Gunnar: Nenni ekki að tala meira um þennan KA-leik Benedikt Grétarsson skrifar 22. september 2018 20:05 Gunnar á hliðarlínunni á síðustu leiktíð. vísir/ernir Það mátti sjá á Gunnari Magnússyni, þjálfara Hauka, að honum var létt eftir 31-26 sigur hans manna gegn Akureyri í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Hauka í deildinni en lærisveinar Gunnars biðu afhroð í síðustu umferð gegn KA, 31-20. „Þetta er búin að vera löng vika og dagarnir hafa liðið hægt. Við erum búnir að bíða eftir að komast aftur á völlinn og svara fyrir síðasta leik. Það var bara hrikalega mikilvægt að ná í tvö stig og fá jafnframt fyrsta sigurinn í hús,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er bara ánægður með strákana.Þetta var þolinmæðisverk og vantaði alltaf herslumuninn að hrista þá af okkur. Alltaf þegar við fengum möguleikann, þá komu þeir aftur og gerðu okkur erfitt fyrir. Við náðum að halda haus allan leikinn og unnum þetta frekar sannfærandi að lokum.” Hvað skyldi hafa glatt Gunnar mest í þessum sigri? „Varnarleikurinn var góður og við náðum að refsa þeim í kjölfar sterkrar varnar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sóknarlega var þetta ágætt og við sáum margar góðar sóknir. Með örlítið betri nýtingu, hefðum við slitið þá fyrr af okkur en við sköpum fín færi og ég er bara sáttur.” Miklu munaði fyrir Hauka að fá Adam Hauk Baumruk sterkan inn í sóknina en hann hefur verið slakur hingað til. „Já, hann hefur verið góður á æfingum og ég veit alveg hvað hann getur. Ég setti hann í byrjunarliðið í dag og hann svaraði með góðum leik.” Fannst Gunnari umræðan eftir síðasta leik kannski snúast aðeins of mikið um hversu lélegir Haukar voru, frekar en að gefa KA verðskuldað hrós? „Við vorum bara lélegir í síðasta leik og sennilega var þetta einn lélegasti leikur sem ég hef lent í á mínum ferli sem þjálfari. KA menn voru frábærir en annars er ég bara að reyna að komast yfir þennan leik og nenni ekki mikið að tala meira um þennan KA-leik. Nú horfum við fram á veginn,“ sagði Gunnar einbeittur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira
Það mátti sjá á Gunnari Magnússyni, þjálfara Hauka, að honum var létt eftir 31-26 sigur hans manna gegn Akureyri í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Hauka í deildinni en lærisveinar Gunnars biðu afhroð í síðustu umferð gegn KA, 31-20. „Þetta er búin að vera löng vika og dagarnir hafa liðið hægt. Við erum búnir að bíða eftir að komast aftur á völlinn og svara fyrir síðasta leik. Það var bara hrikalega mikilvægt að ná í tvö stig og fá jafnframt fyrsta sigurinn í hús,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er bara ánægður með strákana.Þetta var þolinmæðisverk og vantaði alltaf herslumuninn að hrista þá af okkur. Alltaf þegar við fengum möguleikann, þá komu þeir aftur og gerðu okkur erfitt fyrir. Við náðum að halda haus allan leikinn og unnum þetta frekar sannfærandi að lokum.” Hvað skyldi hafa glatt Gunnar mest í þessum sigri? „Varnarleikurinn var góður og við náðum að refsa þeim í kjölfar sterkrar varnar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sóknarlega var þetta ágætt og við sáum margar góðar sóknir. Með örlítið betri nýtingu, hefðum við slitið þá fyrr af okkur en við sköpum fín færi og ég er bara sáttur.” Miklu munaði fyrir Hauka að fá Adam Hauk Baumruk sterkan inn í sóknina en hann hefur verið slakur hingað til. „Já, hann hefur verið góður á æfingum og ég veit alveg hvað hann getur. Ég setti hann í byrjunarliðið í dag og hann svaraði með góðum leik.” Fannst Gunnari umræðan eftir síðasta leik kannski snúast aðeins of mikið um hversu lélegir Haukar voru, frekar en að gefa KA verðskuldað hrós? „Við vorum bara lélegir í síðasta leik og sennilega var þetta einn lélegasti leikur sem ég hef lent í á mínum ferli sem þjálfari. KA menn voru frábærir en annars er ég bara að reyna að komast yfir þennan leik og nenni ekki mikið að tala meira um þennan KA-leik. Nú horfum við fram á veginn,“ sagði Gunnar einbeittur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira