„Það er harður rekstur að þurfa að treysta á ferðamenn og þar af leiðandi veður og vinda til að hlutirnir rati í réttan farveg,“ skrifa þau í færslunni, sem sjá má hér að neðan. Þau þakka fyrir sig og segjast hafa kynnst mikið af góðu fólki frá því að þau hófu reksturinn.
Þau segja að „allt hafi sinn tíma“ og að þau hafi í hyggju að róa á önnur mið. Þau vona að einhver sjái tækifæri í að taka við rekstrinum og snúa honum í rétta átt - „því tækifærin eru mörg og góð í fallegustu sveit landsins, Hrunamannahreppi.“
Færslu þeirra má sjá hér að neðan.