Gerðu lítið úr leikara The Cosby Show fyrir að vinna á kassa í kjörbúð Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2018 16:11 Til vinstri má sjá umrædda mynd af Owens við störf afgreiðslustörf í verslun keðjunnar Trader Joe's í New Jersey í Bandaríkjunum. Til hægri má sjá Owens er hann var á hátindi Cosby-ferilsins á níunda áratugnum. Mynd/Samsett Bandaríski leikarinn Geoffrey Owens, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Elvin Tibideaux í þáttaröðinni The Cosby Show, varð fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum á dögunum eftir að mynd af honum við störf á kassa í verslun keðjunnar Trader Joe‘s var dreift á netinu. Fyrst voru birtar myndir af Owens við störf í búðinni á vef Daily Mail. Mörgum samfélagsmiðlanotendum þótti miðillinn gera lítið úr Owens með fyrirsögninni, sem undirstrikaði vistaskiptin, auk þess sem sérstaklega var tekið fram í greininni að bolur leikarans væri „blettóttur“ er hann „vigtaði poka af kartöflum“. Þá hafa fjölmargir stokkið Owens til varnar á samfélagsmiðlum eftir að myndirnar komust í dreifingu. Leikkonan Justine Bateman var harðorð í garð þeirra sem mynduðu Owens og sagði umrædda einstaklinga „hyski“.So, 26 years after one TV job, this guy looks differently (shock) and is earning an honest living at a Trader Joe's. The people taking his picture and passing judgment are trash. https://t.co/OUbOORk6jW— Justine Bateman (@JustineBateman) September 1, 2018 Breski leikarinn Chris Rankin, sem fór með hlutverk Percy Weasley í kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter, tjáði sig einnig um málið. Rankin sagðist sjálfur hafa unnið hjá bresku veitingastaðakeðjunni Wetherspoons eftir að hann lék í myndunum. „Þú gerir það sem þú þarft að gera og maður á ekki að skammast sín fyrir það,“ skrifaði Rankin í færslu á Twitter-reikning sínum.I worked in a Wetherspoons kitchen after being in Harry Potter. I needed a job, no shame in that. And you know what? I really enjoyed it! You do what you need to do and that's nothing to be ashamed of. https://t.co/1RI8sltHMe— Chris Rankin (@chrisrankin) September 1, 2018 Bandaríski leikarinn Terry Crews, sem lék amerískan fótbolta í NFL-deildinni áður en hann sló í gegn á hvíta tjaldinu, tók undir með Rankin. Crews sagðist hafa skúrað gólf eftir að fótboltaferlinum lauk. „Ég endurtæki leikinn ef ég þyrfti,“ skrifaði Crews.I swept floors AFTER the @NFL. If need be, I'd do it again. Good honest work is nothing to be ashamed of. https://t.co/8mseCpaIqz— terrycrews (@terrycrews) September 2, 2018 Þá hefur myndbirtingin orðið til þess að myllumerkinu #ActorsWithDayJobs, eða „leikarar í dagvinnu“, var hleypt af stokkunum. Þar eru leikarar og aðrir listamenn, sem hafa neyðst til að vinna önnur störf meðfram listinni, hvattir til að segja sögu sína.This #LaborDay, we honor #geoffreyowens & ALL of the hard-working actors & artists who work 1, 2, 3 day jobs in order to pay the bills, take care of their families & still work to entertain us. #ActorsWithDayJobs, please share yours! We're here for u & will RT #ActorsWithDayJobs— SAG-AFTRA Foundation (@sagaftraFOUND) September 3, 2018 Owens er 57 ára og fór, eins og áður sagði, með hlutverk eiginmanns Sondru Huxtable, elstu dóttur Huxtable-hjónanna í síðustu fimm þáttaröðum hinna geisivinsælu The Cosby Show. Hann hefur síðan farið með hlutverk í þáttum á borð við Law & Order og It‘s Always Funny in Philadelphia. Þá hefur Owens einnig farið með hlutverk á sviði, kennt leiklist og unnið sem leikstjóri síðan hann lagði Cosby-skóna á hilluna. Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Bandaríski leikarinn Geoffrey Owens, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Elvin Tibideaux í þáttaröðinni The Cosby Show, varð fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum á dögunum eftir að mynd af honum við störf á kassa í verslun keðjunnar Trader Joe‘s var dreift á netinu. Fyrst voru birtar myndir af Owens við störf í búðinni á vef Daily Mail. Mörgum samfélagsmiðlanotendum þótti miðillinn gera lítið úr Owens með fyrirsögninni, sem undirstrikaði vistaskiptin, auk þess sem sérstaklega var tekið fram í greininni að bolur leikarans væri „blettóttur“ er hann „vigtaði poka af kartöflum“. Þá hafa fjölmargir stokkið Owens til varnar á samfélagsmiðlum eftir að myndirnar komust í dreifingu. Leikkonan Justine Bateman var harðorð í garð þeirra sem mynduðu Owens og sagði umrædda einstaklinga „hyski“.So, 26 years after one TV job, this guy looks differently (shock) and is earning an honest living at a Trader Joe's. The people taking his picture and passing judgment are trash. https://t.co/OUbOORk6jW— Justine Bateman (@JustineBateman) September 1, 2018 Breski leikarinn Chris Rankin, sem fór með hlutverk Percy Weasley í kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter, tjáði sig einnig um málið. Rankin sagðist sjálfur hafa unnið hjá bresku veitingastaðakeðjunni Wetherspoons eftir að hann lék í myndunum. „Þú gerir það sem þú þarft að gera og maður á ekki að skammast sín fyrir það,“ skrifaði Rankin í færslu á Twitter-reikning sínum.I worked in a Wetherspoons kitchen after being in Harry Potter. I needed a job, no shame in that. And you know what? I really enjoyed it! You do what you need to do and that's nothing to be ashamed of. https://t.co/1RI8sltHMe— Chris Rankin (@chrisrankin) September 1, 2018 Bandaríski leikarinn Terry Crews, sem lék amerískan fótbolta í NFL-deildinni áður en hann sló í gegn á hvíta tjaldinu, tók undir með Rankin. Crews sagðist hafa skúrað gólf eftir að fótboltaferlinum lauk. „Ég endurtæki leikinn ef ég þyrfti,“ skrifaði Crews.I swept floors AFTER the @NFL. If need be, I'd do it again. Good honest work is nothing to be ashamed of. https://t.co/8mseCpaIqz— terrycrews (@terrycrews) September 2, 2018 Þá hefur myndbirtingin orðið til þess að myllumerkinu #ActorsWithDayJobs, eða „leikarar í dagvinnu“, var hleypt af stokkunum. Þar eru leikarar og aðrir listamenn, sem hafa neyðst til að vinna önnur störf meðfram listinni, hvattir til að segja sögu sína.This #LaborDay, we honor #geoffreyowens & ALL of the hard-working actors & artists who work 1, 2, 3 day jobs in order to pay the bills, take care of their families & still work to entertain us. #ActorsWithDayJobs, please share yours! We're here for u & will RT #ActorsWithDayJobs— SAG-AFTRA Foundation (@sagaftraFOUND) September 3, 2018 Owens er 57 ára og fór, eins og áður sagði, með hlutverk eiginmanns Sondru Huxtable, elstu dóttur Huxtable-hjónanna í síðustu fimm þáttaröðum hinna geisivinsælu The Cosby Show. Hann hefur síðan farið með hlutverk í þáttum á borð við Law & Order og It‘s Always Funny in Philadelphia. Þá hefur Owens einnig farið með hlutverk á sviði, kennt leiklist og unnið sem leikstjóri síðan hann lagði Cosby-skóna á hilluna.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira