Það var mikið stuð á æfingarsvæði Le Golf National-vellinum í Frakklandi í gær þar sem kylfingarnir gerðu sig klára fyrir Ryder Cup.
Rory McIlroy var mættur að taka æfingarhring ásamt félögum sínum í Evrópu-liðinu; þeim Sergio Garcia, Jon Rahm og Justin Rose.
Rory var í það miklu stuði að hann ákvað að henda í eitt gott Víkingaklapp með stuðningsmönnum evrópska liðsins sem voru mættir snemma í stúkuna í gær.
Á vef Ryder Cup má sjá myndbandið en einnig með því að smella hér. Ryder keppnin hefst í dag og verður að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni.

