RIFF er handan við hornið! 22. september 2018 09:15 Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin á næstu dögum. Í kvikmyndunum sem hafa verið valdar á hátíðina í ár er tekið á ýmsum málefnum á borð við flóttamenn, umhverfisáhrif, kynhneigð og fleira sem er í hávegum haft. Vissulega eitthvað sem vert er að kynna sér betur. Einnig eru ýmsir aðrir spennandi viðburðir á döfinni. Allar upplýsingar má finna á riff.is en Fréttablaðið tók saman smá leiðarvísi fyrir áhugasama. RIFF um alla borg RIFF sér um að gera hátíðina sýnilega sem flestum og koma hátíðinni til borgarbúanna. Í ár mun RIFF vera í samstarfi við The One Minutes sem er alþjóðlegt tengslanet helgað kvikmyndum. Frá árinu 1998 hafa The One Minutes framleitt og dreift yfir 17.000 vídeó verkum eftir listamenn frá yfir 120 löndum. Einnar mínútu myndirnar verða sýndar í nokkrum bókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu, Mandí, strætó og á fleiri stöðum. Hreyfimyndasmiðja Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir og Atli Arnarsson, höfundar stillukvikmyndarinnar Marglita marglyttan, halda hreyfimyndasmiðju fyrir einstaklinga átta ára og eldri á RIFF. Hreyfimyndasmiðjan er um tveggja klukkustunda löng og fá þátttakendur að gera sína eigin stillukvikmynd í smiðjunni. Skráning fer fram á heimasíðum bókasafnanna en smiðjurnar fara fram í Bókasafni Kópavogs 29. september frá kl. 14.00–16.00, í Borgarbókasafninu í Grófinni þann 7. október kl. 14.00–16.00 og í Bókasafni Seltjarnarness 6. október kl. 11.30–13.30. Flokkar kvikmynda á hátíðinni Um 100 kvikmyndir hafa verið sýndar á RIFF frá um 40 löndum frá upphafi. Kvikmyndunum er skipt upp í flokka til að hafa hátíðina sem aðgengilegasta. Flokkarnir eru: Erlendar stuttmyndir, Fyrir opnu hafi, Gulleggið, Heimildarmyndir, Ísland í brennidepli, Íslenskar stuttmyndir, LUX verðlaunin, Norðurslóðir, Önnur framtíð, Special screenings, Upprennandi meistari, Vitranir og Sjónarrönd: Eystrasaltslöndin. Leikarinn Mads Mikkelsen mun mæta á opnun hátíðarinnar og vera á landinu til 2. október. Mads mun fá verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listrænan leik. Meistaraspjall Á hátíðinni verða nokkrir meistaratímar eða master classes þar sem þekktir og fróðir kvikmyndagerðarmenn stýra umræðum um mikilvæg málefni eins og kvikmyndagerð og jafnrétti. Þannig verða sér umræður um kvikmyndagerð Jonas Mekas sem er kallaður guðfaðir bandaríska framúrstefnubíósins og nokkrir aðrir kvikmyndagerðarmenn fá sérumræður, einnig verður þema eins panelsins Konur og kvikmyndagerð. Sergei Loznitsa verður föstudaginn 28. september kl. 13.00 í Norræna húsinu. Í meistaraspjalli sínu einblínir Sergei Loznitsa á hvernig mörkin á milli skáldskapar og veruleika eru óðum að þurrkast út á tímum falsfrétta og síðsannleika. Til hliðsjónar hefur hann nýjustu mynd sína, Donbass, sem jafnframt er opnunarmynd RIFF í ár. Jonas Mekas verður fimmtudaginn 4. október kl. 13.00 í Norræna húsinu. Laila Palkanina verður fimmtudaginn 4. október kl. 14.45 í Norræna húsinu. Stefnumót við athugunarbíó Lailu Pakalnina í samstarfi við kvikmyndasmiðjuna RIFF Talent Lab. Birtist í Fréttablaðinu RIFF Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Í kvikmyndunum sem hafa verið valdar á hátíðina í ár er tekið á ýmsum málefnum á borð við flóttamenn, umhverfisáhrif, kynhneigð og fleira sem er í hávegum haft. Vissulega eitthvað sem vert er að kynna sér betur. Einnig eru ýmsir aðrir spennandi viðburðir á döfinni. Allar upplýsingar má finna á riff.is en Fréttablaðið tók saman smá leiðarvísi fyrir áhugasama. RIFF um alla borg RIFF sér um að gera hátíðina sýnilega sem flestum og koma hátíðinni til borgarbúanna. Í ár mun RIFF vera í samstarfi við The One Minutes sem er alþjóðlegt tengslanet helgað kvikmyndum. Frá árinu 1998 hafa The One Minutes framleitt og dreift yfir 17.000 vídeó verkum eftir listamenn frá yfir 120 löndum. Einnar mínútu myndirnar verða sýndar í nokkrum bókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu, Mandí, strætó og á fleiri stöðum. Hreyfimyndasmiðja Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir og Atli Arnarsson, höfundar stillukvikmyndarinnar Marglita marglyttan, halda hreyfimyndasmiðju fyrir einstaklinga átta ára og eldri á RIFF. Hreyfimyndasmiðjan er um tveggja klukkustunda löng og fá þátttakendur að gera sína eigin stillukvikmynd í smiðjunni. Skráning fer fram á heimasíðum bókasafnanna en smiðjurnar fara fram í Bókasafni Kópavogs 29. september frá kl. 14.00–16.00, í Borgarbókasafninu í Grófinni þann 7. október kl. 14.00–16.00 og í Bókasafni Seltjarnarness 6. október kl. 11.30–13.30. Flokkar kvikmynda á hátíðinni Um 100 kvikmyndir hafa verið sýndar á RIFF frá um 40 löndum frá upphafi. Kvikmyndunum er skipt upp í flokka til að hafa hátíðina sem aðgengilegasta. Flokkarnir eru: Erlendar stuttmyndir, Fyrir opnu hafi, Gulleggið, Heimildarmyndir, Ísland í brennidepli, Íslenskar stuttmyndir, LUX verðlaunin, Norðurslóðir, Önnur framtíð, Special screenings, Upprennandi meistari, Vitranir og Sjónarrönd: Eystrasaltslöndin. Leikarinn Mads Mikkelsen mun mæta á opnun hátíðarinnar og vera á landinu til 2. október. Mads mun fá verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listrænan leik. Meistaraspjall Á hátíðinni verða nokkrir meistaratímar eða master classes þar sem þekktir og fróðir kvikmyndagerðarmenn stýra umræðum um mikilvæg málefni eins og kvikmyndagerð og jafnrétti. Þannig verða sér umræður um kvikmyndagerð Jonas Mekas sem er kallaður guðfaðir bandaríska framúrstefnubíósins og nokkrir aðrir kvikmyndagerðarmenn fá sérumræður, einnig verður þema eins panelsins Konur og kvikmyndagerð. Sergei Loznitsa verður föstudaginn 28. september kl. 13.00 í Norræna húsinu. Í meistaraspjalli sínu einblínir Sergei Loznitsa á hvernig mörkin á milli skáldskapar og veruleika eru óðum að þurrkast út á tímum falsfrétta og síðsannleika. Til hliðsjónar hefur hann nýjustu mynd sína, Donbass, sem jafnframt er opnunarmynd RIFF í ár. Jonas Mekas verður fimmtudaginn 4. október kl. 13.00 í Norræna húsinu. Laila Palkanina verður fimmtudaginn 4. október kl. 14.45 í Norræna húsinu. Stefnumót við athugunarbíó Lailu Pakalnina í samstarfi við kvikmyndasmiðjuna RIFF Talent Lab.
Birtist í Fréttablaðinu RIFF Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira