Nú ætla ég að skemmta mér í heimsborginni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Sigrún Edda fjallkona á leið í ræðustól að flytja ljóð á Austurvelli 17. júní síðastliðinn. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Berlín er í uppáhaldi hjá mér. Ég hef oft komið þangað áður, það er menningin og andrúmsloftið í borginni sem togar,“ segir Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona hress. Hún er á leið úr landi þegar hringt er í hana og ætlar að vakna sextug í þýsku höfuðborginni.Skyldi hún vera með fríðan flokk með sér? „Við erum bara tvö, ég og maðurinn minn, hoppuðum bara í helgarferð og ætlum að hafa það kósí.“ Eiginmaður Sigrúnar Eddu er Axel Hallkell Jóhannesson, hönnuður og tónlistarmaður, betur þekktur sem Langi Seli. Sigrún trúir mér fyrir því að fljótlega muni þau líka skella sér til Suður-Afríku. „Við áttum nefnilega silfurbrúðkaupsafmæli, svo þetta er dálítið stórt ár hjá okkur og langar að skoða heiminn í tilefni þess. Verðum rúmar tvær vikur í Suður-Afríku, það veitir ekkert af því þegar farið er svona langt og á svona framandi slóðir. Svo tekur bara vinnan við, eins og gengur.“ Sigrún kveðst fara í það að æfa hlutverk sitt í Ríkharði 3., jólaleikriti Borgarleikhússins, þegar hún komi heim úr langferðinni. „Það er nú ekkert slor,“ segir hún og bætir við: „Ég ætla að leika móður illmennisins, sem verður athyglisvert, ég á nefnilega svo yndisleg börn svo ég þarf að fara í heilmikla rannsókn. En Shakespeare leiðir mann alltaf á einhverjar slóðir sem hjálpa manni að skilja hlutina, þannig að þetta verður mjög spennandi. Svo tökum við aftur upp sýninguna Fólk – staðir – hlutir þannig að það verður nóg að gera, engu að kvíða með það.“ Sigrún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1981 og hefur verið á sviðinu síðan. Það kveðst hún afskaplega þakklát fyrir, enda sé það ekkert sjálfgefið.Þreytist hún aldrei? „Nei, ef maður elskar ekki það sem maður gerir þá endist maður ekki, allra síst í þessum bransa. Þetta er töff bransi. Enda hef ég þurft að vera með aðra hluti á kantinum. Ef maður ætlar að gera leiklist að ævistarfi á Íslandi verður maður að vera líka með járn í öðrum eldum, eins og að skrifa, tala inn á teiknimyndir og leikstýra. En ég lít alltaf á leikkonuna sem aðalstarf.“ Börn Sigrúnar Eddu eru tvö, Guðrún Birna og Kormákur, mannvænleg börn, að sögn móðurinnar, en hvorugt fetaði listaslóðina. „Dóttir mín er verkefnastjóri hjá menntamálastofnun og sonur minn er stjórnmálafræðingur og vinnur hjá Alþingi, þannig að ég framleiði embættismenn,“ segir hún hlæjandi. Ekki vil ég að væntanlegt afmælisbarn missi af flugvélinni svo ég óska Sigrúnu Eddu til hamingju með tímamótin og góðrar ferðar. „Já, þakka þér fyrir. Nú ætla ég að skemmta mér í heimsborginni. Bless, bless.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Sjá meira
„Berlín er í uppáhaldi hjá mér. Ég hef oft komið þangað áður, það er menningin og andrúmsloftið í borginni sem togar,“ segir Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona hress. Hún er á leið úr landi þegar hringt er í hana og ætlar að vakna sextug í þýsku höfuðborginni.Skyldi hún vera með fríðan flokk með sér? „Við erum bara tvö, ég og maðurinn minn, hoppuðum bara í helgarferð og ætlum að hafa það kósí.“ Eiginmaður Sigrúnar Eddu er Axel Hallkell Jóhannesson, hönnuður og tónlistarmaður, betur þekktur sem Langi Seli. Sigrún trúir mér fyrir því að fljótlega muni þau líka skella sér til Suður-Afríku. „Við áttum nefnilega silfurbrúðkaupsafmæli, svo þetta er dálítið stórt ár hjá okkur og langar að skoða heiminn í tilefni þess. Verðum rúmar tvær vikur í Suður-Afríku, það veitir ekkert af því þegar farið er svona langt og á svona framandi slóðir. Svo tekur bara vinnan við, eins og gengur.“ Sigrún kveðst fara í það að æfa hlutverk sitt í Ríkharði 3., jólaleikriti Borgarleikhússins, þegar hún komi heim úr langferðinni. „Það er nú ekkert slor,“ segir hún og bætir við: „Ég ætla að leika móður illmennisins, sem verður athyglisvert, ég á nefnilega svo yndisleg börn svo ég þarf að fara í heilmikla rannsókn. En Shakespeare leiðir mann alltaf á einhverjar slóðir sem hjálpa manni að skilja hlutina, þannig að þetta verður mjög spennandi. Svo tökum við aftur upp sýninguna Fólk – staðir – hlutir þannig að það verður nóg að gera, engu að kvíða með það.“ Sigrún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1981 og hefur verið á sviðinu síðan. Það kveðst hún afskaplega þakklát fyrir, enda sé það ekkert sjálfgefið.Þreytist hún aldrei? „Nei, ef maður elskar ekki það sem maður gerir þá endist maður ekki, allra síst í þessum bransa. Þetta er töff bransi. Enda hef ég þurft að vera með aðra hluti á kantinum. Ef maður ætlar að gera leiklist að ævistarfi á Íslandi verður maður að vera líka með járn í öðrum eldum, eins og að skrifa, tala inn á teiknimyndir og leikstýra. En ég lít alltaf á leikkonuna sem aðalstarf.“ Börn Sigrúnar Eddu eru tvö, Guðrún Birna og Kormákur, mannvænleg börn, að sögn móðurinnar, en hvorugt fetaði listaslóðina. „Dóttir mín er verkefnastjóri hjá menntamálastofnun og sonur minn er stjórnmálafræðingur og vinnur hjá Alþingi, þannig að ég framleiði embættismenn,“ segir hún hlæjandi. Ekki vil ég að væntanlegt afmælisbarn missi af flugvélinni svo ég óska Sigrúnu Eddu til hamingju með tímamótin og góðrar ferðar. „Já, þakka þér fyrir. Nú ætla ég að skemmta mér í heimsborginni. Bless, bless.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið