Julen Lopetegui tók við Real Madrid í sumar. Hann segir Karim Benzema og Gareth Bale minna sig á krakka á æfingum.
Bale hefur skorað í öllum þremur leikjum Real í deildinni til þessa og Benzema skoraði tvennu í tveimur leikjum í röð.
„Þeir voru, eru og munu áfram vera frábærir fótboltamenn,“ sagði Lopetegui. „Áhuginn og viljinn til að vinna vinnuna er frábær og þeir eru eins og litlir krakkar á æfingum.“
„Við erum frábært lið, án nokkurs vafa.“
Real byrjaði ekki vel á síðasta tímabili en er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki á þessu nýja tímabili líkt og Barcelona.
Benzema og Bale „eins og krakkar“ á æfingum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
