María skoraði fyrir Chelsea í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2018 15:50 María Þórisdóttir. Vísir/Getty María Þórisdóttir var meðal markaskorara Chelsea í dag þegar liðið lagði grunninn að sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Chelsea vann þá 5-0 sigur á bosníska félaginu SFK 2000 í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum keppninnar en leikurin fór fram á Asim Ferhatovic Hase leikvanginum í Sarajevo. María skoraði þriðja marki Chelsea á 36. mínútu með viðstöðulausu skoti á fjærstönginni eftir flotta sendingu frá Erin Cuthbert.High-'s all-round here! What a first half performance this has been! 0-3 [41'] #CFCWpic.twitter.com/OfPPgt2bgZ — Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 12, 2018Þetta er fyrsta mark Maríu í Meistaradeildinni en hún er á sínu öðru tímabili með Lundúnaliðinu. Fyrstu tvö mörk Chelsea-liðsins skoruðu þær Drew Spence og Millie Bright. Chelsea er í frábærum málum fyrir seinni leikinn í London því hin kóreska Ji So-yun og hin finnska Adelina Engman bættu síðan við mörkum á lokamínútum leiksins. Chelsea fékk frábært færi til að bæta við marki á 81. mínútu en Fran Kirby lét þá verja frá sér vítaspyrnu. María spilaði í stöðu vinstri bakvarðar samkvæmt opinberu uppstillingunni á vef UEFA.It's 3-0 to the Blues#CFCWpic.twitter.com/MMu8qLTZeL — Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 12, 2018María er 25 ára gömul norsk landsliðskona en hún er hálfíslensk þar sem faðir hennar er handboltaþjálfarinn og Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson. María valdi það að spila fyrir norska landsliðið frekar en það íslenska og hefur spilað 30 landsleiki fyrir norska A-landsliðið. Hún opnaði markareikninginn sinn fyrir norska landsliðið á móti Skotlandi í janúar síðastliðnum.Here we go!#CFCWpic.twitter.com/2RctxN8NCU — Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 12, 2018 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Sjá meira
María Þórisdóttir var meðal markaskorara Chelsea í dag þegar liðið lagði grunninn að sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Chelsea vann þá 5-0 sigur á bosníska félaginu SFK 2000 í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum keppninnar en leikurin fór fram á Asim Ferhatovic Hase leikvanginum í Sarajevo. María skoraði þriðja marki Chelsea á 36. mínútu með viðstöðulausu skoti á fjærstönginni eftir flotta sendingu frá Erin Cuthbert.High-'s all-round here! What a first half performance this has been! 0-3 [41'] #CFCWpic.twitter.com/OfPPgt2bgZ — Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 12, 2018Þetta er fyrsta mark Maríu í Meistaradeildinni en hún er á sínu öðru tímabili með Lundúnaliðinu. Fyrstu tvö mörk Chelsea-liðsins skoruðu þær Drew Spence og Millie Bright. Chelsea er í frábærum málum fyrir seinni leikinn í London því hin kóreska Ji So-yun og hin finnska Adelina Engman bættu síðan við mörkum á lokamínútum leiksins. Chelsea fékk frábært færi til að bæta við marki á 81. mínútu en Fran Kirby lét þá verja frá sér vítaspyrnu. María spilaði í stöðu vinstri bakvarðar samkvæmt opinberu uppstillingunni á vef UEFA.It's 3-0 to the Blues#CFCWpic.twitter.com/MMu8qLTZeL — Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 12, 2018María er 25 ára gömul norsk landsliðskona en hún er hálfíslensk þar sem faðir hennar er handboltaþjálfarinn og Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson. María valdi það að spila fyrir norska landsliðið frekar en það íslenska og hefur spilað 30 landsleiki fyrir norska A-landsliðið. Hún opnaði markareikninginn sinn fyrir norska landsliðið á móti Skotlandi í janúar síðastliðnum.Here we go!#CFCWpic.twitter.com/2RctxN8NCU — Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 12, 2018
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Sjá meira