Martinez: Allt annað lið sem við mætum á morgun Anton Ingi Leifsson skrifar 10. september 2018 19:51 Martinez í viðtali við Stöð 2 í kvöld. vísir/skjáskot Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það verði allt annað íslenskt lið sem mætir til leiks á Laugardalsvelli á morgun. Ísland fær eitt besta landslið heims, Belgíu, í heimsókn í Laugardalinn á öðrum leikdegi Þjóðadeildarinnar. Ísland fékk skell gegn Sviss á laugardag. „Þetta verður erfiður leikur og það er alltaf erfitt að mæta liði eins og Íslandi þegar þeir fengu neikvæð úrslit í síðasta leik,” sagði Martinez í samtali við Stöð 2 Sport fyrir æfingu liðsins í kvöld. „Við vitum öll hvaða lið Ísland getur verið. Þeir hafa verið afar heillandi á síðustu tveimur stórmótum. Þeir mættu toppliðum á HM og gerðu vel og 2016 varð þetta lið númer tvö hjá líklega öllum sem horfa á fótbolta.” „Það sem gerðist í Sviss er eitthvað sem gerist í fótbolta af og til. Við vitum að á morgun munum við mæta allt öðru liði.” „Á laugardaginn var Ísland 3-0 undir áður en þeir vissu af og það var lítið sem þeir gátu gert í þessum mörkum. Mér fannst Sviss byrja leikinn frábærlega og höfðu mikil einstaklings gæði.” Martinez segir að liðið sé afar vel skipulagt og að þeir geti ógnað á marga vegu. „Að vera 3-0 yfir setur leikinn í allt aðra stöðu. Íslenska liðið er þekkt fyrir að vera mjög skipulagt í varnarleiknum og með góða leikmenn í skyndisóknum.” „Þeir geta komið þér á óvart á marga vegu svo við búumst við erfiðum leik á morgun eins og Króatía, Úkraína og Króatía og fleiri lið lentu í hérna í undankeppni HM 2018,” en sér hann áhrif Erik Hamren á liðinu? „Reynsla nýja stjórans er öflug á alþjóðavegu. Hver stjóri hefur sínar skoðanir og eru með mismunandi áherslur. Það er klárt að þetta lið tapar ekki því sem þeir voru góðir í á síðustu tveimur stórmótum.” Leikurinn er fyrsti leikur Belgíu í Þjóðadeildinni og Martinez er ánægður með þetta skref. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt skref. Þetta er betra en æfingaleikir og allir leikmenn skipta máli; þú getur fallið eða þú getur unnið medalíur.” „Nú sérðu löndin spila gegn liðum í kringum sig á heimslistanum svo að þetta er möguleiki á að sjá þitt lið keppa til sigurs sem við sáum ekki í æfingaleikjunum.” Þjóðadeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það verði allt annað íslenskt lið sem mætir til leiks á Laugardalsvelli á morgun. Ísland fær eitt besta landslið heims, Belgíu, í heimsókn í Laugardalinn á öðrum leikdegi Þjóðadeildarinnar. Ísland fékk skell gegn Sviss á laugardag. „Þetta verður erfiður leikur og það er alltaf erfitt að mæta liði eins og Íslandi þegar þeir fengu neikvæð úrslit í síðasta leik,” sagði Martinez í samtali við Stöð 2 Sport fyrir æfingu liðsins í kvöld. „Við vitum öll hvaða lið Ísland getur verið. Þeir hafa verið afar heillandi á síðustu tveimur stórmótum. Þeir mættu toppliðum á HM og gerðu vel og 2016 varð þetta lið númer tvö hjá líklega öllum sem horfa á fótbolta.” „Það sem gerðist í Sviss er eitthvað sem gerist í fótbolta af og til. Við vitum að á morgun munum við mæta allt öðru liði.” „Á laugardaginn var Ísland 3-0 undir áður en þeir vissu af og það var lítið sem þeir gátu gert í þessum mörkum. Mér fannst Sviss byrja leikinn frábærlega og höfðu mikil einstaklings gæði.” Martinez segir að liðið sé afar vel skipulagt og að þeir geti ógnað á marga vegu. „Að vera 3-0 yfir setur leikinn í allt aðra stöðu. Íslenska liðið er þekkt fyrir að vera mjög skipulagt í varnarleiknum og með góða leikmenn í skyndisóknum.” „Þeir geta komið þér á óvart á marga vegu svo við búumst við erfiðum leik á morgun eins og Króatía, Úkraína og Króatía og fleiri lið lentu í hérna í undankeppni HM 2018,” en sér hann áhrif Erik Hamren á liðinu? „Reynsla nýja stjórans er öflug á alþjóðavegu. Hver stjóri hefur sínar skoðanir og eru með mismunandi áherslur. Það er klárt að þetta lið tapar ekki því sem þeir voru góðir í á síðustu tveimur stórmótum.” Leikurinn er fyrsti leikur Belgíu í Þjóðadeildinni og Martinez er ánægður með þetta skref. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt skref. Þetta er betra en æfingaleikir og allir leikmenn skipta máli; þú getur fallið eða þú getur unnið medalíur.” „Nú sérðu löndin spila gegn liðum í kringum sig á heimslistanum svo að þetta er möguleiki á að sjá þitt lið keppa til sigurs sem við sáum ekki í æfingaleikjunum.”
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira