Stelpurnar okkar geta nú sett stefnuna á EM í Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 12:30 Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki sínu á EM 2017. Vísir/Getty England er eina þjóðin sem sótti um að halda næsta Evrópumeistaramót kvenna í fótbolta sem fer fram sumarið 2021. Íslenska kvennalandsliðið missti af HM-sæti á þriðjudaginn og næst á dagskrá hjá stelpunum er því að vinna sér sæti á næsta EM. Nú er orðið nánast öruggt að það Evrópumót fer fram í Englandi en UEFA hefur staðfest að ekkert annað framboð hafi skilað sér inn til þeirra. Það voru sögusagnir um áhuga frá Austurríki og Ungverjalandi að halda mótið saman en ekkert varð að því. BBC segir frá. UEFA mun taka endanlega ákvörðun 3. desember næstkomandi og þarf enska sambandið væntanlega að uppfylla einhverjar kröfur frá UEFA fyrir þann tíma. Það verður hins vegar engin kosning. Samkvæmt framboði enska knattspyrnusambandsins þá mun úrslitaleikurinn fara fram á Wembley og aðrir vellir keppninnar verða síðan Amex Stadium í Brighton, Community Stadium hjá Brentford, MK Dons leikvangurinn, Academy Stadium hjá Manchester City, Meadow Lane hjá Notts County, Abax Stadium hjá Peterborough, New York Stadium hjá Rotherham og Bramall Lane hjá Sheffield United. Það verða því fáir leikvangar úr ensku úrvalsdeildinni og enginn Old Trafford, Anfield, Stamford Bridge eða Emirates. Engu að síður en mjög spennandi fyrir íslensku stelpurnar að fá að spila á Evrópumóti í Englandi. Íslenskir stuðningsmenn munu örugglega fjölmenn til Englands komist íslenska liðið í lokakeppnina. Íslenska kvennalandsliðið hefur komist inn á þrjú síðustu Evrópumót en stelpurnar okkar voru í Finnlandi 2009, í Svíþjóð 2013 og í Hollandi 2017. Nú er bara að vona að þær verði líka i Englandi 2021. Það verður dregið í undankeppni EM 2021 í febrúar næstkomandi en sextán af mögulega 54 þjóðum innan UEFA verða í lokakeppninni sumarið 2021. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Real Madríd í vænlegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Sjá meira
England er eina þjóðin sem sótti um að halda næsta Evrópumeistaramót kvenna í fótbolta sem fer fram sumarið 2021. Íslenska kvennalandsliðið missti af HM-sæti á þriðjudaginn og næst á dagskrá hjá stelpunum er því að vinna sér sæti á næsta EM. Nú er orðið nánast öruggt að það Evrópumót fer fram í Englandi en UEFA hefur staðfest að ekkert annað framboð hafi skilað sér inn til þeirra. Það voru sögusagnir um áhuga frá Austurríki og Ungverjalandi að halda mótið saman en ekkert varð að því. BBC segir frá. UEFA mun taka endanlega ákvörðun 3. desember næstkomandi og þarf enska sambandið væntanlega að uppfylla einhverjar kröfur frá UEFA fyrir þann tíma. Það verður hins vegar engin kosning. Samkvæmt framboði enska knattspyrnusambandsins þá mun úrslitaleikurinn fara fram á Wembley og aðrir vellir keppninnar verða síðan Amex Stadium í Brighton, Community Stadium hjá Brentford, MK Dons leikvangurinn, Academy Stadium hjá Manchester City, Meadow Lane hjá Notts County, Abax Stadium hjá Peterborough, New York Stadium hjá Rotherham og Bramall Lane hjá Sheffield United. Það verða því fáir leikvangar úr ensku úrvalsdeildinni og enginn Old Trafford, Anfield, Stamford Bridge eða Emirates. Engu að síður en mjög spennandi fyrir íslensku stelpurnar að fá að spila á Evrópumóti í Englandi. Íslenskir stuðningsmenn munu örugglega fjölmenn til Englands komist íslenska liðið í lokakeppnina. Íslenska kvennalandsliðið hefur komist inn á þrjú síðustu Evrópumót en stelpurnar okkar voru í Finnlandi 2009, í Svíþjóð 2013 og í Hollandi 2017. Nú er bara að vona að þær verði líka i Englandi 2021. Það verður dregið í undankeppni EM 2021 í febrúar næstkomandi en sextán af mögulega 54 þjóðum innan UEFA verða í lokakeppninni sumarið 2021.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Real Madríd í vænlegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti