Mads Mikkelsen mætir á RIFF þar sem hann verður heiðraður Stefán Árni Pálsson skrifar 12. september 2018 14:30 María Thelma og Mads Mikkelsen leika saman í myndinni Artic. Vísir/Getty Hinn danski Mads Dittmann Mikkelsen varð heimsþekktur sem illmennið Le Chiffre í James Bond bíómyndinni Casino Royal árið 2006. Hann var þó löngu áður orðinn þekktur í Evrópu fyrir hæfileika sína í leiklist. Mads mun fá verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listrænan leik (Creative Excellence Award) en RIFF hátíðin hefst 27. september og lýkur 7. október. Mads mun mæta á opnun hátíðarinnar og vera á landinu til 2. október en þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Mads Mikkelsen fæddist í Østerbro í Kaupmannahöfn þann 22. nóvember 1965. Hann fór seint í leiklistina, hann lærði fimleika og fór í balletskóla í Gautaborg í Svíþjóð, og starfaði sem atvinnudansari í næstum áratug áður en hann sneri sér að leiklistinni. Hann sló fyrst í gegn í dönsku bíómyndinni Pusher (1996) þegar hann var 30 ára gamall. Sú mynd fór víða um Vesturlönd og vakti athygli á þessum sjarmerandi leikara. Mikkelsen hefur síðan þá leikið meðal annars Igor Stravinsky í frönsku myndinni Coco Chanel & Igor Stravinsky (2009) og hlutverk Lúkasar í dönsku myndinni Jagten (2012) eftir Thomas Vinterberg. Fyrir það hlutverk vann hann verðlaunin Besti leikari í aðalhlutverki í Cannes. Þá hefur hann fengið einróma lof fyrir hlutverk sitt sem Dr. Hannibal Lecter í sjónvarpsþáttaröðinni Hannibal. Þá var nýjasta myndin hans, Artic, öll tekin upp á Íslandi. Leikstjórinn er Joe Penna og verður hún frumsýnd í ár. Mads leikur aðalhlutverkið en næst stærsta hlutverkið er í höndum íslensku leikkonunnar Maríu Thelmu Smáradóttur. Myndin fjallar um mann á norðurslóðum sem bíður björgunar en þá brotlendir björgunarþyrlan og flugmaðurinn deyr og upphefst þá baráttan fyrir lífinu fyrir alvöru. Á RIFF hátíðinni verða sýndar myndir með honum í aðalhlutverki, meðal annars Menn & hænsni sem er bráðfyndin svört kómedía sem er leikstýrt af Óskarsverðlaunahafanum Anders Thomas Jensen. Einnig verða sýndar myndirnar Konunglegur kostur (Kongelige affære) sem gerist í Danmörk árið 1770 og Bjargræði (The Salvation) sem er mynd úr villta vestrinu í Bandaríkjunum með Mikkelsen í aðalhlutverki. Mads Mikkelsen mun taka þátt í umræðum eftir sýningu þessara mynda á hátíðinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Hinn danski Mads Dittmann Mikkelsen varð heimsþekktur sem illmennið Le Chiffre í James Bond bíómyndinni Casino Royal árið 2006. Hann var þó löngu áður orðinn þekktur í Evrópu fyrir hæfileika sína í leiklist. Mads mun fá verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listrænan leik (Creative Excellence Award) en RIFF hátíðin hefst 27. september og lýkur 7. október. Mads mun mæta á opnun hátíðarinnar og vera á landinu til 2. október en þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Mads Mikkelsen fæddist í Østerbro í Kaupmannahöfn þann 22. nóvember 1965. Hann fór seint í leiklistina, hann lærði fimleika og fór í balletskóla í Gautaborg í Svíþjóð, og starfaði sem atvinnudansari í næstum áratug áður en hann sneri sér að leiklistinni. Hann sló fyrst í gegn í dönsku bíómyndinni Pusher (1996) þegar hann var 30 ára gamall. Sú mynd fór víða um Vesturlönd og vakti athygli á þessum sjarmerandi leikara. Mikkelsen hefur síðan þá leikið meðal annars Igor Stravinsky í frönsku myndinni Coco Chanel & Igor Stravinsky (2009) og hlutverk Lúkasar í dönsku myndinni Jagten (2012) eftir Thomas Vinterberg. Fyrir það hlutverk vann hann verðlaunin Besti leikari í aðalhlutverki í Cannes. Þá hefur hann fengið einróma lof fyrir hlutverk sitt sem Dr. Hannibal Lecter í sjónvarpsþáttaröðinni Hannibal. Þá var nýjasta myndin hans, Artic, öll tekin upp á Íslandi. Leikstjórinn er Joe Penna og verður hún frumsýnd í ár. Mads leikur aðalhlutverkið en næst stærsta hlutverkið er í höndum íslensku leikkonunnar Maríu Thelmu Smáradóttur. Myndin fjallar um mann á norðurslóðum sem bíður björgunar en þá brotlendir björgunarþyrlan og flugmaðurinn deyr og upphefst þá baráttan fyrir lífinu fyrir alvöru. Á RIFF hátíðinni verða sýndar myndir með honum í aðalhlutverki, meðal annars Menn & hænsni sem er bráðfyndin svört kómedía sem er leikstýrt af Óskarsverðlaunahafanum Anders Thomas Jensen. Einnig verða sýndar myndirnar Konunglegur kostur (Kongelige affære) sem gerist í Danmörk árið 1770 og Bjargræði (The Salvation) sem er mynd úr villta vestrinu í Bandaríkjunum með Mikkelsen í aðalhlutverki. Mads Mikkelsen mun taka þátt í umræðum eftir sýningu þessara mynda á hátíðinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira