Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 13:30 S2 Sport Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. Íslenska þjóðin fann til með fyrirliðanum fimmtudagskvöldið 24. maí þegar hún haltraði út af Dynamo vellinum í Kænugarði á 57. mínútu úrslitaleiks Wolfsburg og Lyon í Meistaradeild Evrópu. Einn af hátindum ferilsins endaði sem ein mestu vonbrigðin. Annar hátindur bíður, eftir rúma tvo sólarhringa gætum við öll verið að fagna sæti Íslands í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Í vegi stendur eitt sterkasta landslið heims, Þýskaland. Þremur mánuðum eftir meiðslin, hvernig er standið á Söru?Sara Björk þurfti frá að hverfa í stærsta leik ferilsins í vorvísir/getty„Standið er gott á mér. Mér líður vel og ég er búin að leggja hart að mér til þess að geta komið til baka og spilað leikinn á móti Þýskalandi,“ sagði Sara Björk við Tómas Þór Þórðarson er þau settust niður á Laugardalsvelli í gær. „Þessi leikur var klárlega á bak við eyrað. Deildin er ekki byrjuð í Þýskalandi og við erum bara í undirbúningstímabili. Þetta var þessi fyrsti leikur sem mig langaði til að ná.“ „Ég er búin að ná að spila tvo æfingaleiki með Wolfsburg og mér líður bara vel eins og er, en ég þarf að hafa fyrir því og það hefur skilað sér.“ Sara Björk hefur ekki fengið auðveldastu leiðina í gegnum fótboltaferilinn og hefur þurft að hafa mikið fyrir því að komast á toppinn „Ég hef alltaf sagt að ég hef haft fyrir öllu því sem ég hef gert. Með harðri vinnu og mikilli vinnusemi þá hef ég komist á þann stað sem ég er í dag. Ég hef ekki fengið neitt gefins.“Hundrað prósent tilbúin Þrátt fyrir tvo æfingaleiki hefur Sara Björk ekki spilað skráðan mótsleik síðan í úrslitaleiknum í maí. Er hún alveg tilbúin í að spila 90 mínútur gegn stjörnunum í þýska liðinu? „Já, alveg 100 prósent. Mér finnst ég vera í góðu formi, ég er búin að æfa alveg ótrúlega vel með liðinu. Það var ekkert mjög létt tempó á æfingum með Wolfsburg sko,“ sagði Sara og glotti. „Við erum búnar að æfa tvisvar á dag og hlupum í æfingaferðinni 60 kílómetra á 8-9 dögum. Ætli maður sé ekki tilbúinn í 90 mínútur.“ „Það er svolítið gamli skólinn í Þýskalandi þannig að maður þarf að vera í góðu standi. Það er „basic“ formsatriði í þýsku deildinni að vera í hlaupaformi.“ „Mér líður ótrúlega vel og ég er bara tilbúin í laugardaginn.“Sara meiddist á hásin í vor en er nær einkennalaus í dagvísir/vilhelmLærði að hlusta á líkamann og hvíla Sara Björk skrifaði söguna þegar hún steig út á völlinn í Kænugarði í vor, varð fyrsti Íslendingurinn til þess að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen á gullmedalíu Meistaradeildarinnar frá dögum hans hjá Barcelona en hann var ónotaður varamaður í sjálfum úrslitaleiknum við Manchester United árið 2009. Það að meiðast í þessum leik og þurfa að horfa upp á lið sitt tapa leiknum í framlengingu hljóta að vera ein mestu vonbrigði ferilsins, ja og bara lífsins ? „Já, ég lennti svolítið bara á vegg,“ svaraði hreinskilin Sara. „Ég keyri svolítið á sjálfri mér og tek mér ekki mikla hvíld. Leikir sem ég hefði kannski átt að hvíla í deildinni, þar hefði ég átt að taka aðeins meiri ábyrgð og fara til þjálfarans og segjast ætla að hvíla. Ef mér líður vel þá er ég bara ekki þannig týpa að ég fari og taki hvíld.“ „En maður lærir af þessu líka. Ef ég horfi til baka og mætti breyta einhverju þá hefði ég gert það,“ sagði Sara. Hún er greinilega fljót að læra því hún er strax farin að taka þetta til sín. „Það voru tvær æfingar um daginn og allt í einu fann ég að ég var orðin þreytt í hásininni. Þá fór ég og sagðist ætla að hvíla seinni partinn. Þau [þjálfarateymi og lið Wolfsburg] voru bara „ha, ætlar þú að hvíla?“ Ég sagði bara „já, ég ætla að hvíla,“ og var ótrúlega stolt af sjálfri mér.“ Er á toppnum en Meistaradeildin er eftirSara Björk hefur lyft bæði bikar- og Þýskalandsmeistaratitlum síðustu tvö ár.vísir/getty„Ég held ég sé á toppnum, fótboltalega séð, þar sem gæðin eru og þar sem maður er í stöðu til þess að vinna flesta titla.“ Wolfsburg er eitt besta félagslið heims. Liðið hefur orðið Þýskalandsmeistari síðustu tvö ár og alls fjórum sinnum á síðustu sex árum. Liðið vann Meistaradeildina tvö ár í röð frá 2012-2014 og varð bikarmeistari síðustu fjögur ár í Þýskalandi. Sara var ekki með liðinu þessi ár sem liðið vann Meistaradeildina en hún hefur fulla trú á því að hún nái í þessa stærstu gullmedalíu félagsliða áður en ferillinn er úti. „Auðvitað er Meistaradeildin eftir en ég hef fulla trú á þessu liði sem ég er í núna að geta unnið Meistaradeildina.“ „Í úrslitaleiknum þá fannst mér við vera nokkrar sem vorum ekki 100 prósent, en á betri degi þá hefðum við getað unnið. Það kemur næsta tækifæri og ég er tilbúin í að grípa það aftur. Ég er handviss um að við getum komið okkur í sömu stöðu og í fyrra.“ Wolfsburg mætir Íslandsmeisturum Þórs/KA í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Fyrri leikurinn fer fram á Akureyri 12. september og sá seinni í Þýskalandi tveimur vikum seinna.Blátt haf íslenskra stuðningsmanna mun styðja stelpurnar á laugardagvísir/vilhelmSkiptir engu máli hvað þú ert búin að gera, þetta snýst allt um laugardaginn Árið 2007 spilaði Sara sinn fyrsta landsleik, aðeins 16 ára gömul. Hún var gerð að fyrirliða liðsins árið 2014 og hefur spilað 118 landsleiki á þessum 11 árum sem eru frá því hún kom fyrst inn í landsliðið. Landsleikur Íslands og Slóveníu í júní var sá fyrsti sem Sara missti af síðan 2009. Hún hefur farið með íslenska liðinu á lokakeppnir Evrópumótsins og spilað marga stóra leiki, en enginn þeirra er eins stór og leikurinn á laugardag. Í fyrsta skipti í sögunni er uppselt á kvennalandsleik og mun Sara því leiða liðið út á völl fyrir framan tæp tíu þúsund manns. Hvernig er að hugsa til þess? „Ég er ótrúlega spennt. Maður á eflaust eftir að fá smá gæsahúð,“ sagði fyrirliðinn. „Það hefur ekki verið léleg mæting en það er eitthvað öðruvísi að fylla völlin. Við höfum verið að stefna að því og vorum alltaf að segja það í viðtölum að við vildum fylla völlinn. Við höfum stundum finnst mér aðeins of mikið í að biðja fólk um að koma á völlinn, en núna erum við ekkert mikið búnar að auglýsa eða biðja fólk að koma. Miðarnir hafa selst af sjálfu sér og mér finnst það geggjað.“ „Geggjaður leikur á móti besta liði í heimi og við erum í bullandi séns á að komast á HM. Við höfum aldrei verið eins nálægt þessu og núna. Þetta er bara einn leikur.“ „Freysi og Ási töluðu um það í klefanum, þetta snýst bara um að vera í núinu. Það eru allir að koma frá mismunandi stöðum, sumir búnir að eiga gott tímabil, margir búnir að eiga lélegt tímabil, leikmenn að koma úr meiðslum, en þetta snýst bara um laugardaginn.“ „Það skiptir engu máli hvað þú ert búinn að vera að gera fyrir það, þetta snýst bara um laugardaginn. Við þurfum allar að vera í toppstandi, besta útgáfan af okkur sjálfum, og þá geta hlutirnir gerst,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir. Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 14:55 á laugardaginn. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, í opinni dagskrá, og hefst upphitun klukkan 14:00. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. Íslenska þjóðin fann til með fyrirliðanum fimmtudagskvöldið 24. maí þegar hún haltraði út af Dynamo vellinum í Kænugarði á 57. mínútu úrslitaleiks Wolfsburg og Lyon í Meistaradeild Evrópu. Einn af hátindum ferilsins endaði sem ein mestu vonbrigðin. Annar hátindur bíður, eftir rúma tvo sólarhringa gætum við öll verið að fagna sæti Íslands í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Í vegi stendur eitt sterkasta landslið heims, Þýskaland. Þremur mánuðum eftir meiðslin, hvernig er standið á Söru?Sara Björk þurfti frá að hverfa í stærsta leik ferilsins í vorvísir/getty„Standið er gott á mér. Mér líður vel og ég er búin að leggja hart að mér til þess að geta komið til baka og spilað leikinn á móti Þýskalandi,“ sagði Sara Björk við Tómas Þór Þórðarson er þau settust niður á Laugardalsvelli í gær. „Þessi leikur var klárlega á bak við eyrað. Deildin er ekki byrjuð í Þýskalandi og við erum bara í undirbúningstímabili. Þetta var þessi fyrsti leikur sem mig langaði til að ná.“ „Ég er búin að ná að spila tvo æfingaleiki með Wolfsburg og mér líður bara vel eins og er, en ég þarf að hafa fyrir því og það hefur skilað sér.“ Sara Björk hefur ekki fengið auðveldastu leiðina í gegnum fótboltaferilinn og hefur þurft að hafa mikið fyrir því að komast á toppinn „Ég hef alltaf sagt að ég hef haft fyrir öllu því sem ég hef gert. Með harðri vinnu og mikilli vinnusemi þá hef ég komist á þann stað sem ég er í dag. Ég hef ekki fengið neitt gefins.“Hundrað prósent tilbúin Þrátt fyrir tvo æfingaleiki hefur Sara Björk ekki spilað skráðan mótsleik síðan í úrslitaleiknum í maí. Er hún alveg tilbúin í að spila 90 mínútur gegn stjörnunum í þýska liðinu? „Já, alveg 100 prósent. Mér finnst ég vera í góðu formi, ég er búin að æfa alveg ótrúlega vel með liðinu. Það var ekkert mjög létt tempó á æfingum með Wolfsburg sko,“ sagði Sara og glotti. „Við erum búnar að æfa tvisvar á dag og hlupum í æfingaferðinni 60 kílómetra á 8-9 dögum. Ætli maður sé ekki tilbúinn í 90 mínútur.“ „Það er svolítið gamli skólinn í Þýskalandi þannig að maður þarf að vera í góðu standi. Það er „basic“ formsatriði í þýsku deildinni að vera í hlaupaformi.“ „Mér líður ótrúlega vel og ég er bara tilbúin í laugardaginn.“Sara meiddist á hásin í vor en er nær einkennalaus í dagvísir/vilhelmLærði að hlusta á líkamann og hvíla Sara Björk skrifaði söguna þegar hún steig út á völlinn í Kænugarði í vor, varð fyrsti Íslendingurinn til þess að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen á gullmedalíu Meistaradeildarinnar frá dögum hans hjá Barcelona en hann var ónotaður varamaður í sjálfum úrslitaleiknum við Manchester United árið 2009. Það að meiðast í þessum leik og þurfa að horfa upp á lið sitt tapa leiknum í framlengingu hljóta að vera ein mestu vonbrigði ferilsins, ja og bara lífsins ? „Já, ég lennti svolítið bara á vegg,“ svaraði hreinskilin Sara. „Ég keyri svolítið á sjálfri mér og tek mér ekki mikla hvíld. Leikir sem ég hefði kannski átt að hvíla í deildinni, þar hefði ég átt að taka aðeins meiri ábyrgð og fara til þjálfarans og segjast ætla að hvíla. Ef mér líður vel þá er ég bara ekki þannig týpa að ég fari og taki hvíld.“ „En maður lærir af þessu líka. Ef ég horfi til baka og mætti breyta einhverju þá hefði ég gert það,“ sagði Sara. Hún er greinilega fljót að læra því hún er strax farin að taka þetta til sín. „Það voru tvær æfingar um daginn og allt í einu fann ég að ég var orðin þreytt í hásininni. Þá fór ég og sagðist ætla að hvíla seinni partinn. Þau [þjálfarateymi og lið Wolfsburg] voru bara „ha, ætlar þú að hvíla?“ Ég sagði bara „já, ég ætla að hvíla,“ og var ótrúlega stolt af sjálfri mér.“ Er á toppnum en Meistaradeildin er eftirSara Björk hefur lyft bæði bikar- og Þýskalandsmeistaratitlum síðustu tvö ár.vísir/getty„Ég held ég sé á toppnum, fótboltalega séð, þar sem gæðin eru og þar sem maður er í stöðu til þess að vinna flesta titla.“ Wolfsburg er eitt besta félagslið heims. Liðið hefur orðið Þýskalandsmeistari síðustu tvö ár og alls fjórum sinnum á síðustu sex árum. Liðið vann Meistaradeildina tvö ár í röð frá 2012-2014 og varð bikarmeistari síðustu fjögur ár í Þýskalandi. Sara var ekki með liðinu þessi ár sem liðið vann Meistaradeildina en hún hefur fulla trú á því að hún nái í þessa stærstu gullmedalíu félagsliða áður en ferillinn er úti. „Auðvitað er Meistaradeildin eftir en ég hef fulla trú á þessu liði sem ég er í núna að geta unnið Meistaradeildina.“ „Í úrslitaleiknum þá fannst mér við vera nokkrar sem vorum ekki 100 prósent, en á betri degi þá hefðum við getað unnið. Það kemur næsta tækifæri og ég er tilbúin í að grípa það aftur. Ég er handviss um að við getum komið okkur í sömu stöðu og í fyrra.“ Wolfsburg mætir Íslandsmeisturum Þórs/KA í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Fyrri leikurinn fer fram á Akureyri 12. september og sá seinni í Þýskalandi tveimur vikum seinna.Blátt haf íslenskra stuðningsmanna mun styðja stelpurnar á laugardagvísir/vilhelmSkiptir engu máli hvað þú ert búin að gera, þetta snýst allt um laugardaginn Árið 2007 spilaði Sara sinn fyrsta landsleik, aðeins 16 ára gömul. Hún var gerð að fyrirliða liðsins árið 2014 og hefur spilað 118 landsleiki á þessum 11 árum sem eru frá því hún kom fyrst inn í landsliðið. Landsleikur Íslands og Slóveníu í júní var sá fyrsti sem Sara missti af síðan 2009. Hún hefur farið með íslenska liðinu á lokakeppnir Evrópumótsins og spilað marga stóra leiki, en enginn þeirra er eins stór og leikurinn á laugardag. Í fyrsta skipti í sögunni er uppselt á kvennalandsleik og mun Sara því leiða liðið út á völl fyrir framan tæp tíu þúsund manns. Hvernig er að hugsa til þess? „Ég er ótrúlega spennt. Maður á eflaust eftir að fá smá gæsahúð,“ sagði fyrirliðinn. „Það hefur ekki verið léleg mæting en það er eitthvað öðruvísi að fylla völlin. Við höfum verið að stefna að því og vorum alltaf að segja það í viðtölum að við vildum fylla völlinn. Við höfum stundum finnst mér aðeins of mikið í að biðja fólk um að koma á völlinn, en núna erum við ekkert mikið búnar að auglýsa eða biðja fólk að koma. Miðarnir hafa selst af sjálfu sér og mér finnst það geggjað.“ „Geggjaður leikur á móti besta liði í heimi og við erum í bullandi séns á að komast á HM. Við höfum aldrei verið eins nálægt þessu og núna. Þetta er bara einn leikur.“ „Freysi og Ási töluðu um það í klefanum, þetta snýst bara um að vera í núinu. Það eru allir að koma frá mismunandi stöðum, sumir búnir að eiga gott tímabil, margir búnir að eiga lélegt tímabil, leikmenn að koma úr meiðslum, en þetta snýst bara um laugardaginn.“ „Það skiptir engu máli hvað þú ert búinn að vera að gera fyrir það, þetta snýst bara um laugardaginn. Við þurfum allar að vera í toppstandi, besta útgáfan af okkur sjálfum, og þá geta hlutirnir gerst,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir. Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 14:55 á laugardaginn. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, í opinni dagskrá, og hefst upphitun klukkan 14:00.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira