda áratugnum, tónlistina og sérsaumaða, hvíta jakka á starfsfólkið. Önnur hæð staðarins er auk þess teppalögð kóngabláu teppi. Aðspurður segir Gunnsteinn Helgi að enginn hafi gert athugasemdir við teppið, sem mætti teljast djarft gólfefnaval á stað þar sem fljótandi veigar eru hafðar um hönd. „Nei, við erum með sérfræðing á því sviði sem kemur hér á hverjum morgni og djúphreinsar teppin.“ Gunnsteinn Helgi segir jafnframt að svokallaður „happy hour“ Miami, þar sem tilboð er á drykkjum, sé einn sá lengsti á Íslandi. „Við opnum klukkan þrjú alla daga og erum með opið fram eftir, bara eftir stemningu. Svo erum við með einn lengsta „happy hour“ Íslands frá þrjú til átta. Fólk getur komið og fengið sér vín, bjóra og kokteila. Við erum til dæmis með gin og tónik á krana.“Gestir Miami Hverfisgötu geta spilað borðtennis á Ping Pong Club á neðri hæðinni.Vísir/VilhelmFóru aðrar leiðir vegna Framsóknarmanna Til stóð að opna Miami Hverfisgötu í maí en ekkert varð úr því vegna deilna eigenda staðarins við Framsóknarflokkinn, sem á rými á efri hæðum hússins og rekur þar starfsemi. Deilurnar sneru til að mynda að salerni fyrir fatlaða en fyrri eigendur höfðu gert samning við Framsóknarmenn um samnýtingu á salerninu. Þeim samningi var hins vegar rift og þvertóku eigendur efri hæðanna fyrir að deila salerninu með bareigendum, líkt og greint var frá á vef Fréttablaðsins. Leyfi fyrir starfsemi Miami Hverfisgötu fékkst því ekki fyrr en föstudaginn 17. ágúst, þar eð salerni fyrir fatlaða var ein af forsendum leyfisins. „Við fórum bara aðrar leiðir, fórum aftur í framkvæmdir, gerðum ný salerni og breyttum þessu,“ segir Gunnsteinn. „Þetta tafðist auðvitað svolítið mikið út af þessu máli en allt er gott sem endar vel.“ The Lights are up - we will open at 15:00 - See you soon pals A post shared by Miami Hverfisgata (@miami_hverfisgata) on Aug 18, 2018 at 7:37am PDT
Menningarnótt Viðskipti Tengdar fréttir Don Johnson vildi of margar milljónir Lífsstílsbarinn Miami verður opnaður í gamla Framsóknarhúsinu á Hverfisgötu innan tíðar. Þar verða öll húsgögnin sérsmíðuð og þjónar verða í sérsaumuðum fötum. Don Johnson átti að koma í opnunarpartíið en vildi fá spik 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Don Johnson vildi of margar milljónir Lífsstílsbarinn Miami verður opnaður í gamla Framsóknarhúsinu á Hverfisgötu innan tíðar. Þar verða öll húsgögnin sérsmíðuð og þjónar verða í sérsaumuðum fötum. Don Johnson átti að koma í opnunarpartíið en vildi fá spik 17. maí 2018 06:00