Kínversk lög og íslensk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2018 09:00 Magnús segir kínverskuna ekki eins erfiða og hún hljómi – aðalatriðið sé að ná taktinum. Fréttablaðið/Anton Brink Tónlistarmenn frá Tónlistarakademíu Kína eru sérstaklega komnir til Íslands til að spila á hátíðartónleikum í Kaldalónssal Hörpu annað kvöld með íslenskum kollegum. Á efnisskrá eru bæði kínversk og íslensk lög. Tilefnið er tíu ára afmæli Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og háskóla í Kína. Magnús Björnsson er forstöðumaður stofnunarinnar og segir það skemmtilegt embætti. „Það er alltaf fjör hjá okkur, eitthvað nýtt í gangi, bæði í kínverskukennslunni og svo reynum við að efna til áhugaverðra viðburða reglulega, fá fyrirlesara og listafólk að utan.“ Allt rímar þetta við tilgang Norðurljósa sem er sá að stuðla að aukinni fræðslu meðal Íslendinga um kínverska tungu, menningu og samfélag með námskeiðum, fyrirlestrum, ráðstefnum, kvikmyndasýningum og öðrum viðburðum. Um fimmtán nemendur hófu kínverskunám í haust við HÍ, að sögn Magnúsar, flestir íslenskir. „Fyrri tvö árin eru tekin hér en þriðja árið í Kína,“ lýsir hann og segir fjölda fólks hafa útskrifast á þeim tíu árum sem námið hefur verið í boði. Sumt vinni í opinberri þjónustu, annað sé hjá fyrirtækjum með tengsl við Kína. „Í ferðaþjónustu er kínverskumælandi fólk ómetanlegt vinnuafl, einhverjir eru í þeim bransa,“ segir hann. „Ákveðinn hópur hefur líka ákveðið að snúa ekki heim aftur frá Kína, heldur hefur ílengst þar.“ Magnús hefur stýrt Konfúsíusarstofnuninni á Íslandi í sex ár. Hann talar og skrifar kínversku á hverjum degi. „Ég dvaldi í Kína í ein sjö ár, bæði við nám og vinnu og lærði tungumálið þar. Kínverskan er vissulega ólík íslenskunni en ef áhugi er fyrir hendi er ekkert óyfirstíganlegt og þegar maður er aðeins búinn að ná taktinum og undirstöðuatriðunum er hún ekki eins erfið og hún hljómar og sýnist.“ Auk tónleikanna í Hörpu verður dagskrá í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands á morgun milli klukkan 16.30 og 17.30 sem öllum er opin endurgjaldslaust. Þar koma meðal annars fram kínverskir nemendur á tónlistarbraut, komnir um langan veg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tónlistarmenn frá Tónlistarakademíu Kína eru sérstaklega komnir til Íslands til að spila á hátíðartónleikum í Kaldalónssal Hörpu annað kvöld með íslenskum kollegum. Á efnisskrá eru bæði kínversk og íslensk lög. Tilefnið er tíu ára afmæli Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og háskóla í Kína. Magnús Björnsson er forstöðumaður stofnunarinnar og segir það skemmtilegt embætti. „Það er alltaf fjör hjá okkur, eitthvað nýtt í gangi, bæði í kínverskukennslunni og svo reynum við að efna til áhugaverðra viðburða reglulega, fá fyrirlesara og listafólk að utan.“ Allt rímar þetta við tilgang Norðurljósa sem er sá að stuðla að aukinni fræðslu meðal Íslendinga um kínverska tungu, menningu og samfélag með námskeiðum, fyrirlestrum, ráðstefnum, kvikmyndasýningum og öðrum viðburðum. Um fimmtán nemendur hófu kínverskunám í haust við HÍ, að sögn Magnúsar, flestir íslenskir. „Fyrri tvö árin eru tekin hér en þriðja árið í Kína,“ lýsir hann og segir fjölda fólks hafa útskrifast á þeim tíu árum sem námið hefur verið í boði. Sumt vinni í opinberri þjónustu, annað sé hjá fyrirtækjum með tengsl við Kína. „Í ferðaþjónustu er kínverskumælandi fólk ómetanlegt vinnuafl, einhverjir eru í þeim bransa,“ segir hann. „Ákveðinn hópur hefur líka ákveðið að snúa ekki heim aftur frá Kína, heldur hefur ílengst þar.“ Magnús hefur stýrt Konfúsíusarstofnuninni á Íslandi í sex ár. Hann talar og skrifar kínversku á hverjum degi. „Ég dvaldi í Kína í ein sjö ár, bæði við nám og vinnu og lærði tungumálið þar. Kínverskan er vissulega ólík íslenskunni en ef áhugi er fyrir hendi er ekkert óyfirstíganlegt og þegar maður er aðeins búinn að ná taktinum og undirstöðuatriðunum er hún ekki eins erfið og hún hljómar og sýnist.“ Auk tónleikanna í Hörpu verður dagskrá í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands á morgun milli klukkan 16.30 og 17.30 sem öllum er opin endurgjaldslaust. Þar koma meðal annars fram kínverskir nemendur á tónlistarbraut, komnir um langan veg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira