Ókláraðar þotur hrannast upp hjá Boeing Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2018 11:28 Gríðarleg eftirspurn er eftir Boeing 737 MAX flugvélunum. Vísir/Getty Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing skortir nú pláss í grennd við verksmiðju fyrirtækisins í Washington-ríki Bandaríkjanna. Ástæðan er sú að ókláraðar 737 MAX þotur framleiðandans hrannast nú upp vegna þess að framleiðandi þotuhreyflanna annar ekki eftirspurn Boeing.Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal sem byggir hana á gögnum og viðtölum við embættismenn og yfirvöld í nærliggjandi sveitarfélögum sem hafa fengið beiðni um hvort hægt sé að fá pláss fyrir hinar ókláruðu þotur á hinum ýmsu flugvöllum í grennd við verksmiðju Boeing. Gríðarleg eftirspurn er eftir hinum nýju 737 MAX flugvélum Boeing og hefur Icelandair meðal annars tekið slíkar þotur í notkun. Um 4.500 slíkar þotur eru í pöntun en fyrirtækið framleiðir um 50 slíkar þotur á mánuði, í júlí gat Boeing hins vegar aðeins afhent 29.Vélarnar eru framleiddar í grennd við Seattle.Vísir/GettySetja tímabundna hreyfla á flugvélarnar svo hægt sé að fljúga þeim burt Sem fyrr segir liggur vandamálið hjá CFM, sem framleiðir þotuhreyfla í flugvélarnar, en einnig hjá Spirit Aerosystem sem framleiðir flugvélaskrokka- og íhluti fyrir Boeing. „Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðsluferlið þar sem við sjáum nú að flugvélarnar eru tilbúnar að öllu leyti nema að það vantar hreyflanna,“ skrifaði starfsmaður flugvallar í grennd við Boeing í tölvupósti til Flugmálastjórnar Bandaríkjanna vegna vandamálsins. Þar sem Boeing getur ekki afhent vélarnar til viðskiptavina og lítið sem ekkert pláss sé eftir við verksmiðjuna hefur fyrirtækið þurft að leita til flugvalla í nágrenninu á meðan beðið er eftir nýju hreyflunum. Eru vélarnar útbúnar hreyflum svo fljúga megi þeim á flugvellina þar sem þær eru geymdar. Hreyflarnir eru svo teknir af og notaðir á aðrar vélar sem þarf að geyma. Boeing reiknar þó með að vandamálið sé ekki viðvarandi og að það hafi ekki haft teljandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. Þá hafi fyrirtækin sem framleiði íhlutina sem vantar tilkynnt um að framleiðsluferli þeirra muni nú geta annað eftirspurn Boeing. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing skortir nú pláss í grennd við verksmiðju fyrirtækisins í Washington-ríki Bandaríkjanna. Ástæðan er sú að ókláraðar 737 MAX þotur framleiðandans hrannast nú upp vegna þess að framleiðandi þotuhreyflanna annar ekki eftirspurn Boeing.Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal sem byggir hana á gögnum og viðtölum við embættismenn og yfirvöld í nærliggjandi sveitarfélögum sem hafa fengið beiðni um hvort hægt sé að fá pláss fyrir hinar ókláruðu þotur á hinum ýmsu flugvöllum í grennd við verksmiðju Boeing. Gríðarleg eftirspurn er eftir hinum nýju 737 MAX flugvélum Boeing og hefur Icelandair meðal annars tekið slíkar þotur í notkun. Um 4.500 slíkar þotur eru í pöntun en fyrirtækið framleiðir um 50 slíkar þotur á mánuði, í júlí gat Boeing hins vegar aðeins afhent 29.Vélarnar eru framleiddar í grennd við Seattle.Vísir/GettySetja tímabundna hreyfla á flugvélarnar svo hægt sé að fljúga þeim burt Sem fyrr segir liggur vandamálið hjá CFM, sem framleiðir þotuhreyfla í flugvélarnar, en einnig hjá Spirit Aerosystem sem framleiðir flugvélaskrokka- og íhluti fyrir Boeing. „Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðsluferlið þar sem við sjáum nú að flugvélarnar eru tilbúnar að öllu leyti nema að það vantar hreyflanna,“ skrifaði starfsmaður flugvallar í grennd við Boeing í tölvupósti til Flugmálastjórnar Bandaríkjanna vegna vandamálsins. Þar sem Boeing getur ekki afhent vélarnar til viðskiptavina og lítið sem ekkert pláss sé eftir við verksmiðjuna hefur fyrirtækið þurft að leita til flugvalla í nágrenninu á meðan beðið er eftir nýju hreyflunum. Eru vélarnar útbúnar hreyflum svo fljúga megi þeim á flugvellina þar sem þær eru geymdar. Hreyflarnir eru svo teknir af og notaðir á aðrar vélar sem þarf að geyma. Boeing reiknar þó með að vandamálið sé ekki viðvarandi og að það hafi ekki haft teljandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. Þá hafi fyrirtækin sem framleiði íhlutina sem vantar tilkynnt um að framleiðsluferli þeirra muni nú geta annað eftirspurn Boeing.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00