Einkunnir íslenska liðsins: Sif maður leiksins Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2018 17:15 Berglind Björg Þorvaldsdóttir í baráttunni í leiknum í dag. Vísir/Vilhelm Sif Atladóttir var að mati Vísis besti leikmaður Íslands í dag en hún stýrði vörninni eins og herforingi og greip oft vel inn í sóknir þýska liðsins. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið: Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6Greip oft ágætlega inn og varði vel í nokkur skipti. Gerði ekki nógu vel í 1-0 markinu þegar hún varði skot Leupolz út í teiginn.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Stóð fyrir sínu og vel það. Var örugg í sínum aðgerðum og spilaði boltanum ágætlega frá sér.Sif Atladóttir, miðvörður – maður leiksins 8 Greip oft inn í sóknir Þjóðverja, las leikinn vel og var traust í miðri vörninni. Ógnaði með gríðarlega löngum innköstum sínum.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Stóð sig ágætlega í vörninni og er framtíðarmiðvörður liðsins ásamt Glódísi Perlu. Náði ekki að vinna nógu vel með Hallberu í vörninni vinstra megin.Rakel Hönnudóttir, hægri vængbakvörður 5 Skilaði sínu ágætlega en náði lítið að ógna sóknarlega. Missti Verena Schweers framhjá sér þegar sú þýska lagði upp annað mark gestanna.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 5 Átti í vandræðum varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik en steig aðeins upp í þeim síðari. Nýttist ekki nógu vel sóknarlega.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Griðarlega mikilvæg á miðjunni og sú sem oftast skapar hættu sóknarlega með sendingum. Var oft í erfiðleikum með að finna samherja en dreif liðið vel áfram.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Afar dugleg og skilar vinnu sem ekki allir sjá en náði ekki tengingu við sóknarleikmenn Íslands.. Skapaðist stundum pláss fyrir aftan hana og Söru Björk á miðjunni.Selma Sól Magnúsdóttir, hægri kantmaður 6 Barðist eins og ljón og var dugleg að hjálpa varnarlega. Náði lítið að skapa í sóknarleiknum.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 7 Reyndi hvað hún gat og var gríðarlega dugleg í varnarvinnunni. Átti gott skot í síðari hálfleik sem hún var óheppin að skora ekki úr.Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 5 Vantaði stundum að taka réttu hlaupinn þegar Ísland sótti hratt. Komst aldrei almennilega í takt við leikinn og var lítið í boltanum.Varamenn:Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji (Kom inn á 63.mínútu fyrir Berglindi Björgu) 5 Komst lítið í takt við leikinn þann tíma sem hún spilaði.Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður (Kom inn á 75.mínútu fyrir Selmu Sól) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Guðrún Arnardóttir, hægri vængbakvörður (Kom inn á 84.mínútu fyrir Rakel) Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 2-0 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Sif Atladóttir var að mati Vísis besti leikmaður Íslands í dag en hún stýrði vörninni eins og herforingi og greip oft vel inn í sóknir þýska liðsins. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið: Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6Greip oft ágætlega inn og varði vel í nokkur skipti. Gerði ekki nógu vel í 1-0 markinu þegar hún varði skot Leupolz út í teiginn.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Stóð fyrir sínu og vel það. Var örugg í sínum aðgerðum og spilaði boltanum ágætlega frá sér.Sif Atladóttir, miðvörður – maður leiksins 8 Greip oft inn í sóknir Þjóðverja, las leikinn vel og var traust í miðri vörninni. Ógnaði með gríðarlega löngum innköstum sínum.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Stóð sig ágætlega í vörninni og er framtíðarmiðvörður liðsins ásamt Glódísi Perlu. Náði ekki að vinna nógu vel með Hallberu í vörninni vinstra megin.Rakel Hönnudóttir, hægri vængbakvörður 5 Skilaði sínu ágætlega en náði lítið að ógna sóknarlega. Missti Verena Schweers framhjá sér þegar sú þýska lagði upp annað mark gestanna.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 5 Átti í vandræðum varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik en steig aðeins upp í þeim síðari. Nýttist ekki nógu vel sóknarlega.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Griðarlega mikilvæg á miðjunni og sú sem oftast skapar hættu sóknarlega með sendingum. Var oft í erfiðleikum með að finna samherja en dreif liðið vel áfram.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Afar dugleg og skilar vinnu sem ekki allir sjá en náði ekki tengingu við sóknarleikmenn Íslands.. Skapaðist stundum pláss fyrir aftan hana og Söru Björk á miðjunni.Selma Sól Magnúsdóttir, hægri kantmaður 6 Barðist eins og ljón og var dugleg að hjálpa varnarlega. Náði lítið að skapa í sóknarleiknum.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 7 Reyndi hvað hún gat og var gríðarlega dugleg í varnarvinnunni. Átti gott skot í síðari hálfleik sem hún var óheppin að skora ekki úr.Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 5 Vantaði stundum að taka réttu hlaupinn þegar Ísland sótti hratt. Komst aldrei almennilega í takt við leikinn og var lítið í boltanum.Varamenn:Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji (Kom inn á 63.mínútu fyrir Berglindi Björgu) 5 Komst lítið í takt við leikinn þann tíma sem hún spilaði.Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður (Kom inn á 75.mínútu fyrir Selmu Sól) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Guðrún Arnardóttir, hægri vængbakvörður (Kom inn á 84.mínútu fyrir Rakel) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 2-0 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 2-0 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00