Nýjasta kvikmynd leikstjóra La La Land hlaðin lofi í Feneyjum Birgir Olgeirsson skrifar 30. ágúst 2018 11:10 Ryan Gosling leikur geimfarann Neil Armstrong í myndinni. Universal Pictures Gagnrýnendur hafa hlaðið nýjustu mynd leikstjórans Damien Chazelle lofi. Chazelle þessi á að baki myndirnar Whiplash og La La Land en nýjasta mynd hans heitir First Man og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í vikunni. Myndin segir frá ævi bandaríska geimfarans Neil Armstrong, sem var sá fyrsti til að stíga fæti á tunglið á sjöunda áratug síðustu aldar. Ryan Gosling leikur Armstrong í þessari mynd en Claire Foy, sem er hvað þekktust fyrir að leika Elísabetu Englandsdrottningu í The Crown, leikur eiginkonu Armstrongs Janet Hearon. Corey Stohl, sem lék í House of Cards, leikur geimfarann Buzz Aldrin. Þetta er í annað sinn sem Chazelle og Gosling leiða saman hesta sína en Gosling lék annað af aðalhlutverkunum í La La Land. Chazelle var hlaut Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn myndarinnar. First Man verður tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum í október næstkomandi en hún verður frumsýnd 12. október á Íslandi.Gagnrýnendur benda á að ef áhorfendur eru að leita eftir upplýsingum um þessa ferð til tunglsins, þá sé betra fyrir þá að lesa sér til um það því myndin fjallar mun fremur um áhrif geimferðarinnar á manneskjurnar. Þá er einnig nefnt að myndin geri lítið út á bandaríska þjóðrembu. Vissulega hafi Bandaríkjamenn verið í kapphlaupi við Sovétríkin um að verða fyrstir til tunglsins, en myndin segi mun fremur sögu af seiglu og fórnum sem færðar voru til að komast þangað. Er Ryan Gosling hrósað fyrir leik sinn og sagður túlka Armstrong sem gáfaðan og framsækinn mann sem lært hefur að bæla tilfinningar sínar til að ná markmiðum sínum. Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Gagnrýnendur hafa hlaðið nýjustu mynd leikstjórans Damien Chazelle lofi. Chazelle þessi á að baki myndirnar Whiplash og La La Land en nýjasta mynd hans heitir First Man og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í vikunni. Myndin segir frá ævi bandaríska geimfarans Neil Armstrong, sem var sá fyrsti til að stíga fæti á tunglið á sjöunda áratug síðustu aldar. Ryan Gosling leikur Armstrong í þessari mynd en Claire Foy, sem er hvað þekktust fyrir að leika Elísabetu Englandsdrottningu í The Crown, leikur eiginkonu Armstrongs Janet Hearon. Corey Stohl, sem lék í House of Cards, leikur geimfarann Buzz Aldrin. Þetta er í annað sinn sem Chazelle og Gosling leiða saman hesta sína en Gosling lék annað af aðalhlutverkunum í La La Land. Chazelle var hlaut Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn myndarinnar. First Man verður tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum í október næstkomandi en hún verður frumsýnd 12. október á Íslandi.Gagnrýnendur benda á að ef áhorfendur eru að leita eftir upplýsingum um þessa ferð til tunglsins, þá sé betra fyrir þá að lesa sér til um það því myndin fjallar mun fremur um áhrif geimferðarinnar á manneskjurnar. Þá er einnig nefnt að myndin geri lítið út á bandaríska þjóðrembu. Vissulega hafi Bandaríkjamenn verið í kapphlaupi við Sovétríkin um að verða fyrstir til tunglsins, en myndin segi mun fremur sögu af seiglu og fórnum sem færðar voru til að komast þangað. Er Ryan Gosling hrósað fyrir leik sinn og sagður túlka Armstrong sem gáfaðan og framsækinn mann sem lært hefur að bæla tilfinningar sínar til að ná markmiðum sínum.
Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira