Lafðin sviptir hulunni af tökum á Downton Abbey-kvikmyndinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2018 18:46 Michelle Dockery leikur eina aðalpersónu þáttanna, lafði Mary Crawley. Vísir/Getty Tökur á nýrri kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey eru hafnar. Þessu greindi leikkonan Michelle Dockery frá á Instagram-reikningi sínum í dag en hún fer með hlutverk lafði Mary Crawley, einnar af aðalpersónum þáttanna – og kvikmyndarinnar nýju. „Og við erum byrjuð!“ skrifaði Dockery við myndina, sem virðist sýna hana í gervi lafðinnar. View this post on InstagramAnd...we’re off @downtonabbey_official A post shared by Michelle Dockery (@theladydockers) on Sep 10, 2018 at 9:01am PDT Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að sýningum á samnefndri þáttaröð var hætt árið 2015. Um miðjan júlí síðastliðinn var staðfest að framleiðsla á myndinni hæfist í sumar, og nú virðast tökur einnig hafnar. Frumsýningardagur hefur þó ekki enn verið staðfestur. Í Downton Abbey-kvikmyndinni verður áfram fylgst með Crawley-fjölskyldunni og starfsliði hennar þó að söguþráðurinn sé enn á huldu. Áðurnefnd Dockery, Maggie Smith og Hugh Bonneville munu öll snúa aftur í hlutverkum lafði Mary, ættmóðurinnar Violet og húsbóndans Roberts. Leikstjórinn Michael Engler leikstýrir myndinni og Julian Fellowes skrifar handritið. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hefja framleiðslu Downtown Abbey-kvikmyndar í sumar Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. júlí 2018 13:25 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Tökur á nýrri kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey eru hafnar. Þessu greindi leikkonan Michelle Dockery frá á Instagram-reikningi sínum í dag en hún fer með hlutverk lafði Mary Crawley, einnar af aðalpersónum þáttanna – og kvikmyndarinnar nýju. „Og við erum byrjuð!“ skrifaði Dockery við myndina, sem virðist sýna hana í gervi lafðinnar. View this post on InstagramAnd...we’re off @downtonabbey_official A post shared by Michelle Dockery (@theladydockers) on Sep 10, 2018 at 9:01am PDT Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að sýningum á samnefndri þáttaröð var hætt árið 2015. Um miðjan júlí síðastliðinn var staðfest að framleiðsla á myndinni hæfist í sumar, og nú virðast tökur einnig hafnar. Frumsýningardagur hefur þó ekki enn verið staðfestur. Í Downton Abbey-kvikmyndinni verður áfram fylgst með Crawley-fjölskyldunni og starfsliði hennar þó að söguþráðurinn sé enn á huldu. Áðurnefnd Dockery, Maggie Smith og Hugh Bonneville munu öll snúa aftur í hlutverkum lafði Mary, ættmóðurinnar Violet og húsbóndans Roberts. Leikstjórinn Michael Engler leikstýrir myndinni og Julian Fellowes skrifar handritið.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hefja framleiðslu Downtown Abbey-kvikmyndar í sumar Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. júlí 2018 13:25 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Hefja framleiðslu Downtown Abbey-kvikmyndar í sumar Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. júlí 2018 13:25