Einungis fimm þúsund miðar seldir á leikinn gegn Sviss Anton Ingi Leifsson skrifar 9. október 2018 20:15 Klara var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir/skjáskot Miðasala á landsleik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku hefur farið hægt af stað. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2013 að það selst ekki upp einn, tveir og bingó á leik hjá karlalandsliðinu. „Á síðustu vináttulandsleikjum í júní gekk miðasalan hægt framan af og við vonum að það sé eins með þennan leik. Að hún fari hægt af stað en taki kipp þegar líða fer að leiknum,” sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ. „Auðvitað er byrjað að kólna. Haustið er byrjað að stríða okkur. Kannski bíða menn eftir að sjá hvernig viðrar en við erum að fá frábært lið í heimsókn. Það er búið að vera stígandi hjá okkur eftir HM.” „Við fengum skell en svo var stígandi í þessum eina leik ef svo er hægt að segja. Erfiður leikur framundan en vonandi munum við spýta í lófana og selja hvert einasta sætið á vellinum.” Laugardalsvöllur tekur um níu þúsund manns í sæti en á leikinn gegn Sviss í næstu viku hafa selst fimm þúsund miðar. „Það eru fimm þúsund miðar farnir út. Það eru fimm þúsund manns sem eru búnir að lýsa yfir þeim áhuga að koma á leikinn sama hvernig viðrar. Því ber auðvitað að fagna. Dýrustu miðarnir eru að fara fyrst, þeir sem eru næst miðju, og það eru væntanlega gallharðir stuðningsmenn sem mæta.” Klara er viss um að það seljist upp því hún segir að hver fari að verða síðastur til að sjá fótbolta á íslenskri grundu þetta árið. „Já, það þýðir ekkert annað. Við erum með heimklassa leikmenn við sjálf og við eigum að mæta til að horfa á okkar lið. Við erum að fá skemmtilegt lið í heimsókn og næst síðasti landsleikur ársins. U21-árs liðið á tvo leiki eftir svo það fer hver að vera síðastur að horfa á leik hér heimi á þessu ári.” Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Strákarnir æfðu í rjómablíðu í Frakklandi Allir leikmenn íslenska landsliðsins fyrir utan Emil Hallfreðsson tóku þátt í æfingu liðsins í Saint-Brieuc í morgun. 9. október 2018 10:19 Rúnar Már: Líklega misst af lestinni að komast í enska boltann Rúnar Már S. Sigurjónsson hefur staðið sig vel með Grasshopper í Sviss og er orðinn fyrirliði liðsins. Hann er nú mættur með landsliðinu til Frakklands með sjálfstraustið í góðu standi. 9. október 2018 10:00 Sverrir Ingi: Fólk hefur rétt á sínum skoðunum Sverrir Ingi Ingason og félagar í vörn íslenska landsliðsins hafa fengið sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni þar sem andstæðingar Íslands röðuðu inn mörkum. 9. október 2018 14:00 Emil var sprautaður í hnéð og getur ekki æft Emil Hallfreðsson sat einn á hliðarlínunni á æfingu landsliðsins í dag og virðist fátt benda til þess að hann verði með í leiknum gegn Frökkum á fimmtudag. 9. október 2018 15:30 Hamrén í ítarlegu viðtali: Það var gott að deila því hvernig mér leið Erik Hamrén landsliðsþjálfari settist niður með blaðamanna Vísis í Frakklandi í dag og fór yfir fyrstu vikurnar í starfi sem hafa ekki verið auðveldar. 9. október 2018 19:30 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Miðasala á landsleik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku hefur farið hægt af stað. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2013 að það selst ekki upp einn, tveir og bingó á leik hjá karlalandsliðinu. „Á síðustu vináttulandsleikjum í júní gekk miðasalan hægt framan af og við vonum að það sé eins með þennan leik. Að hún fari hægt af stað en taki kipp þegar líða fer að leiknum,” sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ. „Auðvitað er byrjað að kólna. Haustið er byrjað að stríða okkur. Kannski bíða menn eftir að sjá hvernig viðrar en við erum að fá frábært lið í heimsókn. Það er búið að vera stígandi hjá okkur eftir HM.” „Við fengum skell en svo var stígandi í þessum eina leik ef svo er hægt að segja. Erfiður leikur framundan en vonandi munum við spýta í lófana og selja hvert einasta sætið á vellinum.” Laugardalsvöllur tekur um níu þúsund manns í sæti en á leikinn gegn Sviss í næstu viku hafa selst fimm þúsund miðar. „Það eru fimm þúsund miðar farnir út. Það eru fimm þúsund manns sem eru búnir að lýsa yfir þeim áhuga að koma á leikinn sama hvernig viðrar. Því ber auðvitað að fagna. Dýrustu miðarnir eru að fara fyrst, þeir sem eru næst miðju, og það eru væntanlega gallharðir stuðningsmenn sem mæta.” Klara er viss um að það seljist upp því hún segir að hver fari að verða síðastur til að sjá fótbolta á íslenskri grundu þetta árið. „Já, það þýðir ekkert annað. Við erum með heimklassa leikmenn við sjálf og við eigum að mæta til að horfa á okkar lið. Við erum að fá skemmtilegt lið í heimsókn og næst síðasti landsleikur ársins. U21-árs liðið á tvo leiki eftir svo það fer hver að vera síðastur að horfa á leik hér heimi á þessu ári.”
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Strákarnir æfðu í rjómablíðu í Frakklandi Allir leikmenn íslenska landsliðsins fyrir utan Emil Hallfreðsson tóku þátt í æfingu liðsins í Saint-Brieuc í morgun. 9. október 2018 10:19 Rúnar Már: Líklega misst af lestinni að komast í enska boltann Rúnar Már S. Sigurjónsson hefur staðið sig vel með Grasshopper í Sviss og er orðinn fyrirliði liðsins. Hann er nú mættur með landsliðinu til Frakklands með sjálfstraustið í góðu standi. 9. október 2018 10:00 Sverrir Ingi: Fólk hefur rétt á sínum skoðunum Sverrir Ingi Ingason og félagar í vörn íslenska landsliðsins hafa fengið sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni þar sem andstæðingar Íslands röðuðu inn mörkum. 9. október 2018 14:00 Emil var sprautaður í hnéð og getur ekki æft Emil Hallfreðsson sat einn á hliðarlínunni á æfingu landsliðsins í dag og virðist fátt benda til þess að hann verði með í leiknum gegn Frökkum á fimmtudag. 9. október 2018 15:30 Hamrén í ítarlegu viðtali: Það var gott að deila því hvernig mér leið Erik Hamrén landsliðsþjálfari settist niður með blaðamanna Vísis í Frakklandi í dag og fór yfir fyrstu vikurnar í starfi sem hafa ekki verið auðveldar. 9. október 2018 19:30 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Strákarnir æfðu í rjómablíðu í Frakklandi Allir leikmenn íslenska landsliðsins fyrir utan Emil Hallfreðsson tóku þátt í æfingu liðsins í Saint-Brieuc í morgun. 9. október 2018 10:19
Rúnar Már: Líklega misst af lestinni að komast í enska boltann Rúnar Már S. Sigurjónsson hefur staðið sig vel með Grasshopper í Sviss og er orðinn fyrirliði liðsins. Hann er nú mættur með landsliðinu til Frakklands með sjálfstraustið í góðu standi. 9. október 2018 10:00
Sverrir Ingi: Fólk hefur rétt á sínum skoðunum Sverrir Ingi Ingason og félagar í vörn íslenska landsliðsins hafa fengið sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni þar sem andstæðingar Íslands röðuðu inn mörkum. 9. október 2018 14:00
Emil var sprautaður í hnéð og getur ekki æft Emil Hallfreðsson sat einn á hliðarlínunni á æfingu landsliðsins í dag og virðist fátt benda til þess að hann verði með í leiknum gegn Frökkum á fimmtudag. 9. október 2018 15:30
Hamrén í ítarlegu viðtali: Það var gott að deila því hvernig mér leið Erik Hamrén landsliðsþjálfari settist niður með blaðamanna Vísis í Frakklandi í dag og fór yfir fyrstu vikurnar í starfi sem hafa ekki verið auðveldar. 9. október 2018 19:30