Cristiano Ronaldo mætir á Old Trafford með Juve: Svona eru riðlarnir í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 17:15 Cristiano Ronaldo spilar á Old Trafford í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty Juventus og Manchester United lentu saman í riðli í Meistaradeildinni en dregið var í Mónakó í dag. Liverpool lenti í riðli með Paris Saint-Germain og Manchester City var mun heppnara með riðil en Tottenham. Hörður Björgvin Magnússon, eini Íslendingurinn í Meistaradeildinni í ár, er á leiðinni á Santiago Bernebau þar sem CSKA Moskva mun spila við Real Madrid. Cristiano Ronaldo er kominn til Juventus og mætir því á sinn gamal heimavöll á Old Trafford. Hin liðin í riðli með Juventus og Manchester United eru spænska liðið Valencia og svissneska liðið Young Boys. Liverpool hefði getað verið mun óheppnara með riðil en mætir franska stórliðinu Paris Saint-Germain, ítalska liðinu Napoli og svo Rauðu stjörnunni frá Belgrad. Englandsmeistarar Manchester City eru í þægilegum riðli með Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, franska liðinu Lyon og 1899 Hoffenheim frá Þýskalandi. Tottenham er í mun erfiðari riðli með stórliði Barcelona, hollenska liðinu PSV Eindhoven og Internazionale frá Ítalíu. Meistarar Real Madrid eru með ítalska liðinu Roma og Herði Björgvin Magnússyni og félögum í CSKA Moskva. Fjórða liðið er síðan Viktoria Plzen frá Tékklandi.Hér fyrir neðan má sjá riðlana í Meistaradeildinni 2018-19:A-riðill Atlético Madrid Borussia Dortmund Monakó Club BruggeB-riðill Barcelona Tottenham Hotspur PSV Eindhoven InternazionaleC-riðill Paris Saint-Germain Napoli Liverpool Crvena Zvezda BelgradD-riðill Lokomotiv Moskva Porto Schalke 04 GalatasarayE-riðill Bayern München Benfica Ajax AEK AþenaF-riðill Manchester City Shakhtar Donetsk Lyon 1899 HoffenheimG-riðill Real Madrid Roma CSKA Moskva Viktoria PlzenH-riðill Juventus Manchester United Valencia Young BoysDrátturinn var í beinni útsendingu á Vísi. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna og textalýsingu blaðamanns frá drættinum.
Juventus og Manchester United lentu saman í riðli í Meistaradeildinni en dregið var í Mónakó í dag. Liverpool lenti í riðli með Paris Saint-Germain og Manchester City var mun heppnara með riðil en Tottenham. Hörður Björgvin Magnússon, eini Íslendingurinn í Meistaradeildinni í ár, er á leiðinni á Santiago Bernebau þar sem CSKA Moskva mun spila við Real Madrid. Cristiano Ronaldo er kominn til Juventus og mætir því á sinn gamal heimavöll á Old Trafford. Hin liðin í riðli með Juventus og Manchester United eru spænska liðið Valencia og svissneska liðið Young Boys. Liverpool hefði getað verið mun óheppnara með riðil en mætir franska stórliðinu Paris Saint-Germain, ítalska liðinu Napoli og svo Rauðu stjörnunni frá Belgrad. Englandsmeistarar Manchester City eru í þægilegum riðli með Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, franska liðinu Lyon og 1899 Hoffenheim frá Þýskalandi. Tottenham er í mun erfiðari riðli með stórliði Barcelona, hollenska liðinu PSV Eindhoven og Internazionale frá Ítalíu. Meistarar Real Madrid eru með ítalska liðinu Roma og Herði Björgvin Magnússyni og félögum í CSKA Moskva. Fjórða liðið er síðan Viktoria Plzen frá Tékklandi.Hér fyrir neðan má sjá riðlana í Meistaradeildinni 2018-19:A-riðill Atlético Madrid Borussia Dortmund Monakó Club BruggeB-riðill Barcelona Tottenham Hotspur PSV Eindhoven InternazionaleC-riðill Paris Saint-Germain Napoli Liverpool Crvena Zvezda BelgradD-riðill Lokomotiv Moskva Porto Schalke 04 GalatasarayE-riðill Bayern München Benfica Ajax AEK AþenaF-riðill Manchester City Shakhtar Donetsk Lyon 1899 HoffenheimG-riðill Real Madrid Roma CSKA Moskva Viktoria PlzenH-riðill Juventus Manchester United Valencia Young BoysDrátturinn var í beinni útsendingu á Vísi. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna og textalýsingu blaðamanns frá drættinum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira