Langar að prófa fjallaskíði 15. september 2018 10:00 Valdimar Kári æfir fótbolta og handbolta til skiptis. Vísir/Ernir Valdimar Kári er byrjaður að plana stórafmælið á mánudaginn. En hvernig? Við erum þrír strákar sem ætlum að halda upp á afmælin okkar saman og það er bíóafmæli. Við bjóðum öllum strákunum í árganginum okkar í Flataskóla. Hvaða mynd ætlið þið að sjá? Hún heitir The House with a Clock in Its Walls og fjallar um strák sem er nýorðinn munaðarlaus og fer þá til frænda síns og konunnar hans. Þar kemst hann að því að frændi hans er seiðkarl. Úúú … en spennandi. En hvað finnst þér skemmtilegast að læra í skólanum? Það er úr mörgu að velja en ég mundi segja stærðfræði. Mér finnst gaman í margföldun. Ertu íþróttagaur líka? Já, ég er í Stjörnunni og æfi fótbolta og handbolta til skiptis. En hvað um skíði? Ja, ég æfi nú ekki á skíðum í Stjörnunni en fer oft að renna mér á veturna, ef snjór er. Hef farið til útlanda í skíðaferðir, bæði Austurríkis og Ameríku. Mig langar að læra á gönguskíði, eins og mamma, og líka prófa fjallaskíði, þá getur maður farið upp brekkur á skíðunum. Hefurðu ferðast eitthvað í sumar? Já, ég fór til Majorka og er nýkominn heim. Ég fékk fullt af fötum, meira að segja afmælisgjöfina frá mömmu minni, það er nýr æfingabúningur Barselónaliðsins, hann er fjólublár með grænum röndum niður axlirnar og niður á olnboga. Ég má ekki nota hann fyrr en eftir afmælið. Við fórum að skoða tvo kastala og í risa vatnagarð. Stærsta rennibrautin er rosaleg, svona 125 metra há. Ég var mjög stressaður, ég er sko pínu lofthræddur. Hinrik, bróðir minn er samt enn lofthræddari en ég dró hann í hana. Svo var ótrúlegt útsýni úr veitingastað sem við fórum á síðasta kvöldið, snekkjur og skútur og lítil eyja. Ég þurfti að plata mömmu svolítið í lokin til að við bræðurnir gætum komið henni á óvart, því hún átti afmæli. Ég bað hana að hjálpa mér að leita að klósettinu og þá gat Hinrik pantað eftirrétt með stjörnuljósum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Valdimar Kári er byrjaður að plana stórafmælið á mánudaginn. En hvernig? Við erum þrír strákar sem ætlum að halda upp á afmælin okkar saman og það er bíóafmæli. Við bjóðum öllum strákunum í árganginum okkar í Flataskóla. Hvaða mynd ætlið þið að sjá? Hún heitir The House with a Clock in Its Walls og fjallar um strák sem er nýorðinn munaðarlaus og fer þá til frænda síns og konunnar hans. Þar kemst hann að því að frændi hans er seiðkarl. Úúú … en spennandi. En hvað finnst þér skemmtilegast að læra í skólanum? Það er úr mörgu að velja en ég mundi segja stærðfræði. Mér finnst gaman í margföldun. Ertu íþróttagaur líka? Já, ég er í Stjörnunni og æfi fótbolta og handbolta til skiptis. En hvað um skíði? Ja, ég æfi nú ekki á skíðum í Stjörnunni en fer oft að renna mér á veturna, ef snjór er. Hef farið til útlanda í skíðaferðir, bæði Austurríkis og Ameríku. Mig langar að læra á gönguskíði, eins og mamma, og líka prófa fjallaskíði, þá getur maður farið upp brekkur á skíðunum. Hefurðu ferðast eitthvað í sumar? Já, ég fór til Majorka og er nýkominn heim. Ég fékk fullt af fötum, meira að segja afmælisgjöfina frá mömmu minni, það er nýr æfingabúningur Barselónaliðsins, hann er fjólublár með grænum röndum niður axlirnar og niður á olnboga. Ég má ekki nota hann fyrr en eftir afmælið. Við fórum að skoða tvo kastala og í risa vatnagarð. Stærsta rennibrautin er rosaleg, svona 125 metra há. Ég var mjög stressaður, ég er sko pínu lofthræddur. Hinrik, bróðir minn er samt enn lofthræddari en ég dró hann í hana. Svo var ótrúlegt útsýni úr veitingastað sem við fórum á síðasta kvöldið, snekkjur og skútur og lítil eyja. Ég þurfti að plata mömmu svolítið í lokin til að við bræðurnir gætum komið henni á óvart, því hún átti afmæli. Ég bað hana að hjálpa mér að leita að klósettinu og þá gat Hinrik pantað eftirrétt með stjörnuljósum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira