Fótbolti

Leikurinn gegn Sviss í beinni á Stöð 2 Sport og Bylgjunni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki á Laugardalsvelli. Skorar hann í Sviss í dag?
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki á Laugardalsvelli. Skorar hann í Sviss í dag? Vísir/Andri Marinó
Ísland mætir Sviss í St. Gallen í dag í fyrsta leik liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og á Bylgjunni.

Erik Hamrén stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta skipti í þessum leik og fær hann erfiða frumraun. Sviss er í áttunda sæti á styrkleikalista FIFA og með valinn mann í hverju rúmi.

Það hefur mikla þýðingu fyrir íslenska liðið að ná að halda sér í A deild Þjóðadeildarinnar, þar eru bestu liðin og betri möguleikar á sæti í lokakeppni EM.

Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:15 á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 16:00. Í settinu verða sérfræðingarnir og fyrrum landsliðsmennirnir Eiður Smári Guðjohnsen og Ólafur Ingi Skúlason.

Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum úti í St. Gallen og verður lýsing hans einnig send út á Bylgjunni.

Hægt verður að kaupa leikinn sem stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans. Þá verður hann einnig í beinni textalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×