John Oliver fékk íslenska leikara í harðort innslag um skuggahliðar Facebook Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2018 18:30 John Oliver sparaði ekki stóru orðin í innslaginu. Vísir/ Íslensku leikararnir Baltasar Breki Samper og Elísabet Skagfjörð komu við sögu í nýjasta þætti háðfuglsins John Oliver, Last Week Tonight, sem sýndur var á Stöð 2 í gær. Meginefni þáttarins að þessu sinni var Facebook og skuggahliðar samfélagsmiðilsins vinsæla.Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan í heild sinni, fer John Oliver afar hörðum orðum um Facebook á sinn einstaka hátt og líkti hann samfélagsmiðlinum við klósett.„Ég viðurkenni það reyndar að það að kalla Facebook klósett er ósanngjarnt fyrir klósettið. Facebook geymir úrganginn, deilir honum með vinum þínum og minnir þig á hann sjö árum seinna, á sama tíma og fyrirtækjum er leyft að stafla eigin úrgang fyrir framan þig,“ sagði Oliver sem virðist ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af Facebook.Meginefni innslagsins fjallaði um hvernig Facebook hefur verið nýtt í Mjanmar og víða til þess að dreifa röngum upplýsingum til þess að ýta undir ofbeldi, líkt og New York Times fjallaði skilmerkilega um fyrr á árinu.Elísabet og Baltasar Breki í hlutverkum sínum.Vísir/SkjáskotEn hvernig tengist þetta allt saman Íslandi? Jú, í lok innslagsins sýndi Oliver auglýsingu sem hann og aðstandendur þáttarins útbjuggu fyrir Facebook þar sem fyrirtækið er, að þeirra mati, sýnt í réttu ljósi. Farið var út um allan heim til þess að framleiða auglýsinguna og auðvitað vildu framleiðendurnir fá íslenska leikara til liðs sig við. Framleiðslufyrirtækið Snark var HBO innan handar við gerð íslenska hluta auglýsingarinnar og Eilífur Örn Þrastarson leikstýrði. Líkt og fyrr segir voru Baltasar Breki og Elísabet fengin til þess að leika og í auglýsingunni leika þau einstaklinga sem ýmist þykjast vera eitthað annað en þau eru á Facebook, eða þora ekki að segja hvað þeim í raun og veru finnst. „Getur einhver vinsamlegast útskýrt fyrir mér af hverju það sem Charlie Rose gerði var svo rangt?“ segir Elísabet í auglýsingunni en árið 2017 var sjónvarpsmaðurinn Rose sakaður um kynferðislegt áreiti í garð átta kvenna sem störfuðu fyrir eða vildu starfa fyrir Rose. Sem fyrr segir má sjá innslagið í heild sinni hér fyrir neðan en auglýsingin sem Baltasar Breki og Elísabet leika í hefst þegar 17 mínútur eru liðnar af innslaginu. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Íslensku leikararnir Baltasar Breki Samper og Elísabet Skagfjörð komu við sögu í nýjasta þætti háðfuglsins John Oliver, Last Week Tonight, sem sýndur var á Stöð 2 í gær. Meginefni þáttarins að þessu sinni var Facebook og skuggahliðar samfélagsmiðilsins vinsæla.Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan í heild sinni, fer John Oliver afar hörðum orðum um Facebook á sinn einstaka hátt og líkti hann samfélagsmiðlinum við klósett.„Ég viðurkenni það reyndar að það að kalla Facebook klósett er ósanngjarnt fyrir klósettið. Facebook geymir úrganginn, deilir honum með vinum þínum og minnir þig á hann sjö árum seinna, á sama tíma og fyrirtækjum er leyft að stafla eigin úrgang fyrir framan þig,“ sagði Oliver sem virðist ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af Facebook.Meginefni innslagsins fjallaði um hvernig Facebook hefur verið nýtt í Mjanmar og víða til þess að dreifa röngum upplýsingum til þess að ýta undir ofbeldi, líkt og New York Times fjallaði skilmerkilega um fyrr á árinu.Elísabet og Baltasar Breki í hlutverkum sínum.Vísir/SkjáskotEn hvernig tengist þetta allt saman Íslandi? Jú, í lok innslagsins sýndi Oliver auglýsingu sem hann og aðstandendur þáttarins útbjuggu fyrir Facebook þar sem fyrirtækið er, að þeirra mati, sýnt í réttu ljósi. Farið var út um allan heim til þess að framleiða auglýsinguna og auðvitað vildu framleiðendurnir fá íslenska leikara til liðs sig við. Framleiðslufyrirtækið Snark var HBO innan handar við gerð íslenska hluta auglýsingarinnar og Eilífur Örn Þrastarson leikstýrði. Líkt og fyrr segir voru Baltasar Breki og Elísabet fengin til þess að leika og í auglýsingunni leika þau einstaklinga sem ýmist þykjast vera eitthað annað en þau eru á Facebook, eða þora ekki að segja hvað þeim í raun og veru finnst. „Getur einhver vinsamlegast útskýrt fyrir mér af hverju það sem Charlie Rose gerði var svo rangt?“ segir Elísabet í auglýsingunni en árið 2017 var sjónvarpsmaðurinn Rose sakaður um kynferðislegt áreiti í garð átta kvenna sem störfuðu fyrir eða vildu starfa fyrir Rose. Sem fyrr segir má sjá innslagið í heild sinni hér fyrir neðan en auglýsingin sem Baltasar Breki og Elísabet leika í hefst þegar 17 mínútur eru liðnar af innslaginu.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira