Þjálfarar Íslands og Englands komast ekki í Sky-úrvalslið þjálfara í Þjóðadeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2018 14:30 Erik Hamrén, nýr þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Þjóðadeildin er framundan og fyrsti leikur Íslands er á móti Sviss á laugardaginn. Sky Sports hitaði upp fyrir Þjóðadeildina með því að velja úrvalslið landsliðsþjálfaranna. Tilefnið er að margar gamlar knattspyrnustjörnur eru nú orðnar landsliðsþjálfarar en þar má nefna stórstjörnur eins og þeir Roberto Mancini, Ronald Koeman, Andriy Shevchenko og Ryan Giggs.MANAGERS XI There are some brilliant former players now coaching national teams in Europe. Find out why there's no place for Gareth Southgate in our UEFA Nations League Managers XI...https://t.co/MKd6Asumk0pic.twitter.com/SpAnzoDOye — Sky Sports Football (@SkyFootball) September 4, 2018Tveir af þeim landsliðsþjálfurum sem komast aftur á móti ekki í liðið eru Erik Hamrén, nýr þjálfari íslenska landsliðsins og Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins. Það er kannski skiljanlegt að Erik Hamrén komist ekki í liðið enda var knattspyrnuferill hans látlaus með sænska félögunum Ljusdals IF og Stockviks FF. Hamrén var líka farinn að þjálfa þrítugur. Knattspyrnuferill Gareth Southgate var hins vegar mun glæsilegri. Gareth Southgate spilaði meðal annars 57 landsleiki fyrir England og yfir 500 deildarleiki í enska boltanum með Crystal Palace, Aston Villa og Middlesbrough. Samkeppnin um sæti í úrvalsliði Sky Sports er hörð enda eru margar goðsagnir að þjálfa landsliðin i Þjóðadeildinni. Úrvalsliðið er þannig skipað:Sky Sports úrvalslið þjálfara í ÞjóðadeildinniMarkvörður Stanislav Cherchesov, þjálfari RússlandsVarnarmenn Christian Panucci, þjálfari Albaníu Ronald Koeman, þjálfari Hollands Alex McLeish, þjálfari Skotlands Luis Enrique, þjálfari SpánarMiðjumenn Martin O'Neill, þjálfri Írlands Didier Deschamps, þjálfari Frakklands Robert Prosinecki, þjálfari Bosníu Ryan Giggs, þjálfari WalesSóknarmenn Roberto Mancini, þjálfari Ítalíu Andriy Shevchenko, þjálfari Úkraínu Það má finna meira um þessa samantekt Sky Sports með því að smella hér. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Þjóðadeildin er framundan og fyrsti leikur Íslands er á móti Sviss á laugardaginn. Sky Sports hitaði upp fyrir Þjóðadeildina með því að velja úrvalslið landsliðsþjálfaranna. Tilefnið er að margar gamlar knattspyrnustjörnur eru nú orðnar landsliðsþjálfarar en þar má nefna stórstjörnur eins og þeir Roberto Mancini, Ronald Koeman, Andriy Shevchenko og Ryan Giggs.MANAGERS XI There are some brilliant former players now coaching national teams in Europe. Find out why there's no place for Gareth Southgate in our UEFA Nations League Managers XI...https://t.co/MKd6Asumk0pic.twitter.com/SpAnzoDOye — Sky Sports Football (@SkyFootball) September 4, 2018Tveir af þeim landsliðsþjálfurum sem komast aftur á móti ekki í liðið eru Erik Hamrén, nýr þjálfari íslenska landsliðsins og Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins. Það er kannski skiljanlegt að Erik Hamrén komist ekki í liðið enda var knattspyrnuferill hans látlaus með sænska félögunum Ljusdals IF og Stockviks FF. Hamrén var líka farinn að þjálfa þrítugur. Knattspyrnuferill Gareth Southgate var hins vegar mun glæsilegri. Gareth Southgate spilaði meðal annars 57 landsleiki fyrir England og yfir 500 deildarleiki í enska boltanum með Crystal Palace, Aston Villa og Middlesbrough. Samkeppnin um sæti í úrvalsliði Sky Sports er hörð enda eru margar goðsagnir að þjálfa landsliðin i Þjóðadeildinni. Úrvalsliðið er þannig skipað:Sky Sports úrvalslið þjálfara í ÞjóðadeildinniMarkvörður Stanislav Cherchesov, þjálfari RússlandsVarnarmenn Christian Panucci, þjálfari Albaníu Ronald Koeman, þjálfari Hollands Alex McLeish, þjálfari Skotlands Luis Enrique, þjálfari SpánarMiðjumenn Martin O'Neill, þjálfri Írlands Didier Deschamps, þjálfari Frakklands Robert Prosinecki, þjálfari Bosníu Ryan Giggs, þjálfari WalesSóknarmenn Roberto Mancini, þjálfari Ítalíu Andriy Shevchenko, þjálfari Úkraínu Það má finna meira um þessa samantekt Sky Sports með því að smella hér.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira