Katrín bannar djamm á tíu ára afmæli hrunsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. september 2018 06:00 Geir flutti þjóðinni minnisstætt ávarp þann 6. október 2008. Stöð 2 Árshátíð Stjórnarráðsins sem halda átti 6. október næstkomandi hefur verið blásin af eftir afskipti tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir nokkurrar óánægju meðal starfsmanna vegna þessarar afskiptasemi ráðherranna af skemmtanahaldi starfsmanna, en það mun vera dagsetningin sem ráðherrunum hugnast ekki. Á umræddum degi verða tíu ár liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, flutti tilfinningaþrungið sjónvarpsávarp sem endaði á orðunum „Guð blessi Ísland“. Ávarpið markar í hugum flestra Íslendinga upphaf efnahagshrunsins. Ráðuneytin skiptast á að halda árshátíð Stjórnarráðsins og að þessu sinni var röðin komin að mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Er skipulagningin í höndum starfsmannafélags ráðuneytisins.Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir vilja ekki skemmta sér með öðru starfsfólki ráðuneytanna á tíu ára afmæli hrunsins.Fréttablaðið/Anton BrinkÞegar spurðist út um ráðuneytið að halda ætti árshátíðina 6. október mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hafa lýst áhyggjum af dagsetningunni við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hafi þær báðar í kjölfarið lýst andstöðu sinni við skipuleggjendur og lagt bann við því að árshátíðin yrði haldin umrætt kvöld. Hefur árshátíðinni því verið frestað fram á næsta vor. Björk Óttarsdóttir, formaður starfsmannafélags ráðuneytisins, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið sló á þráðinn en samkvæmt heimildum blaðsins hefur málið verið töluvert rætt á göngum menntamálaráðuneytisins. Furða einhverjir starfsmanna sig á þessari afskiptasemi ráðherranna tveggja og óþarfa viðkvæmni með dagsetninguna. Aðrir starfsmenn Stjórnarráðsins hafi hins vegar samúð með sjónarmiðum ráðherranna um að partístand æðstu ráðamanna þjóðarinnar á þessum degi myndi lýsa skeytingarleysi á þessum tímamótum. Atburðirnir fyrir tíu árum eru ráðherrunum tveimur eflaust minnisstæðir en Katrín var þingmaður í stjórnarandstöðu í október 2008 og varð ráðherra í minnihlutastjórninni sem tók við í lok janúar 2009. Lilja starfaði hins vegar sem sérfræðingur í Seðlabankanum þegar hrunið varð og ætla má að þessir dagar í október 2008 líði hvorugri þeirra úr minni. Hvorki Lilja né Katrín vildu hins vegar tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Næturlíf Tengdar fréttir Fimm ár frá ávarpi Geirs Haarde: „Guð blessi Ísland“ Í dag eru fimm ár síðan að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa Ísland. Oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október árið 2008, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. 6. október 2013 14:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Sjá meira
Árshátíð Stjórnarráðsins sem halda átti 6. október næstkomandi hefur verið blásin af eftir afskipti tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir nokkurrar óánægju meðal starfsmanna vegna þessarar afskiptasemi ráðherranna af skemmtanahaldi starfsmanna, en það mun vera dagsetningin sem ráðherrunum hugnast ekki. Á umræddum degi verða tíu ár liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, flutti tilfinningaþrungið sjónvarpsávarp sem endaði á orðunum „Guð blessi Ísland“. Ávarpið markar í hugum flestra Íslendinga upphaf efnahagshrunsins. Ráðuneytin skiptast á að halda árshátíð Stjórnarráðsins og að þessu sinni var röðin komin að mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Er skipulagningin í höndum starfsmannafélags ráðuneytisins.Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir vilja ekki skemmta sér með öðru starfsfólki ráðuneytanna á tíu ára afmæli hrunsins.Fréttablaðið/Anton BrinkÞegar spurðist út um ráðuneytið að halda ætti árshátíðina 6. október mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hafa lýst áhyggjum af dagsetningunni við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hafi þær báðar í kjölfarið lýst andstöðu sinni við skipuleggjendur og lagt bann við því að árshátíðin yrði haldin umrætt kvöld. Hefur árshátíðinni því verið frestað fram á næsta vor. Björk Óttarsdóttir, formaður starfsmannafélags ráðuneytisins, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið sló á þráðinn en samkvæmt heimildum blaðsins hefur málið verið töluvert rætt á göngum menntamálaráðuneytisins. Furða einhverjir starfsmanna sig á þessari afskiptasemi ráðherranna tveggja og óþarfa viðkvæmni með dagsetninguna. Aðrir starfsmenn Stjórnarráðsins hafi hins vegar samúð með sjónarmiðum ráðherranna um að partístand æðstu ráðamanna þjóðarinnar á þessum degi myndi lýsa skeytingarleysi á þessum tímamótum. Atburðirnir fyrir tíu árum eru ráðherrunum tveimur eflaust minnisstæðir en Katrín var þingmaður í stjórnarandstöðu í október 2008 og varð ráðherra í minnihlutastjórninni sem tók við í lok janúar 2009. Lilja starfaði hins vegar sem sérfræðingur í Seðlabankanum þegar hrunið varð og ætla má að þessir dagar í október 2008 líði hvorugri þeirra úr minni. Hvorki Lilja né Katrín vildu hins vegar tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Næturlíf Tengdar fréttir Fimm ár frá ávarpi Geirs Haarde: „Guð blessi Ísland“ Í dag eru fimm ár síðan að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa Ísland. Oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október árið 2008, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. 6. október 2013 14:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Sjá meira
Fimm ár frá ávarpi Geirs Haarde: „Guð blessi Ísland“ Í dag eru fimm ár síðan að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa Ísland. Oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október árið 2008, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. 6. október 2013 14:02
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent