„Meistaradeildin er Disneyland fótboltans“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2018 14:00 Luciano Spalletti tekur af sér sjálfu með stuðningsmönnum Inter. Vísir/Getty Luciano Spalletti er mættur með lið Internazionale í Meistaradeildina og lætur eins og krakki í ævintýraheimi Disneyland. Svo lýsir hann allavega tilfinningunni sjálfur. Luciano Spalletti tók við liði Internazionale fyrir síðasta tímabil og kom því inn í Meistaradeildina í fyrsta sinn í sex ár eða síðan tímabilið 2011-12. Internazionale náði fjórða sætinu og hækkaði sig um þrjú sæti frá tímabilinu á undan. Fyrsti leikur Internazionale í Meistaradeildinni í ár er jafnframt fyrsti leikur Meistaradeildarinnar en liðið tekur á móti Tottenham á San Siro klukkan 16.55 í dag. Leikurinn verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. „Meistaradeildin færir manni fallega upplifun eins og að vera staddur í skemmtigarði fótboltans,“ sagði Luciano Spalletti á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það fallega við Meistaradeildina er að hún breytir leikvöngum í Disneyland fótboltans þar sem draumar allra geta ræst,“ sagði Spalletti.The music, the lights, the excitement! Luciano Spalletti has compared the Champions League to Disneyland!#UCLpic.twitter.com/G6yLUf6hXg — Goal (@goal) September 18, 2018Internazionale hefur aðeins náð í fjögur stig út úr fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins og er í 15. sæti ítölsku deildarinnar. Það mætti halda að hugur Luciano Spalletti hafi kannski verið við Meistaradeildina í upphafi tímabilsins. Internazionale fór í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þegar liðið var það síðast 2011-12 og datt þá út fyrir franska félaginu Marseille. Tveimur tímabilum fyrr, 2009-2010, þá vann Internazionale Meistaradeildina undir stjórn Jose Mourinho. Luciano Spalletti hefur stjórnað liðum í 51 leik í Meistaradeildinni og unnið 20 þeirra. Lengst komst hann lið AS Roma í átta liða úrslitin 2007 og 2008. Hann fór lengst með lið Zenit St. Petersburg í sextán liða úrslit. Síðasti Meistaradeildarleikur hans var með AS Roma á móti Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinar 8. mars 2016. Real Madrid vann 2-0 með mörkum Cristiano Ronaldo og James Rodríguez en spænska liðið fór síðan alla leið og vann Meistaradeildina. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Luciano Spalletti er mættur með lið Internazionale í Meistaradeildina og lætur eins og krakki í ævintýraheimi Disneyland. Svo lýsir hann allavega tilfinningunni sjálfur. Luciano Spalletti tók við liði Internazionale fyrir síðasta tímabil og kom því inn í Meistaradeildina í fyrsta sinn í sex ár eða síðan tímabilið 2011-12. Internazionale náði fjórða sætinu og hækkaði sig um þrjú sæti frá tímabilinu á undan. Fyrsti leikur Internazionale í Meistaradeildinni í ár er jafnframt fyrsti leikur Meistaradeildarinnar en liðið tekur á móti Tottenham á San Siro klukkan 16.55 í dag. Leikurinn verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. „Meistaradeildin færir manni fallega upplifun eins og að vera staddur í skemmtigarði fótboltans,“ sagði Luciano Spalletti á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það fallega við Meistaradeildina er að hún breytir leikvöngum í Disneyland fótboltans þar sem draumar allra geta ræst,“ sagði Spalletti.The music, the lights, the excitement! Luciano Spalletti has compared the Champions League to Disneyland!#UCLpic.twitter.com/G6yLUf6hXg — Goal (@goal) September 18, 2018Internazionale hefur aðeins náð í fjögur stig út úr fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins og er í 15. sæti ítölsku deildarinnar. Það mætti halda að hugur Luciano Spalletti hafi kannski verið við Meistaradeildina í upphafi tímabilsins. Internazionale fór í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þegar liðið var það síðast 2011-12 og datt þá út fyrir franska félaginu Marseille. Tveimur tímabilum fyrr, 2009-2010, þá vann Internazionale Meistaradeildina undir stjórn Jose Mourinho. Luciano Spalletti hefur stjórnað liðum í 51 leik í Meistaradeildinni og unnið 20 þeirra. Lengst komst hann lið AS Roma í átta liða úrslitin 2007 og 2008. Hann fór lengst með lið Zenit St. Petersburg í sextán liða úrslit. Síðasti Meistaradeildarleikur hans var með AS Roma á móti Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinar 8. mars 2016. Real Madrid vann 2-0 með mörkum Cristiano Ronaldo og James Rodríguez en spænska liðið fór síðan alla leið og vann Meistaradeildina.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira