Fjarlægðu atriði úr Predator vegna leikara sem hafði gengist við broti gegn barni Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2018 20:24 Olivia Munn í Predator. 20th Century Fox Leikkonan Olivia Munn er óhress með viðbrögð kvikmyndaversins Twentieth Century Fox eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni með að þurfa að leika á móti manni, sem gerst hefur sekur um kynferðisbrot gegn barni, í myndinni Predator sem er væntanleg í kvikmyndahús. Kvikmyndaverið hefur viðurkennt að hafa klippt senuna út þar sem Oliva Munn lék á móti manninum. Leikkonan gagnrýnir í dag hvað það tók kvikmyndaverið langan tíma að bregðast við kvörtunum hennar. Leikstjóri Predator, Shane Black, ákvað að ráða vin sinn Steven Wilder Striegel í lítið hlutverk í myndina. Striegel lék skokkara sem reynir við persónu Munn í myndinni. Þegar Munn komst að því í sumar að Striegel hefði gengist við broti og setið inni lét hún kvikmyndaverið vita sem ákvað á endanum að klippa alla senuna úr myndinni. Munn segir í dag að hún vildi óska að kvikmyndaverið hefði brugðist betur við kvörtun hennar og segist hafa mætt þögn stjórnenda þegar hún kom henni á framfæri. „Það var algjör þögn í tvo daga eftir að ég hafði hringt í þá,“ segir Munn í viðtali við Variety. „Ég þurfti að hringja aftur og segja þeim að mér liði ekki vel með að eiga að kynna MTV verðlaunin með Keegan Michael Key (sem einnig leikur í myndinni) nema að búið væri að klippa gaurinn úr myndinni.“Shane Black hefur beðist afsökunar á því að hafa ráðið vin sinn og segir tilraunir sínar til að hafa reyna að rétta honum hjálparhönd hafa borið vitni um slæma dómgreind. „Ég trúi á að fólk eigi að fá annað tækifæri – en svo kemst maður að því að sumir eiga það kannski ekki jafn mikið skilið og maður hafði vonað.“Predator verður frumsýnd hér á landi 14. september. Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikkonan Olivia Munn er óhress með viðbrögð kvikmyndaversins Twentieth Century Fox eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni með að þurfa að leika á móti manni, sem gerst hefur sekur um kynferðisbrot gegn barni, í myndinni Predator sem er væntanleg í kvikmyndahús. Kvikmyndaverið hefur viðurkennt að hafa klippt senuna út þar sem Oliva Munn lék á móti manninum. Leikkonan gagnrýnir í dag hvað það tók kvikmyndaverið langan tíma að bregðast við kvörtunum hennar. Leikstjóri Predator, Shane Black, ákvað að ráða vin sinn Steven Wilder Striegel í lítið hlutverk í myndina. Striegel lék skokkara sem reynir við persónu Munn í myndinni. Þegar Munn komst að því í sumar að Striegel hefði gengist við broti og setið inni lét hún kvikmyndaverið vita sem ákvað á endanum að klippa alla senuna úr myndinni. Munn segir í dag að hún vildi óska að kvikmyndaverið hefði brugðist betur við kvörtun hennar og segist hafa mætt þögn stjórnenda þegar hún kom henni á framfæri. „Það var algjör þögn í tvo daga eftir að ég hafði hringt í þá,“ segir Munn í viðtali við Variety. „Ég þurfti að hringja aftur og segja þeim að mér liði ekki vel með að eiga að kynna MTV verðlaunin með Keegan Michael Key (sem einnig leikur í myndinni) nema að búið væri að klippa gaurinn úr myndinni.“Shane Black hefur beðist afsökunar á því að hafa ráðið vin sinn og segir tilraunir sínar til að hafa reyna að rétta honum hjálparhönd hafa borið vitni um slæma dómgreind. „Ég trúi á að fólk eigi að fá annað tækifæri – en svo kemst maður að því að sumir eiga það kannski ekki jafn mikið skilið og maður hafði vonað.“Predator verður frumsýnd hér á landi 14. september.
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira