Sverrir Ingi: Erfitt að eiga við Lukaku Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 21:57 Sverrir Ingi í baráttu við Romelu Lukaku í kvöld. Vísir/Vilhelm „Tilfinningarnar eru allt aðrar eftir þennan leik en hinn. Mér fannst liðið spila töluvert betur í dag en á laugardag. Leikurinn á laugardag var ekki ásættanlegur og við vissum það sjálfir. Við vorum staðráðnir í að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið og sýnt baráttu. Mér fannst við gera það,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við blaðamann Vísis eftir tapið gegn Belgum í kvöld. Sverrir sagði mörkin tvö sem Belgar skoruðu á stuttum tíma í fyrri hálfleik hafa drepið leikinn fyrir Ísland. „Munurinn á því í dag og á laugardaginn var að við hengdum ekki haus og duttum ekki í eitthvað sem við eigum að gera. Við leituðum að þriðja markinu sem hefðu opnað leikinn en náðum því ekki.“ Belgía er í þriðja sæti heimslista FIFA og því ljóst fyrir leik að um geysierfiða andstæðinga væri að ræða. „Belgía er lið í heimsklassa, með leikmenn sem spila með bestu liðum í heimi og líklega eitt besta landslið í heimi ásamt Frökkum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessi lið og við eigum sterka leikmenn inni sem geta skipt sköpum,“ sagði Sverrir en Ísland lék án Arons Einars Gunnarssonar, Alfreðs Finnbogasonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar í dag. „Það komu leikmenn inn sem gerðu vel og svo erum við með nýjan þjálfara. Þetta mun taka aðeins meiri tíma og við þurfum að vera þolinmóðir. Vonandi getum við nýtt þessa leiki í það að vera sem best undirbúnir fyrir það sem framundan er.“ Sverrir sagði Erik Hamrén þjálfara ekki hafa farið í neinar stórvægilegar breytingar fyrir leikina tvo gegn Sviss og Belgíu. „Auðvitað er hann með sínar hugmyndir um það hvernig við eigum að spila og það er erfitt að koma þeim í gegn þegar hann fær 3-4 æfingar fyrir fyrsta leik. Leikurinn á laugardag var eitthvað sem við vorum ekki sáttir við og við ákváðum í dag að fara aftur yfir grunnatriðin og það gekk til að byrja með í dag. Það var allt annað að sjá liðið í dag,“ bætti Sverrir við og var ekki mikið að þræta fyrir vítið sem hann fékk dæmt á sig í fyrri hálfleik þegar Belgar komust yfir. „Það er erfitt að eiga við Lukaku einn á einn. Hann kemst framfyrir mig og ég reyni að trufla hann, hvort sem það er víti eða ekki það veit ég ekki. Hann dæmir og það er lítið hægt að gera í því.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30 Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. 11. september 2018 20:54 Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
„Tilfinningarnar eru allt aðrar eftir þennan leik en hinn. Mér fannst liðið spila töluvert betur í dag en á laugardag. Leikurinn á laugardag var ekki ásættanlegur og við vissum það sjálfir. Við vorum staðráðnir í að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið og sýnt baráttu. Mér fannst við gera það,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við blaðamann Vísis eftir tapið gegn Belgum í kvöld. Sverrir sagði mörkin tvö sem Belgar skoruðu á stuttum tíma í fyrri hálfleik hafa drepið leikinn fyrir Ísland. „Munurinn á því í dag og á laugardaginn var að við hengdum ekki haus og duttum ekki í eitthvað sem við eigum að gera. Við leituðum að þriðja markinu sem hefðu opnað leikinn en náðum því ekki.“ Belgía er í þriðja sæti heimslista FIFA og því ljóst fyrir leik að um geysierfiða andstæðinga væri að ræða. „Belgía er lið í heimsklassa, með leikmenn sem spila með bestu liðum í heimi og líklega eitt besta landslið í heimi ásamt Frökkum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessi lið og við eigum sterka leikmenn inni sem geta skipt sköpum,“ sagði Sverrir en Ísland lék án Arons Einars Gunnarssonar, Alfreðs Finnbogasonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar í dag. „Það komu leikmenn inn sem gerðu vel og svo erum við með nýjan þjálfara. Þetta mun taka aðeins meiri tíma og við þurfum að vera þolinmóðir. Vonandi getum við nýtt þessa leiki í það að vera sem best undirbúnir fyrir það sem framundan er.“ Sverrir sagði Erik Hamrén þjálfara ekki hafa farið í neinar stórvægilegar breytingar fyrir leikina tvo gegn Sviss og Belgíu. „Auðvitað er hann með sínar hugmyndir um það hvernig við eigum að spila og það er erfitt að koma þeim í gegn þegar hann fær 3-4 æfingar fyrir fyrsta leik. Leikurinn á laugardag var eitthvað sem við vorum ekki sáttir við og við ákváðum í dag að fara aftur yfir grunnatriðin og það gekk til að byrja með í dag. Það var allt annað að sjá liðið í dag,“ bætti Sverrir við og var ekki mikið að þræta fyrir vítið sem hann fékk dæmt á sig í fyrri hálfleik þegar Belgar komust yfir. „Það er erfitt að eiga við Lukaku einn á einn. Hann kemst framfyrir mig og ég reyni að trufla hann, hvort sem það er víti eða ekki það veit ég ekki. Hann dæmir og það er lítið hægt að gera í því.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30 Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. 11. september 2018 20:54 Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30
Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. 11. september 2018 20:54
Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00