KSÍ vill yfirbyggðan völl með opnanlegu þaki sem gæti borgað sig á áratug Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2018 13:49 Guðni Bergsson vill yfirbyggðan völl. fréttablaðið Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist vilja sjá nýjan Laugardalsvöll yfirbyggðan með opnanlegu þaki en slík framkvæmd gæti kostað átta milljarða samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Lagerdere Sports. Guðni greindi frá hug sínum og sambandsins á ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ í dag sem var haldin í samstarfi við breska sendiráðið og bresk-íslenska viðskiptaráðið. Þar voru mættir íþróttamálaráðherrar Íslands og Bretlands og nokkrir af færustu arkitektum Bretlands sem fóru yfir árangurinn sem þeir hafa náð í byggingu flottra valla og rekstur á þeim. „Ef við viljum viðhalda þessum árangri okkar verðum við að gera eitthvað við gamla góða völlinn okkar. Hann hefur þjónað okkur í 60 ár en eins góður og hann er þá skýlir hann okkur ekki frá veðri og vindum,“ sagði Guðni í ræðu sinni. „Ef við viljum halda áfram og komast lengra þurfum við betri og nútímalegri völl. Reynsla okkar Íslendinga að byggja velli er ekki mikil og því höfum við sótt ráðgjöf út fyrir landssteinanna.“ Guðni vísaði þar til fyrirtækisins Lagerdare Sports sem skilaði skýrslu um nýjan Laugardalsvöll í samstarfi við Borgarbrag. Út frá henni var skipaður starfshópur fólks frá KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkinu sem á að velja á milli þriggja hugmynda. Ein hugmyndin var að laga núverandi ástand Laugardalsvallar sem kostar um 600 milljónir, byggja nýjan völl án þaks sem kostar fimm milljarða króna og svo yfirbyggðan völl sem kostar átta milljarða króna. Nú þegar undankeppni EM er spiluð frá mars til mars getur Ísland hvorki byrjað undankeppnir fyrir Evrópumótin á heimavelli né endað á heimavelli vegna veðurs. „Þetta er ekki gott í þessari miklu samkeppni sem fótboltinn er. Við viljum byggja völl með opnanlegu þaki. Þá getum við ekki bara spilað heimaleiki okkar hvenær sem er heldur getum við líka nýtt hann fyrir stærri tónleika og ráðstefnur,“ segir Guðni. „Við teljum að með því að eyða meiri fjármunum með því að byggja þak yfir völlinn mun sá peningur sem fer í þakið skila sér til baka inn í hagkerfið á tíu árum,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist vilja sjá nýjan Laugardalsvöll yfirbyggðan með opnanlegu þaki en slík framkvæmd gæti kostað átta milljarða samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Lagerdere Sports. Guðni greindi frá hug sínum og sambandsins á ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ í dag sem var haldin í samstarfi við breska sendiráðið og bresk-íslenska viðskiptaráðið. Þar voru mættir íþróttamálaráðherrar Íslands og Bretlands og nokkrir af færustu arkitektum Bretlands sem fóru yfir árangurinn sem þeir hafa náð í byggingu flottra valla og rekstur á þeim. „Ef við viljum viðhalda þessum árangri okkar verðum við að gera eitthvað við gamla góða völlinn okkar. Hann hefur þjónað okkur í 60 ár en eins góður og hann er þá skýlir hann okkur ekki frá veðri og vindum,“ sagði Guðni í ræðu sinni. „Ef við viljum halda áfram og komast lengra þurfum við betri og nútímalegri völl. Reynsla okkar Íslendinga að byggja velli er ekki mikil og því höfum við sótt ráðgjöf út fyrir landssteinanna.“ Guðni vísaði þar til fyrirtækisins Lagerdare Sports sem skilaði skýrslu um nýjan Laugardalsvöll í samstarfi við Borgarbrag. Út frá henni var skipaður starfshópur fólks frá KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkinu sem á að velja á milli þriggja hugmynda. Ein hugmyndin var að laga núverandi ástand Laugardalsvallar sem kostar um 600 milljónir, byggja nýjan völl án þaks sem kostar fimm milljarða króna og svo yfirbyggðan völl sem kostar átta milljarða króna. Nú þegar undankeppni EM er spiluð frá mars til mars getur Ísland hvorki byrjað undankeppnir fyrir Evrópumótin á heimavelli né endað á heimavelli vegna veðurs. „Þetta er ekki gott í þessari miklu samkeppni sem fótboltinn er. Við viljum byggja völl með opnanlegu þaki. Þá getum við ekki bara spilað heimaleiki okkar hvenær sem er heldur getum við líka nýtt hann fyrir stærri tónleika og ráðstefnur,“ segir Guðni. „Við teljum að með því að eyða meiri fjármunum með því að byggja þak yfir völlinn mun sá peningur sem fer í þakið skila sér til baka inn í hagkerfið á tíu árum,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira