Áfengisgjöldin þungur baggi á litlum brugghúsum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2018 20:00 Fjöldi bjórgerða á Íslandi hefur ríflega þrefaldast á liðnum árum en bjórgerðarmenn segja lítil fyrirtæki eiga erfitt uppdráttar þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld. Þeir telja að lækka megi álögur á nýsköpunarfyrirtæki. Mikil gróska hefur verið í bjórgerð á Íslandi á síðustu árum en samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur fjöldi skráðra fyrirtækja í bjórgerð ríflega þrefaldast frá árinu 2008. Fjöldi skráðra bjórtegunda á Íslandi undanfarinn áratug.VísirÞau voru sex árið 2008 en nítján í fyrra. Ljóst er að fyrirtækin eru þó fleiri þar sem stærstu framleiðendurnir sem eru einnig í annarri framleiðslu eru ekki meðtaldir og ekki heldur allra minnstu einingarnar. Eigandi Reykjavík Brewing Co. og formaður samtaka handverksbrugghúsa segir brugghúsum á landsbyggðinni fjölga hratt. Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co.Vísir„Þau eru að þjóna sínu sveitarfélagi, eru að skapa atvinnu á svæðinu og laða til sín fólk. Ekki síst erlenda ferðamenn sem koma kannski gagngert í heimsókn í lítil sveitarfélög úti á landi til þess að upplifa stemninguna og fara í lítil brugghús," segir Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co. Hann segir rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja í bjórgerð erfitt þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld sem geti talið allt að 75% af framleiðslukostnaðinum við einn bjór hjá sér. „Það er heimild til þess í tilskipun frá Evrópusambandinu að lítil brugghús sem okkar fái allt að 50% niðurfellingu á áfengisgjöldum. Það eru dæmi um að þetta sé gert í öðrum Evrópulöndum þar sem eru há áfengisgjöld, líkt og í Noregi."Þórey Björk Halldórsdóttir og Ragnheiður Axel, eigendur Lady Brewery.VísirVinkonur sem stofnuðu örbrugghúsið Lady Brewery taka undir þetta og segja áfengisgjöldin þungan bagga á litlum fyrirtækjum. „Við erum að vinna með vöru sem er skattlögð áður en hún fer út úr húsi og áður en hún er jafnvel seld. Þetta eru fyrirfram greiddir skattar og þegar það er 300 til 400 króna skattur á hverjum seldum bjór skilar það sér í ótrúlega háu vöruverði," segir Ragnheiður Axel, annar eigenda Lady Brewery. Áfengi og tóbak Íslenskur bjór Viðskipti Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Fjöldi bjórgerða á Íslandi hefur ríflega þrefaldast á liðnum árum en bjórgerðarmenn segja lítil fyrirtæki eiga erfitt uppdráttar þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld. Þeir telja að lækka megi álögur á nýsköpunarfyrirtæki. Mikil gróska hefur verið í bjórgerð á Íslandi á síðustu árum en samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur fjöldi skráðra fyrirtækja í bjórgerð ríflega þrefaldast frá árinu 2008. Fjöldi skráðra bjórtegunda á Íslandi undanfarinn áratug.VísirÞau voru sex árið 2008 en nítján í fyrra. Ljóst er að fyrirtækin eru þó fleiri þar sem stærstu framleiðendurnir sem eru einnig í annarri framleiðslu eru ekki meðtaldir og ekki heldur allra minnstu einingarnar. Eigandi Reykjavík Brewing Co. og formaður samtaka handverksbrugghúsa segir brugghúsum á landsbyggðinni fjölga hratt. Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co.Vísir„Þau eru að þjóna sínu sveitarfélagi, eru að skapa atvinnu á svæðinu og laða til sín fólk. Ekki síst erlenda ferðamenn sem koma kannski gagngert í heimsókn í lítil sveitarfélög úti á landi til þess að upplifa stemninguna og fara í lítil brugghús," segir Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co. Hann segir rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja í bjórgerð erfitt þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld sem geti talið allt að 75% af framleiðslukostnaðinum við einn bjór hjá sér. „Það er heimild til þess í tilskipun frá Evrópusambandinu að lítil brugghús sem okkar fái allt að 50% niðurfellingu á áfengisgjöldum. Það eru dæmi um að þetta sé gert í öðrum Evrópulöndum þar sem eru há áfengisgjöld, líkt og í Noregi."Þórey Björk Halldórsdóttir og Ragnheiður Axel, eigendur Lady Brewery.VísirVinkonur sem stofnuðu örbrugghúsið Lady Brewery taka undir þetta og segja áfengisgjöldin þungan bagga á litlum fyrirtækjum. „Við erum að vinna með vöru sem er skattlögð áður en hún fer út úr húsi og áður en hún er jafnvel seld. Þetta eru fyrirfram greiddir skattar og þegar það er 300 til 400 króna skattur á hverjum seldum bjór skilar það sér í ótrúlega háu vöruverði," segir Ragnheiður Axel, annar eigenda Lady Brewery.
Áfengi og tóbak Íslenskur bjór Viðskipti Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent