Fótbolti

Þjóðadeildin í dag: Kjaftað um nýja tíma hjá Íslandi yfir kaffibolla í Kópavogi

Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar
vísir/arnar halldórsson
Það er leikdagur. Þjóðadeildin hefst hjá Íslandi í dag þegar að liðið mætir Sviss klukkan 16.00 í St. Gallen en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Guðmundur Benediktsson og Tómas Þór Þórðarson eru í St. Gallen, eða réttara sagt í Herisau sem er úthverfi í St. Gallen, eiginlega Kópavogur borgarinnar.

Þeir fengu sér kaffibolla í morgun og ræddu aðeins þessa fyrstu viku nýs þjálfara en Gummi Ben sá allar æfingar og veit byrjunarliðið. Eða svo heldur hann. Kemur Hamrén svo kannski á óvart?

Guðlaugur Victor Pálsson fær tækifæri til að sanna sig sem er spennandi en Gummi Ben er á því að annað hort töpum við sannfærandi eða vinnum leikinn. Það er ekkert þar á milli.

Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×