Hlutafé Primera Travel aukið um 2,4 milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. september 2018 07:30 Andri Már Ingólfsson er forstjóri Primera Travel Group sem rekur ferðaskrifstofur á Norðurlöndunum. Vísir/GVA Hlutafé Primera Travel Group var aukið um 18 milljónir evra, sem jafngildir 2,4 milljörðum króna miðað við núverandi gengi, fyrr á árinu. Félagið lauk fjárhagslegri endurskipulagningu í maí síðastliðnum sem fól meðal annars í sér að skuldum upp á 14,7 milljónir evra var breytt í hlutafé og þá var félaginu jafnframt lagt til nýtt hlutafé að fjárhæð 3,3 milljónir evra. Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group, segir árangursríkum viðsnúningi á rekstri félagsins nú lokið eftir þriggja ára langt ferli sem hafi falið í sér endurskipulagningu og samþættingu á sex fyrirtækjum í fimm löndum. Í kjölfar endurskipulagningarinnar er eigið fé 5,8 milljarðar, eiginfjárhlutfallið 33 prósent og heildareignir 18 milljarðar króna. Þá lækkuðu skuldir um 46,9 milljónir evra og nema nú 60,2 milljónum evra. Gert er ráð fyrir að félagið hagnist um 748 milljónir króna í ár en til samanburðar var rekstrarhagnaður félagsins 196 milljónir króna í fyrra. Félagið tapaði um 720 milljónum á síðasta ári en í kjölfar lokunar skrifstofa, uppsagna og niðurfærslu á eldri kerfum var viðskiptavild færð niður um 500 milljónir króna á árinu. Primera Travel Group rekur ferðaskrifstofur á Norðurlöndum, meðal annars Bravo Tours í Danmörku, Solresor í Svíþjóð, Solia í Noregi, Matkavekka í Finnlandi og Heimsferðir og Terranova hér á landi. Andri Már segir öll fyrirtæki félagsins hafa verið færð á nýjan tækni- og gagnagrunn en það hafi aukið beina sölu á vefnum úr 20 prósentum í 75 prósent af heildarsölu. Til þess að það væri hægt hafi þurft að stokka reksturinn upp frá grunni. „Ný tækni gefur gríðarleg tækifæri til vaxtar, þar sem félagið getur nú opnað fyrir sölu í fleiri löndum með lágmarksfjárfestingu. Á þessu ári verður opnað í Bretlandi og á árinu 2019 verður horft til fleiri markaða. Félagið á nú sínar eigin vefsölulausnir sem eru lykillinn að framtíðarsölu og tengingu við alla helstu birgja í heiminum, bæði í flugi og gistimöguleikum. Á næstu fimm árum mun nánast öll sala á ferðum eiga sér stað á vefnum og aðeins þau fyrirtæki sem geta boðið þjónustu sína með réttum tæknilausnum hafa möguleika til vaxtar,“ segir Andri Már. Hann nefnir að á síðustu þremur árum hafi þurft að endurskoða allan fastan kostnað félagsins. 55 skrifstofum hafi verið lokað í þremur löndum, 200 starfsmönnum verið sagt upp og ráða hafi þurft nýja stjórnendur. „Það tók heilu ári lengur að innleiða nýtt sölu- og bókunarkerfi en upphaflega var áætlað og á meðan þurftu félögin að reka tvöföld kerfi, sem var óhemju dýrt. Mikið af þessum kostnaði féll til á árunum 2016 og 2017. Þessum breytingum er nú lokið og er horft til 8 prósenta vaxtar á árinu 2018 og um 15 prósenta vaxtar á árinu 2019, þar sem möguleikar til vefsölu verða fullnýttir.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Hlutafé Primera Travel Group var aukið um 18 milljónir evra, sem jafngildir 2,4 milljörðum króna miðað við núverandi gengi, fyrr á árinu. Félagið lauk fjárhagslegri endurskipulagningu í maí síðastliðnum sem fól meðal annars í sér að skuldum upp á 14,7 milljónir evra var breytt í hlutafé og þá var félaginu jafnframt lagt til nýtt hlutafé að fjárhæð 3,3 milljónir evra. Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group, segir árangursríkum viðsnúningi á rekstri félagsins nú lokið eftir þriggja ára langt ferli sem hafi falið í sér endurskipulagningu og samþættingu á sex fyrirtækjum í fimm löndum. Í kjölfar endurskipulagningarinnar er eigið fé 5,8 milljarðar, eiginfjárhlutfallið 33 prósent og heildareignir 18 milljarðar króna. Þá lækkuðu skuldir um 46,9 milljónir evra og nema nú 60,2 milljónum evra. Gert er ráð fyrir að félagið hagnist um 748 milljónir króna í ár en til samanburðar var rekstrarhagnaður félagsins 196 milljónir króna í fyrra. Félagið tapaði um 720 milljónum á síðasta ári en í kjölfar lokunar skrifstofa, uppsagna og niðurfærslu á eldri kerfum var viðskiptavild færð niður um 500 milljónir króna á árinu. Primera Travel Group rekur ferðaskrifstofur á Norðurlöndum, meðal annars Bravo Tours í Danmörku, Solresor í Svíþjóð, Solia í Noregi, Matkavekka í Finnlandi og Heimsferðir og Terranova hér á landi. Andri Már segir öll fyrirtæki félagsins hafa verið færð á nýjan tækni- og gagnagrunn en það hafi aukið beina sölu á vefnum úr 20 prósentum í 75 prósent af heildarsölu. Til þess að það væri hægt hafi þurft að stokka reksturinn upp frá grunni. „Ný tækni gefur gríðarleg tækifæri til vaxtar, þar sem félagið getur nú opnað fyrir sölu í fleiri löndum með lágmarksfjárfestingu. Á þessu ári verður opnað í Bretlandi og á árinu 2019 verður horft til fleiri markaða. Félagið á nú sínar eigin vefsölulausnir sem eru lykillinn að framtíðarsölu og tengingu við alla helstu birgja í heiminum, bæði í flugi og gistimöguleikum. Á næstu fimm árum mun nánast öll sala á ferðum eiga sér stað á vefnum og aðeins þau fyrirtæki sem geta boðið þjónustu sína með réttum tæknilausnum hafa möguleika til vaxtar,“ segir Andri Már. Hann nefnir að á síðustu þremur árum hafi þurft að endurskoða allan fastan kostnað félagsins. 55 skrifstofum hafi verið lokað í þremur löndum, 200 starfsmönnum verið sagt upp og ráða hafi þurft nýja stjórnendur. „Það tók heilu ári lengur að innleiða nýtt sölu- og bókunarkerfi en upphaflega var áætlað og á meðan þurftu félögin að reka tvöföld kerfi, sem var óhemju dýrt. Mikið af þessum kostnaði féll til á árunum 2016 og 2017. Þessum breytingum er nú lokið og er horft til 8 prósenta vaxtar á árinu 2018 og um 15 prósenta vaxtar á árinu 2019, þar sem möguleikar til vefsölu verða fullnýttir.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira