Vogunarsjóðurinn hyggst eiga Lykil áfram Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 5. september 2018 08:00 Lykill hét áður Lýsing. Fréttablaðið/Stefán Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára eftir að viðræðum um kaup TM á fyrirtækinu var slitið fyrr í sumar. Áformin voru kynnt hluthöfum Klakka, en íslenskir lífeyrissjóðir eiga samtals um sex prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu, á aðalfundi félagsins um miðjan síðasta mánuð. Ekki liggur fyrir hve lengi Davidson Kempner hyggst halda á eignarhlutnum í Lykli en þó er talið ljóst að hluturinn verði ólíklega settur í söluferli á nýjan leik innan að minnsta kosti tveggja ára. Samkvæmt heimildum Markaðarins stendur vilji vogunarsjóðsins til þess að auka umsvif Lykils hér á landi og breikka vöruframboð félagsins. Lykill starfar á sviði eignafjármögnunar og fjármagnar meðal annars bíla-, véla- og tækjakaup. Áform Klakka um að selja Lykil runnu út í sandinn eftir að það slitnaði upp úr viðræðum félagsins við TM í júlí. Ástæða viðræðuslitanna var einkum sú að tilboð tryggingafélagsins, sem hljóðaði upp á 10,6 milljarða króna, var ekki í samræmi við væntingar stjórnenda og eigenda Lykils. Að sögn kunnugra hafði stjórn Klakka gert sér vonir um að selja Lykil á verði sem endurspeglaði að fullu bókfært eigið fé eignaleigufélagsins en það var ríflega 13,2 milljarðar í lok júní. Til samanburðar var tilboð TM á genginu 0,8 miðað við eigið fé félagsins. Talsverður hluti eigna Lykils er í formi reiðufjár, eða um 5,5 milljarðar í árslok 2017, og meðal annars af þeim sökum þótti stjórn Klakka ekki ástæða til að selja félagið á miklum afslætti miðað við eigið fé þess.Fór fram á seljendalán Samkvæmt heimildum Markaðarins fór TM jafnframt fram á að fá seljendalán til þess að fjármagna kaupin en fulltrúar Klakka vildu ekki fallast á það. Þá hjálpaði það ekki til í söluferlinu, að sögn viðmælenda Markaðarins, að á sama tíma og á ferlinu stóð hafi 29 prósenta hlutur í öðru fjármálafyrirtæki, Arion banka, verið seldur á genginu 0,67 fyrir hverja krónu eigin fjár. Er talið að gengi bankans í hlutafjárútboðinu, sem lauk um miðjan júní, hafi sett viðmið í verðlagningu sem fjárfestar tóku tillit til þegar þeir gerðu tilboð í Lykil. Hlutabréf í Arion banka ganga nú kaupum og sölum á genginu 0,81 sinnum eigið fé bankans. Klakki setti Lykil í söluferli í desember í fyrra en norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hafði umsjón með ferlinu. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, sagði á afkomufundi með fjárfestum í lok síðasta mánaðar að slitnað hefði upp úr viðræðunum þar sem „menn náðu ekki saman um stór atriði“. Mikil vinna hefði verið lögð í málið af hálfu félagsins og það væri vinna sem gæti nýst áfram í framtíðinni. Stjórnendur hefðu litið á kaupin sem „strategíska“ fjárfestingu og myndu áfram horfa til þess að auka vöruúrval þess. „Þar er fjármögnunarstarfsemi klárlega eitthvað sem við lítum til ásamt fleiri fjármálatengdum afurðum,“ nefndi Sigurður. Stærsti eigandi Klakka er sem fyrr segir vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, í gegnum írska skúffufyrirtækið Burlington Management, með um 75 prósenta hlut. Sjóðurinn var einn stærsti kröfuhafi föllnu bankanna en sá sem hefur stýrt starfsemi sjóðsins hér á landi er sem kunnugt er Jeremey Clement Lowe, einnig þekktur sem „Herra Ísland“. Auk ýmissa lífeyrissjóða eru aðrir hluthafar Klakka meðal annars félög á vegum bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar, viðskiptafélaga þeirra og fyrrverandi forstjóra Exista. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára eftir að viðræðum um kaup TM á fyrirtækinu var slitið fyrr í sumar. Áformin voru kynnt hluthöfum Klakka, en íslenskir lífeyrissjóðir eiga samtals um sex prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu, á aðalfundi félagsins um miðjan síðasta mánuð. Ekki liggur fyrir hve lengi Davidson Kempner hyggst halda á eignarhlutnum í Lykli en þó er talið ljóst að hluturinn verði ólíklega settur í söluferli á nýjan leik innan að minnsta kosti tveggja ára. Samkvæmt heimildum Markaðarins stendur vilji vogunarsjóðsins til þess að auka umsvif Lykils hér á landi og breikka vöruframboð félagsins. Lykill starfar á sviði eignafjármögnunar og fjármagnar meðal annars bíla-, véla- og tækjakaup. Áform Klakka um að selja Lykil runnu út í sandinn eftir að það slitnaði upp úr viðræðum félagsins við TM í júlí. Ástæða viðræðuslitanna var einkum sú að tilboð tryggingafélagsins, sem hljóðaði upp á 10,6 milljarða króna, var ekki í samræmi við væntingar stjórnenda og eigenda Lykils. Að sögn kunnugra hafði stjórn Klakka gert sér vonir um að selja Lykil á verði sem endurspeglaði að fullu bókfært eigið fé eignaleigufélagsins en það var ríflega 13,2 milljarðar í lok júní. Til samanburðar var tilboð TM á genginu 0,8 miðað við eigið fé félagsins. Talsverður hluti eigna Lykils er í formi reiðufjár, eða um 5,5 milljarðar í árslok 2017, og meðal annars af þeim sökum þótti stjórn Klakka ekki ástæða til að selja félagið á miklum afslætti miðað við eigið fé þess.Fór fram á seljendalán Samkvæmt heimildum Markaðarins fór TM jafnframt fram á að fá seljendalán til þess að fjármagna kaupin en fulltrúar Klakka vildu ekki fallast á það. Þá hjálpaði það ekki til í söluferlinu, að sögn viðmælenda Markaðarins, að á sama tíma og á ferlinu stóð hafi 29 prósenta hlutur í öðru fjármálafyrirtæki, Arion banka, verið seldur á genginu 0,67 fyrir hverja krónu eigin fjár. Er talið að gengi bankans í hlutafjárútboðinu, sem lauk um miðjan júní, hafi sett viðmið í verðlagningu sem fjárfestar tóku tillit til þegar þeir gerðu tilboð í Lykil. Hlutabréf í Arion banka ganga nú kaupum og sölum á genginu 0,81 sinnum eigið fé bankans. Klakki setti Lykil í söluferli í desember í fyrra en norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hafði umsjón með ferlinu. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, sagði á afkomufundi með fjárfestum í lok síðasta mánaðar að slitnað hefði upp úr viðræðunum þar sem „menn náðu ekki saman um stór atriði“. Mikil vinna hefði verið lögð í málið af hálfu félagsins og það væri vinna sem gæti nýst áfram í framtíðinni. Stjórnendur hefðu litið á kaupin sem „strategíska“ fjárfestingu og myndu áfram horfa til þess að auka vöruúrval þess. „Þar er fjármögnunarstarfsemi klárlega eitthvað sem við lítum til ásamt fleiri fjármálatengdum afurðum,“ nefndi Sigurður. Stærsti eigandi Klakka er sem fyrr segir vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, í gegnum írska skúffufyrirtækið Burlington Management, með um 75 prósenta hlut. Sjóðurinn var einn stærsti kröfuhafi föllnu bankanna en sá sem hefur stýrt starfsemi sjóðsins hér á landi er sem kunnugt er Jeremey Clement Lowe, einnig þekktur sem „Herra Ísland“. Auk ýmissa lífeyrissjóða eru aðrir hluthafar Klakka meðal annars félög á vegum bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar, viðskiptafélaga þeirra og fyrrverandi forstjóra Exista.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira