Vilja vekja fólk til umhugsunar Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 3. september 2018 08:00 Benjamín Sigurgeirsson, formaður SGÍ, og Birkir Steinn Erlingsson, formaður Vegan samtakanna. Á myndina vantar Valgerði Árnadóttur, framkvæmdastjóra SGÍ, og Ragnar Frey sem koma einnig að sýningu myndarinnar. fréttablaðið/ernir „Helsta markmið okkar með því að sýna myndina er að vekja fólk til umhugsunar um hvaða afleiðingar venjur þess, og þá sérstaklega matarvenjur, hafa fyrir dýrin sem alla jafna eru hulin augum okkar og huga,“ segir Benjamín Sigurgeirsson, formaður SGÍ. Dominion verður sýnd í Bíói Paradís í kvöld kl. 20. Aðgangur er ókeypis. „Í myndinni er notast við dróna og leynilegar upptökur sem sýna það svart á hvítu hvað er í raun og veru að gerast á bæjum og í sláturhúsum.“ Reglulega eru heimildarmyndir á borð við Dominion sýndar í Bíói Paradís og alltaf í Veganúar sem í ár var haldinn hátíðlegur í þriðja sinn. Má þar nefna Cowspiracy og Earthlings. Cowspiracy kemur inn á umhverfisáhrif í kjölfar dýralandbúnaðar en mikil metanlosun er af dýrunum og þau taka mikið svæði.Margir sem breyta um lífsstíl „Það er ákveðin ósjálfbærni að rækta mat ofan í dýrin og svo ofan í okkur í stað þess að rækta bara beint ofan í okkur.“ Earthlings, líkt og Dominion, fjallar um siðferðið í kringum kjötneyslu og segir Benjamín að heimildarmyndir á borð við þessar hafi augljóslega áhrif á fólk. Margir gerast vegan, eða grænkerar, og breyta lífsstíl sínum eftir áhorf. „Það er rosalega mikil vakning í gangi í dag og þeir sem horfa á þessar myndir með opnum huga, verða vissulega fyrir áhrifum. Margir hafa jafnvel breytt um lífsstíl eftir að hafa horft á svona heimildarmyndir enda segja þær sannleikann blákalt,“ segir hann. „Einnig viljum við sjá aukningu á neyslu grænmetis meðal Íslendinga og því fylgir að neysla dýra minnki. Á Íslandi í dag eru drepin um eða yfir sex milljón landdýr á hverju ári og væri óskandi að við værum til fyrirmyndar og dræpum færri dýr. Einnig eru dýr og dýraafurðir svona yfirleitt alla jafna fremur óholl fæða og sumir breyta um lífsstíl á þeim forsendum.“Víða hræðilegar aðstæður Benjamín segir aðstæður á Íslandi því miður ekki skárri en annars staðar í heiminum, líkt og víða hefur verið reynt að halda fram. „Fyrir marga snýst þetta líka um að vernda dýrin og aðstæður sem dýrin eru í í dag. Þær eru vægast sagt hræðilegar. Sagt er að aðstæður séu betri á Íslandi en því miður á það ekki alltaf við rök að styðjast, sérstaklega ekki hjá svínum og kjúklingum. Sú framleiðsla er eins í öllum heiminum. Ég hvet alla til að mæta og horfa á myndina.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sveppi og Pétur gerðust vegan með Guðrúnu Sóleyju Í þriðja þætti seríunnar Tveir á teini fetuðu Pétur og Sveppi nokkuð ótroðnar slóðir, að minnsta kosti frá þeirra bæjardyrum séð, og grilluðu veganrétt. 9. júlí 2018 14:14 Opnar eftir langan undirbúning Vegan "dænerinn“ Veganæs opnar á morgun, Aðstandendur söfnuðu 2 milljónum króna til að láta drauminn rætast. 8. júlí 2018 16:24 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Sjá meira
„Helsta markmið okkar með því að sýna myndina er að vekja fólk til umhugsunar um hvaða afleiðingar venjur þess, og þá sérstaklega matarvenjur, hafa fyrir dýrin sem alla jafna eru hulin augum okkar og huga,“ segir Benjamín Sigurgeirsson, formaður SGÍ. Dominion verður sýnd í Bíói Paradís í kvöld kl. 20. Aðgangur er ókeypis. „Í myndinni er notast við dróna og leynilegar upptökur sem sýna það svart á hvítu hvað er í raun og veru að gerast á bæjum og í sláturhúsum.“ Reglulega eru heimildarmyndir á borð við Dominion sýndar í Bíói Paradís og alltaf í Veganúar sem í ár var haldinn hátíðlegur í þriðja sinn. Má þar nefna Cowspiracy og Earthlings. Cowspiracy kemur inn á umhverfisáhrif í kjölfar dýralandbúnaðar en mikil metanlosun er af dýrunum og þau taka mikið svæði.Margir sem breyta um lífsstíl „Það er ákveðin ósjálfbærni að rækta mat ofan í dýrin og svo ofan í okkur í stað þess að rækta bara beint ofan í okkur.“ Earthlings, líkt og Dominion, fjallar um siðferðið í kringum kjötneyslu og segir Benjamín að heimildarmyndir á borð við þessar hafi augljóslega áhrif á fólk. Margir gerast vegan, eða grænkerar, og breyta lífsstíl sínum eftir áhorf. „Það er rosalega mikil vakning í gangi í dag og þeir sem horfa á þessar myndir með opnum huga, verða vissulega fyrir áhrifum. Margir hafa jafnvel breytt um lífsstíl eftir að hafa horft á svona heimildarmyndir enda segja þær sannleikann blákalt,“ segir hann. „Einnig viljum við sjá aukningu á neyslu grænmetis meðal Íslendinga og því fylgir að neysla dýra minnki. Á Íslandi í dag eru drepin um eða yfir sex milljón landdýr á hverju ári og væri óskandi að við værum til fyrirmyndar og dræpum færri dýr. Einnig eru dýr og dýraafurðir svona yfirleitt alla jafna fremur óholl fæða og sumir breyta um lífsstíl á þeim forsendum.“Víða hræðilegar aðstæður Benjamín segir aðstæður á Íslandi því miður ekki skárri en annars staðar í heiminum, líkt og víða hefur verið reynt að halda fram. „Fyrir marga snýst þetta líka um að vernda dýrin og aðstæður sem dýrin eru í í dag. Þær eru vægast sagt hræðilegar. Sagt er að aðstæður séu betri á Íslandi en því miður á það ekki alltaf við rök að styðjast, sérstaklega ekki hjá svínum og kjúklingum. Sú framleiðsla er eins í öllum heiminum. Ég hvet alla til að mæta og horfa á myndina.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sveppi og Pétur gerðust vegan með Guðrúnu Sóleyju Í þriðja þætti seríunnar Tveir á teini fetuðu Pétur og Sveppi nokkuð ótroðnar slóðir, að minnsta kosti frá þeirra bæjardyrum séð, og grilluðu veganrétt. 9. júlí 2018 14:14 Opnar eftir langan undirbúning Vegan "dænerinn“ Veganæs opnar á morgun, Aðstandendur söfnuðu 2 milljónum króna til að láta drauminn rætast. 8. júlí 2018 16:24 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Sjá meira
Sveppi og Pétur gerðust vegan með Guðrúnu Sóleyju Í þriðja þætti seríunnar Tveir á teini fetuðu Pétur og Sveppi nokkuð ótroðnar slóðir, að minnsta kosti frá þeirra bæjardyrum séð, og grilluðu veganrétt. 9. júlí 2018 14:14
Opnar eftir langan undirbúning Vegan "dænerinn“ Veganæs opnar á morgun, Aðstandendur söfnuðu 2 milljónum króna til að láta drauminn rætast. 8. júlí 2018 16:24