Við höfum verið lengi með augun á Þýskalandsleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2018 08:00 Glódís skoraði tvö mörk í síðasta landsleik. Fréttablaðið/Eyþór Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Íslands á Slóveníu í síðasta leik kvennalandsliðsins í júní. Með sigrinum komst Ísland aftur á topp síns riðils í undankeppni HM og opnaði um leið á möguleikann á að tryggja sér sæti á HM með sigri á Þýskalandi á laugardaginn. „Við vorum með frekar rólega æfingu á mánudaginn því flestir voru að spila um helgina. Það var meiri hraði á æfingunni í gær [í fyrradag] og svo verður taktísk æfing í dag [í gær],“ sagði Glódís í samtali við Fréttablaðið fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Leiksins gegn Þýskalandi hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda mikið undir: sæti á HM í Frakklandi á næsta ári. Íslenska kvennalandsliðið hefur þrisvar komist á EM en aldrei á HM. Stærsti landsleikurinn „Við höfum verið lengi með augun á þessum leik. Þetta er stór leikur og algjör úrslitaleikur,“ segir Glódís.Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún spilað 68 landsleiki. Hún segir að leikurinn gegn Þýskalandi sé stærsti leikur íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. „Ég held það, þetta er allavega sá stærsti sem ég hef tekið þátt í á mínum landsliðsferli,“ segir Kópavogsmærin. Ísland vann fyrri leikinn gegn Þýskalandi með þremur mörkum gegn tveimur. Síðan þá hafa orðið breytingar á þýska liðinu og það komið með nýjan þjálfara. En er þýska liðið á betri stað í dag en það var fyrir ári þegar það mætti því íslenska í Wiesbaden? „Já, líklega. Þær eru búnar að skipta um þjálfara og með frábært lið. Þótt það vanti stór nöfn hjá þeim koma bara önnur inn í staðinn,“ segir Glódís. „Við þurfum að loka á þeirra styrkleika sem eru margir. Svo verðum við að nýta skyndisóknirnar sem við fáum.“ Þótt athyglin hafi óhjákvæmilega verið á leiknum gegn Þýskalandi á laugardaginn mætir Ísland Tékklandi þremur dögum síðar. Sá leikur gæti reynst mikilvægur ef Íslendingar vinna ekki Þjóðverja. Jafntefli í leiknum á laugardaginn yrðu ágætis úrslit en þá þyrfti Ísland að vinna Tékkland til að tryggja sér farseðilinn á HM. Glódís segir að íslenska liðið spili til sigurs á laugardaginn en það sé meðvitað um að jafntefli gæti líka reynst dýrmætt. „Við stefnum á sigur en ef þetta endar með jafntefli er það eitthvað sem við getum unnið með. En þá verðum við að vinna á þriðjudaginn,“ segir Glódís. Uppselt í fyrsta sinn Uppselt er á leikinn gegn Þýskalandi en þetta er í fyrsta sinn sem uppselt er á kvennalandsleik á Íslandi. „Það er nýtt og frábært fyrir íslenskar íþróttir að það verði fullur völlur. Það er gaman fyrir alla,“ segir Glódís. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Íslands á Slóveníu í síðasta leik kvennalandsliðsins í júní. Með sigrinum komst Ísland aftur á topp síns riðils í undankeppni HM og opnaði um leið á möguleikann á að tryggja sér sæti á HM með sigri á Þýskalandi á laugardaginn. „Við vorum með frekar rólega æfingu á mánudaginn því flestir voru að spila um helgina. Það var meiri hraði á æfingunni í gær [í fyrradag] og svo verður taktísk æfing í dag [í gær],“ sagði Glódís í samtali við Fréttablaðið fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Leiksins gegn Þýskalandi hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda mikið undir: sæti á HM í Frakklandi á næsta ári. Íslenska kvennalandsliðið hefur þrisvar komist á EM en aldrei á HM. Stærsti landsleikurinn „Við höfum verið lengi með augun á þessum leik. Þetta er stór leikur og algjör úrslitaleikur,“ segir Glódís.Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún spilað 68 landsleiki. Hún segir að leikurinn gegn Þýskalandi sé stærsti leikur íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. „Ég held það, þetta er allavega sá stærsti sem ég hef tekið þátt í á mínum landsliðsferli,“ segir Kópavogsmærin. Ísland vann fyrri leikinn gegn Þýskalandi með þremur mörkum gegn tveimur. Síðan þá hafa orðið breytingar á þýska liðinu og það komið með nýjan þjálfara. En er þýska liðið á betri stað í dag en það var fyrir ári þegar það mætti því íslenska í Wiesbaden? „Já, líklega. Þær eru búnar að skipta um þjálfara og með frábært lið. Þótt það vanti stór nöfn hjá þeim koma bara önnur inn í staðinn,“ segir Glódís. „Við þurfum að loka á þeirra styrkleika sem eru margir. Svo verðum við að nýta skyndisóknirnar sem við fáum.“ Þótt athyglin hafi óhjákvæmilega verið á leiknum gegn Þýskalandi á laugardaginn mætir Ísland Tékklandi þremur dögum síðar. Sá leikur gæti reynst mikilvægur ef Íslendingar vinna ekki Þjóðverja. Jafntefli í leiknum á laugardaginn yrðu ágætis úrslit en þá þyrfti Ísland að vinna Tékkland til að tryggja sér farseðilinn á HM. Glódís segir að íslenska liðið spili til sigurs á laugardaginn en það sé meðvitað um að jafntefli gæti líka reynst dýrmætt. „Við stefnum á sigur en ef þetta endar með jafntefli er það eitthvað sem við getum unnið með. En þá verðum við að vinna á þriðjudaginn,“ segir Glódís. Uppselt í fyrsta sinn Uppselt er á leikinn gegn Þýskalandi en þetta er í fyrsta sinn sem uppselt er á kvennalandsleik á Íslandi. „Það er nýtt og frábært fyrir íslenskar íþróttir að það verði fullur völlur. Það er gaman fyrir alla,“ segir Glódís.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Sjá meira