Halla Árnadóttir hefur verið ráðin forstöðumaður mannauðs- og launalausna hjá Origo. Þá hefur Ásta Guðmundsdóttir tekið við sem
forstöðumaður kerfisþjónustu hjá fyrirtækinu.
Í tilkynningu kemur fram að Halla sé með BS próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. „Hún hefur starfað sem ráðgjafi og vörustjóri hjá Viðskiptalausnum Origo og forvera þess fyrirtækis frá 2004.
Ásta er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og með MSc í verkefnastjórnun frá Lancaster University. Hún hefur starfað hjá Origo og forvera fyrirtækisins frá 2013 sem verkefnastjóri og hópstjóri í kerfisrekstri.
Origo er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Hjá fyrirtækinu starfa 450 manns.“
