Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2018 07:15 Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir, samherjar í FH, Val og í landsliðinu en mótherjar í sænsku úrvalsdeildinni. Þær dreymir um að komast á HM í Frakklandi á næsta ári. Fréttablaðið/sigtryggur ari Jafnöldrurnar úr FH Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa upplifað margt á löngum ferli. Þær hafa leikið fjölda landsleikja, unnið titla með félagsliðum sínum og spilað sem atvinnumenn erlendis. Eitt eiga þær þó eftir að afreka; að leika í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Þær og stöllur þeirra í landsliðinu fá tækifæri til að skrifa þann kafla í íslenska fótboltasögu þegar Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvellinum í dag. Með sigri tryggir íslenska liðið sér farseðilinn til Frakklands þar sem HM verður haldið á næsta ári. „Það er erfitt að bera þennan leik saman við leiki í lokakeppni en þetta er stærsti leikur sem við höfum spilað í undankeppni. Þetta er allavega stærsti leikur sem ég hef spilað á Laugardalsvelli,“ segir Guðbjörg þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti þær Sif að máli fyrr í vikunni. Þær voru þá nýkomnar frá Svíþjóð þar sem þær leika báðar sem atvinnumenn. Íslenska kvennalandsliðið hefur komist inn á síðustu þrjú Evrópumót en hingað til hefur ekki verið neinn hægðarleikur að komast inn á heimsmeistaramótið sem er haldið á fjögurra ára fresti. „Það er erfiðara að komast á HM,“ segir Guðbjörg. „Núna þarftu reyndar „bara“ að vinna þinn riðil en áður fyrr þurftirðu að vinna riðilinn og síðan sigurvegarann úr öðrum riðli. Þetta var varla raunhæft.“ Ísland vann fyrri leikinn gegn Þýskalandi í undankeppninni með þremur mörkum gegn tveimur. Það er stærsti sigur kvennalandsliðsins ef litið er til styrkleika andstæðingsins og árangursins gegn honum í sögulegu samhengi. Fyrir leikinn í október í fyrra hafði Þýskaland unnið alla 14 leiki sína gegn Íslandi með markatölunni 56-3 og Íslendingar höfðu ekki skorað í tíu leikjum í röð gegn Þjóðverjum. Leikurinn í Wiesbaden var annar leikur íslenska liðsins eftir EM í Hollandi þar sem Ísland tapaði öllum leikjum sínum og féll úr leik í riðlakeppninni. Bjartsýnin fyrir leikinn gegn Þýskalandi var því ekki ýkja mikil. En þrátt fyrir allt segir Sif að trúin í íslenska hópnum hafi verið mikil fyrir leikinn. „EM var vonbrigði miðað við hvað okkur langaði að gera. Maður verður að vera með háleit markmið. Stundum nær maður þeim og stundum ekki. EM hjálpaði okkur rosalega mikið í undirbúningi fyrir Þýskalandsleikinn og það var mikilvægt að fá Færeyjaleikinn fyrst. Við skoruðum mörk og fengum sjálfstraust,“ segir Sif og vísar til fyrsta leiksins í undankeppni HM og fyrsta leiksins eftir EM þar sem Ísland vann Færeyjar 8-0 á heimavelli.Merkasti sigurinn Sif segir að sigurinn gegn Þýskalandi hafi verið sá stærsti í sögu kvennalandsliðsins og Guðbjörg tekur undir það. „Ég hugsa oft til leiksins gegn Hollandi þegar við tryggðum okkur sæti í 8-liða úrslitum á EM. En þegar maður horfir á heildarmyndina, þá höfðum við ekki unnið Þýskaland áður og að vinna þær á útivelli var stórt. Síðan ég man eftir mér hefur Þýskaland verið besta landsliðið ásamt Bandaríkjunum.“ Guðbjörg lék sinn fyrsta landsleik árið 2004 og Sif þremur árum síðar. Þótt þær hafi spilað samtals 135 landsleiki hafa þær aldrei upplifað að spila fyrir framan tæplega 10.000 áhorfendur á Laugardalsvelli. Það breytist í dag en uppselt er á leikinn gegn Þýskalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem uppselt er á leik íslenska kvennalandsliðsins. „Okkur hefði aldrei dreymt um fullan völl,“ segir Guðbjörg. „Mér finnst þetta sýna hvað kvennafótbolti hefur vaxið í augum almennings. Strákarnir fóru á HM í ár og við eigum möguleika á því núna. Við viljum alltaf meira,“ segir Sif. „Það er mikil tilhlökkun fyrir leikinn. Það er búið að ræða hann lengi og hann er á leiðinni. Við erum búnar að undirbúa okkur lengi. Laugardagurinn verður skemmtilegur.“Svala Knattspyrnusambandið Sif og Guðbjörg hrósa Knattspyrnusambandi Íslands fyrir að bæta umgjörð kvennalandsliðsins á undanförnum árum. „KSÍ hefur stigið hvert stóra skrefið á fætur öðru í allri jafnréttisbaráttu. Þetta eru alls konar litlir hlutir sem fólk tekur kannski ekki eftir,“ segir Sif. „Þegar ég kom inn í landsliðið var verið að hækka dagpeningana og taka skref sem þær sem voru elstar í liðinu þá höfðu barist fyrir í mörg ár. Það er ekki fyrr en maður verður eldri og er búinn að vera lengur í þessu sem maður tekur eftir þessum hlutum. Eftir því sem fleiri okkar fóru út að spila sáum við hvað vantaði. Mér finnst KSÍ gera allt sem það getur til að hjálpa okkur. Með hverju stórmóti sem Ísland kemst á kemur inn meiri þekking.“ Guðbjörg tekur í sama streng. „Þetta er margra ára vinna. Öll umgjörð hefur breyst, til dæmis frá EM 2009. Við erum með stærra teymi í kringum liðið. Það á að vera auðveldara fyrir okkur að spila vel. Það er allt gert til að við getum náð árangri.“ Sif og Guðbjörgu verður tíðrætt um að smæð KSÍ sé í raun kostur. Samvinnan þar á bæ sé mikil. „Það sem er einstakt við Ísland er að þetta er lítið samband og við vinnum svo náið saman. Heimir [Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðsins] leikgreindi fyrir Frey [Alexandersson, þjálfara kvennalandsliðsins] og öfugt. Það gerist ekki hjá öðrum samböndum. Við lærum svo mikið hvort af öðru,“ segir Guðbjörg. „Lars [Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðsins] kom á EM 2013. Þetta er ótrúlega svalt knattspyrnusamband, hvað það er mikil virðing borin fyrir öllum hérna. Ég get ekki ímyndað mér að þetta sé svona annars staðar í heiminum.“Sif í leik gegn Sviss á EM í Hollandi í sumar.vísir/gettyBreyttir tímar Erindi sem Þóra B. Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, flutti á málþingi um kynjajafnrétti í íþróttum í Háskólanum í Reykjavík í síðasta mánuði vakti mikla athygli. Þar lýsti hún aðstæðum í landsliðinu í kringum aldamótin og sagði meðal annars að þáverandi landsliðsþjálfari hefði ekki þekkt leikmenn með nafni, verið drukkinn í landsliðsferð og boðið leikmönnum upp á herbergi til sín. Í kjölfarið neituðu nokkrir leikmenn að spila fyrir landsliðið og viðkomandi þjálfari var látinn fara. Sif og Guðbjörg segjast blessunarlega ekki hafa upplifað neitt slíkt á sínum landsliðsferli; þetta hafi verið fyrir þeirra tíð í landsliðinu. En þær þekkja það að þurfa að berjast fyrir hlutum sem ættu að vera sjálfsagðir.Ekki gert jafn hátt undir höfði „Maður lenti í ýmsu í sínum félagsliðum. Kvennaboltanum var ekkert gert rosalega hátt undir höfði. Maður fann alveg að maður var ekki eins mikilvægur og strákarnir. Við í kvennalandsliðinu höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar, fá fólk á völlinn og svona. En tímarnir hafa breyst. Við erum mun sýnilegri en við vorum,“ segir Sif. Þær minnast báðar á að kvennaboltinn sé yngri íþrótt en karlaboltinn. Fyrsta heimsmeistaramót kvenna var til að mynda ekki haldið fyrr en 1991 en fyrsta heimsmeistaramót karla 1930. Meistaradeild kvenna var sett á laggirnar 2001 en 1956 hjá körlunum. Og fyrsta Íslandsmót kvenna í fótbolta hér á landi var haldið 1972, 60 árum eftir að fyrsta Íslandsmótið karlamegin fór fram. „Kvennaíþróttir eru miklu yngri. Það sem er að gerast núna í kvennaboltanum gerðist kannski fyrir 30 árum hjá körlunum. Þetta er yngri íþrótt,“ segir Guðbjörg. Sif segir að þróunin í kvennaboltanum sé mjög hröð. Æ fleiri knattspyrnusambönd í heiminum leggi metnað í kvennaboltann og stærstu félög Evrópu séu flest hver komin með kvennalið. Manchester United setti til dæmis kvennalið á laggirnar í sumar. „Íþróttakonur eru að berjast í hörðum heimi því þetta hefur alltaf verið karlaveldi. Það sem hefur gerst hefur gerst ótrúlega hratt. Síðan við byrjuðum í þessu hefur kvennaboltinn verið á hraðri uppleið,“ segir Sif.Mega ekki aftengjast Þrátt fyrir allar framfarirnar í kvennaboltanum og þróunina sem hefur átt sér stað þar eru peningarnir þar miklu minni. Launin eru lægri, leikmenn eiga ekki digra sjóði og fjárhagslegt öryggi þeirra er ekki mikið. Þegar skórnir fara á hilluna þurfa leikmenn venjulega að fara út á vinnumarkaðinn. Og Sif segir það alltof algengt að þegar leikmenn hætti missi þeir tengslin við fótboltann; stimpli sig út fyrir fullt og allt. „Þegar karlkyns fótboltamaður á þokkalega háu getustigi hættir er fjárhagurinn ekkert sérstaklega erfiður. Við erum annaðhvort í skóla eða að vinna meðan við stundum okkar íþrótt. Þegar við hættum aftengjum við okkur oft íþróttinni sem hefur alið okkur upp að miklu leyti. Baráttan hefur verið löng og um eitthvað sem á að vera svo auðvelt. Þú þarft að fara að vinna og missir tengslin þangað til þú eignast kannski börn sem fara að stunda íþróttir,“ segir Sif sem ætlar ekki að segja skilið við boltann þegar hún hættir að spila. „Við þurfum að koma aftur inn í félögin og hugsa hvernig við getum þróað boltann. Ef einhverjar vita hverju þarf að berjast fyrir erum það við. Við eigum að gefa til baka. Þegar ég hætti ætla ég ekki að missa tengslin því ég veit hvað þarf að gerast. Mig langar að hjálpa kvennaboltanum áfram.“ „Ég hef hugsað um að gerast markvarðaþjálfari eða þjálfari. En núna einbeiti ég mér bara að því að spila,“ segir Guðbjörg sem hefur áhyggjur af því hversu fáa kvenþjálfara Ísland á. „Það eru svo margar stelpur sem hverfa eftir að þær hætta. Það er dýrt ef ein af hverjum 30 verður þjálfari.“Elísabet er ótrúleg Sif og Guðbjörg þekkja báðar vel til Elísabetar Gunnarsdóttur sem hefur náð lengst íslenskra kvenþjálfara. Þær spiluðu báðar undir hennar stjórn hjá Val og undanfarin sjö ár hefur Sif leikið með Kristianstads í Svíþjóð sem Elísabet stýrir. Virðingin fyrir Elísabetu leynir sér ekki hjá Sif. „Elísabet Gunnarsdóttir er ótrúleg í sínum hugsunarhætti og þess vegna er hún þar sem hún er í dag. En ég veit líka hvað hún hefur þurft að ganga í gegnum til að ná svona langt. Það er ekki jafn grundvöllur fyrir karl- og kvenþjálfara. Hún er ein af stærstu kvenfyrirmyndunum þegar kemur að þjálfun. Hún hefur verið lengst allra þjálfara í sænsku deildinni í starfi og það sýnir mikinn styrk. Hún veit nákvæmlega hvað hún vill og hvert hún ætlar að fara,“ segir Sif en Elísabet var valin þjálfari ársins í sænsku deildinni í fyrra.Verða að undirbúa framtíðina Þrátt fyrir að vera aldursforsetarnir í landsliðinu segja Sif og Guðbjörg að skórnir séu ekkert á leiðinni á hilluna í bráð. Þær eru þó báðar byrjaðar að undirbúa lífið eftir að fótboltaferlinum lýkur. Guðbjörg er menntaður hagfræðingur og Sif nýútskrifaður lýðheilsufræðingur. „Við verðum að undirbúa framtíð okkar. Við eigum ekki sjóði sem við getum leitað í. Þetta er kannski það erfiðasta við að vera í atvinnumaður. Við eigum engan neyðarsjóð nema þú vinnir meðfram því að spila,“ segir Sif sem hefur stundum unnið með fótboltanum, auk þess að vera í skóla og sinna fjölskyldunni. Hún og eiginmaður hennar, Björn Sigurbjörnsson, sem er aðstoðarþjálfari hjá Kristianstads, eiga eina dóttur. Guðbjörg, sem er á sínu tíunda tímabili í atvinnumennsku, leikur með Djurgården. Hún er búin að koma sér vel fyrir í Stokkhólmi þar sem hún býr með kærustu sinni, Miu Jalkerud, sem leikur einnig með Djurgården. Guðbjörg segir frekar ólíklegt að hún flytji heim þegar hún hættir að spila. „Aldrei að segja aldrei en eins og staðan er núna er ég mjög vel sett í Stokkhólmi og búin að kaupa mér íbúð í miðborginni. Og eins og veðrið hefur verið hérna í sumar langar mig ekkert sérstaklega heim,“ segir Guðbjörg og hlær. Sif segir Björn ráða för þegar hún hættir að spila. „Við höfum rætt það að þegar ég legg skóna á hilluna fær hann að halda um stjórnartaumana og ráða hvað hann gerir við sinn þjálfaraferil. Ég elti hann þegar þar að kemur,“ segir Sif að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Íþróttir Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Stór útsending frá Laugardalsvelli á morgun Ísland og Þýskaland mætast í stærsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi á morgun. Það verður risastór útsending frá leiknum á Stöð 2 Sport. 31. ágúst 2018 15:37 Stelpurnar okkar gætu farið á EM á Englandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í dauðafæri á að komast í lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni og spilar mikilvægasta leik sinn til þessa á laugardaginn. Sama hvernig fer þá kemur hins vegar alltaf mót á eftir HM í Frakklandi og England hefur lagt fram umsókn um að halda EM 2021. 29. ágúst 2018 11:30 Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Jafnöldrurnar úr FH Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa upplifað margt á löngum ferli. Þær hafa leikið fjölda landsleikja, unnið titla með félagsliðum sínum og spilað sem atvinnumenn erlendis. Eitt eiga þær þó eftir að afreka; að leika í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Þær og stöllur þeirra í landsliðinu fá tækifæri til að skrifa þann kafla í íslenska fótboltasögu þegar Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvellinum í dag. Með sigri tryggir íslenska liðið sér farseðilinn til Frakklands þar sem HM verður haldið á næsta ári. „Það er erfitt að bera þennan leik saman við leiki í lokakeppni en þetta er stærsti leikur sem við höfum spilað í undankeppni. Þetta er allavega stærsti leikur sem ég hef spilað á Laugardalsvelli,“ segir Guðbjörg þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti þær Sif að máli fyrr í vikunni. Þær voru þá nýkomnar frá Svíþjóð þar sem þær leika báðar sem atvinnumenn. Íslenska kvennalandsliðið hefur komist inn á síðustu þrjú Evrópumót en hingað til hefur ekki verið neinn hægðarleikur að komast inn á heimsmeistaramótið sem er haldið á fjögurra ára fresti. „Það er erfiðara að komast á HM,“ segir Guðbjörg. „Núna þarftu reyndar „bara“ að vinna þinn riðil en áður fyrr þurftirðu að vinna riðilinn og síðan sigurvegarann úr öðrum riðli. Þetta var varla raunhæft.“ Ísland vann fyrri leikinn gegn Þýskalandi í undankeppninni með þremur mörkum gegn tveimur. Það er stærsti sigur kvennalandsliðsins ef litið er til styrkleika andstæðingsins og árangursins gegn honum í sögulegu samhengi. Fyrir leikinn í október í fyrra hafði Þýskaland unnið alla 14 leiki sína gegn Íslandi með markatölunni 56-3 og Íslendingar höfðu ekki skorað í tíu leikjum í röð gegn Þjóðverjum. Leikurinn í Wiesbaden var annar leikur íslenska liðsins eftir EM í Hollandi þar sem Ísland tapaði öllum leikjum sínum og féll úr leik í riðlakeppninni. Bjartsýnin fyrir leikinn gegn Þýskalandi var því ekki ýkja mikil. En þrátt fyrir allt segir Sif að trúin í íslenska hópnum hafi verið mikil fyrir leikinn. „EM var vonbrigði miðað við hvað okkur langaði að gera. Maður verður að vera með háleit markmið. Stundum nær maður þeim og stundum ekki. EM hjálpaði okkur rosalega mikið í undirbúningi fyrir Þýskalandsleikinn og það var mikilvægt að fá Færeyjaleikinn fyrst. Við skoruðum mörk og fengum sjálfstraust,“ segir Sif og vísar til fyrsta leiksins í undankeppni HM og fyrsta leiksins eftir EM þar sem Ísland vann Færeyjar 8-0 á heimavelli.Merkasti sigurinn Sif segir að sigurinn gegn Þýskalandi hafi verið sá stærsti í sögu kvennalandsliðsins og Guðbjörg tekur undir það. „Ég hugsa oft til leiksins gegn Hollandi þegar við tryggðum okkur sæti í 8-liða úrslitum á EM. En þegar maður horfir á heildarmyndina, þá höfðum við ekki unnið Þýskaland áður og að vinna þær á útivelli var stórt. Síðan ég man eftir mér hefur Þýskaland verið besta landsliðið ásamt Bandaríkjunum.“ Guðbjörg lék sinn fyrsta landsleik árið 2004 og Sif þremur árum síðar. Þótt þær hafi spilað samtals 135 landsleiki hafa þær aldrei upplifað að spila fyrir framan tæplega 10.000 áhorfendur á Laugardalsvelli. Það breytist í dag en uppselt er á leikinn gegn Þýskalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem uppselt er á leik íslenska kvennalandsliðsins. „Okkur hefði aldrei dreymt um fullan völl,“ segir Guðbjörg. „Mér finnst þetta sýna hvað kvennafótbolti hefur vaxið í augum almennings. Strákarnir fóru á HM í ár og við eigum möguleika á því núna. Við viljum alltaf meira,“ segir Sif. „Það er mikil tilhlökkun fyrir leikinn. Það er búið að ræða hann lengi og hann er á leiðinni. Við erum búnar að undirbúa okkur lengi. Laugardagurinn verður skemmtilegur.“Svala Knattspyrnusambandið Sif og Guðbjörg hrósa Knattspyrnusambandi Íslands fyrir að bæta umgjörð kvennalandsliðsins á undanförnum árum. „KSÍ hefur stigið hvert stóra skrefið á fætur öðru í allri jafnréttisbaráttu. Þetta eru alls konar litlir hlutir sem fólk tekur kannski ekki eftir,“ segir Sif. „Þegar ég kom inn í landsliðið var verið að hækka dagpeningana og taka skref sem þær sem voru elstar í liðinu þá höfðu barist fyrir í mörg ár. Það er ekki fyrr en maður verður eldri og er búinn að vera lengur í þessu sem maður tekur eftir þessum hlutum. Eftir því sem fleiri okkar fóru út að spila sáum við hvað vantaði. Mér finnst KSÍ gera allt sem það getur til að hjálpa okkur. Með hverju stórmóti sem Ísland kemst á kemur inn meiri þekking.“ Guðbjörg tekur í sama streng. „Þetta er margra ára vinna. Öll umgjörð hefur breyst, til dæmis frá EM 2009. Við erum með stærra teymi í kringum liðið. Það á að vera auðveldara fyrir okkur að spila vel. Það er allt gert til að við getum náð árangri.“ Sif og Guðbjörgu verður tíðrætt um að smæð KSÍ sé í raun kostur. Samvinnan þar á bæ sé mikil. „Það sem er einstakt við Ísland er að þetta er lítið samband og við vinnum svo náið saman. Heimir [Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðsins] leikgreindi fyrir Frey [Alexandersson, þjálfara kvennalandsliðsins] og öfugt. Það gerist ekki hjá öðrum samböndum. Við lærum svo mikið hvort af öðru,“ segir Guðbjörg. „Lars [Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðsins] kom á EM 2013. Þetta er ótrúlega svalt knattspyrnusamband, hvað það er mikil virðing borin fyrir öllum hérna. Ég get ekki ímyndað mér að þetta sé svona annars staðar í heiminum.“Sif í leik gegn Sviss á EM í Hollandi í sumar.vísir/gettyBreyttir tímar Erindi sem Þóra B. Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, flutti á málþingi um kynjajafnrétti í íþróttum í Háskólanum í Reykjavík í síðasta mánuði vakti mikla athygli. Þar lýsti hún aðstæðum í landsliðinu í kringum aldamótin og sagði meðal annars að þáverandi landsliðsþjálfari hefði ekki þekkt leikmenn með nafni, verið drukkinn í landsliðsferð og boðið leikmönnum upp á herbergi til sín. Í kjölfarið neituðu nokkrir leikmenn að spila fyrir landsliðið og viðkomandi þjálfari var látinn fara. Sif og Guðbjörg segjast blessunarlega ekki hafa upplifað neitt slíkt á sínum landsliðsferli; þetta hafi verið fyrir þeirra tíð í landsliðinu. En þær þekkja það að þurfa að berjast fyrir hlutum sem ættu að vera sjálfsagðir.Ekki gert jafn hátt undir höfði „Maður lenti í ýmsu í sínum félagsliðum. Kvennaboltanum var ekkert gert rosalega hátt undir höfði. Maður fann alveg að maður var ekki eins mikilvægur og strákarnir. Við í kvennalandsliðinu höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar, fá fólk á völlinn og svona. En tímarnir hafa breyst. Við erum mun sýnilegri en við vorum,“ segir Sif. Þær minnast báðar á að kvennaboltinn sé yngri íþrótt en karlaboltinn. Fyrsta heimsmeistaramót kvenna var til að mynda ekki haldið fyrr en 1991 en fyrsta heimsmeistaramót karla 1930. Meistaradeild kvenna var sett á laggirnar 2001 en 1956 hjá körlunum. Og fyrsta Íslandsmót kvenna í fótbolta hér á landi var haldið 1972, 60 árum eftir að fyrsta Íslandsmótið karlamegin fór fram. „Kvennaíþróttir eru miklu yngri. Það sem er að gerast núna í kvennaboltanum gerðist kannski fyrir 30 árum hjá körlunum. Þetta er yngri íþrótt,“ segir Guðbjörg. Sif segir að þróunin í kvennaboltanum sé mjög hröð. Æ fleiri knattspyrnusambönd í heiminum leggi metnað í kvennaboltann og stærstu félög Evrópu séu flest hver komin með kvennalið. Manchester United setti til dæmis kvennalið á laggirnar í sumar. „Íþróttakonur eru að berjast í hörðum heimi því þetta hefur alltaf verið karlaveldi. Það sem hefur gerst hefur gerst ótrúlega hratt. Síðan við byrjuðum í þessu hefur kvennaboltinn verið á hraðri uppleið,“ segir Sif.Mega ekki aftengjast Þrátt fyrir allar framfarirnar í kvennaboltanum og þróunina sem hefur átt sér stað þar eru peningarnir þar miklu minni. Launin eru lægri, leikmenn eiga ekki digra sjóði og fjárhagslegt öryggi þeirra er ekki mikið. Þegar skórnir fara á hilluna þurfa leikmenn venjulega að fara út á vinnumarkaðinn. Og Sif segir það alltof algengt að þegar leikmenn hætti missi þeir tengslin við fótboltann; stimpli sig út fyrir fullt og allt. „Þegar karlkyns fótboltamaður á þokkalega háu getustigi hættir er fjárhagurinn ekkert sérstaklega erfiður. Við erum annaðhvort í skóla eða að vinna meðan við stundum okkar íþrótt. Þegar við hættum aftengjum við okkur oft íþróttinni sem hefur alið okkur upp að miklu leyti. Baráttan hefur verið löng og um eitthvað sem á að vera svo auðvelt. Þú þarft að fara að vinna og missir tengslin þangað til þú eignast kannski börn sem fara að stunda íþróttir,“ segir Sif sem ætlar ekki að segja skilið við boltann þegar hún hættir að spila. „Við þurfum að koma aftur inn í félögin og hugsa hvernig við getum þróað boltann. Ef einhverjar vita hverju þarf að berjast fyrir erum það við. Við eigum að gefa til baka. Þegar ég hætti ætla ég ekki að missa tengslin því ég veit hvað þarf að gerast. Mig langar að hjálpa kvennaboltanum áfram.“ „Ég hef hugsað um að gerast markvarðaþjálfari eða þjálfari. En núna einbeiti ég mér bara að því að spila,“ segir Guðbjörg sem hefur áhyggjur af því hversu fáa kvenþjálfara Ísland á. „Það eru svo margar stelpur sem hverfa eftir að þær hætta. Það er dýrt ef ein af hverjum 30 verður þjálfari.“Elísabet er ótrúleg Sif og Guðbjörg þekkja báðar vel til Elísabetar Gunnarsdóttur sem hefur náð lengst íslenskra kvenþjálfara. Þær spiluðu báðar undir hennar stjórn hjá Val og undanfarin sjö ár hefur Sif leikið með Kristianstads í Svíþjóð sem Elísabet stýrir. Virðingin fyrir Elísabetu leynir sér ekki hjá Sif. „Elísabet Gunnarsdóttir er ótrúleg í sínum hugsunarhætti og þess vegna er hún þar sem hún er í dag. En ég veit líka hvað hún hefur þurft að ganga í gegnum til að ná svona langt. Það er ekki jafn grundvöllur fyrir karl- og kvenþjálfara. Hún er ein af stærstu kvenfyrirmyndunum þegar kemur að þjálfun. Hún hefur verið lengst allra þjálfara í sænsku deildinni í starfi og það sýnir mikinn styrk. Hún veit nákvæmlega hvað hún vill og hvert hún ætlar að fara,“ segir Sif en Elísabet var valin þjálfari ársins í sænsku deildinni í fyrra.Verða að undirbúa framtíðina Þrátt fyrir að vera aldursforsetarnir í landsliðinu segja Sif og Guðbjörg að skórnir séu ekkert á leiðinni á hilluna í bráð. Þær eru þó báðar byrjaðar að undirbúa lífið eftir að fótboltaferlinum lýkur. Guðbjörg er menntaður hagfræðingur og Sif nýútskrifaður lýðheilsufræðingur. „Við verðum að undirbúa framtíð okkar. Við eigum ekki sjóði sem við getum leitað í. Þetta er kannski það erfiðasta við að vera í atvinnumaður. Við eigum engan neyðarsjóð nema þú vinnir meðfram því að spila,“ segir Sif sem hefur stundum unnið með fótboltanum, auk þess að vera í skóla og sinna fjölskyldunni. Hún og eiginmaður hennar, Björn Sigurbjörnsson, sem er aðstoðarþjálfari hjá Kristianstads, eiga eina dóttur. Guðbjörg, sem er á sínu tíunda tímabili í atvinnumennsku, leikur með Djurgården. Hún er búin að koma sér vel fyrir í Stokkhólmi þar sem hún býr með kærustu sinni, Miu Jalkerud, sem leikur einnig með Djurgården. Guðbjörg segir frekar ólíklegt að hún flytji heim þegar hún hættir að spila. „Aldrei að segja aldrei en eins og staðan er núna er ég mjög vel sett í Stokkhólmi og búin að kaupa mér íbúð í miðborginni. Og eins og veðrið hefur verið hérna í sumar langar mig ekkert sérstaklega heim,“ segir Guðbjörg og hlær. Sif segir Björn ráða för þegar hún hættir að spila. „Við höfum rætt það að þegar ég legg skóna á hilluna fær hann að halda um stjórnartaumana og ráða hvað hann gerir við sinn þjálfaraferil. Ég elti hann þegar þar að kemur,“ segir Sif að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Íþróttir Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Stór útsending frá Laugardalsvelli á morgun Ísland og Þýskaland mætast í stærsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi á morgun. Það verður risastór útsending frá leiknum á Stöð 2 Sport. 31. ágúst 2018 15:37 Stelpurnar okkar gætu farið á EM á Englandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í dauðafæri á að komast í lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni og spilar mikilvægasta leik sinn til þessa á laugardaginn. Sama hvernig fer þá kemur hins vegar alltaf mót á eftir HM í Frakklandi og England hefur lagt fram umsókn um að halda EM 2021. 29. ágúst 2018 11:30 Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30
Stór útsending frá Laugardalsvelli á morgun Ísland og Þýskaland mætast í stærsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi á morgun. Það verður risastór útsending frá leiknum á Stöð 2 Sport. 31. ágúst 2018 15:37
Stelpurnar okkar gætu farið á EM á Englandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í dauðafæri á að komast í lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni og spilar mikilvægasta leik sinn til þessa á laugardaginn. Sama hvernig fer þá kemur hins vegar alltaf mót á eftir HM í Frakklandi og England hefur lagt fram umsókn um að halda EM 2021. 29. ágúst 2018 11:30
Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00