Óslökkvandi sköpunarkraftur Jóns Ásgeirssonar Jónas Sen skrifar 9. október 2018 06:45 Jón Ásgeirsson. Meistarinn er orðinn níræður. Fréttablaðið/Anton Brink Verk eftir Jón Ásgeirsson. Flytjendur: Valdís Gregory, Agnes Thorsteins, Þorsteinn F. Sigurðsson, Ágúst Ólafsson og Guðríður St. Sigurðardóttir. Salurinn í Kópavogi Sunnudaginn 7. október Mínar fyrstu minningar af Jóni Ásgeirssyni tónskáldi eru úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann kenndi hljómfræði og ég var í tímum hjá honum. Flygill var í kennslustofunni og Jón spilaði tóndæmin á hann. Ásláttur hans var óvanalega þungur, svo mjög að gárungar töluðu um að hinn endinn á flyglinum lyftist alltaf upp þegar hann spilaði. Kannski lá honum bara svona mikið á hjarta. Nú þegar hann fagnar níræðisafmæli er tónlist hans í hávegum höfð. Á tónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn var birtur þverskurður af söngverkum hans, sem oftar en ekki hafa slegið í gegn hjá þjóðinni. Hver þekkir ekki Maístjörnuna, Hjá lygnri móðu eða Vísur Vatnsenda-Rósu? Jón hefur samið músík síðan hann var barn að aldri og bara einsöngslögin hans eru um 90 talsins. Að meðaltali er það eitt lag á ári síðan hann fæddist! Á tónleikunum í Salnum komu fram fjórir söngvarar. Þetta voru þau Valdís Gregory sópran, Agnes Thorsteins mezzósópran, Þorsteinn F. Sigurðsson tenór og Ágúst Ólafsson baríton. Þau sungu fyrst a capella, þ.e. án undirspils, Vorvísu við ljóð Halldórs Laxness. Heildarhljómurinn var tær og bjartur, nákvæmur og agaður, túlkunin gædd viðeigandi ferskleika og lífi. Í næsta lagi steig píanóleikari kvöldsins fram, sem var Guðríður St. Sigurðardóttir. Hún spilaði í flestum atriðum dagskrárinnar eftir það. Leikur hennar var ávallt réttur og fagmannlegur, allar nótur voru á sínum stað og hún fylgdi söngvurunum af kostgæfni. Valdís söng prýðilega. Hún hefur skæra og fallega rödd, söngur hennar var ætíð tilfinningaþrunginn og sannfærandi. Agnes stóð sig líka vel, þótt stundum hafi skort nákvæmni í aríu Steinunnar í óperunni Galdra-Lofti. Hún hefur kröftuga rödd og glæsilega og söngur hennar hljómaði í langflestum tilvikum ágætlega. Karlmennirnir voru sömuleiðis flottir. Eitt magnaðasta atriði tónleikanna var dúettinn Ertu reiðubúinn úr Galdra-Lofti. Tónlistin var áleitin, þróttmikill söngurinn var hnitmiðaður og dásamlegur; útkoman var í fremstu röð. Jón hefur ekki bara samið einsöngslög, hann á að baki fjórar óperur og sú fimmta er á teikniborðinu. Þrymskviða eftir hann var frumflutt 1974 og var fyrsta íslenska óperan í fullri lengd. Gaman var að heyra glefsur úr þremur óperum hans á tónleikunum. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð neina af þessum óperum í heildarflutningi, en aríur og kórar úr þeim hafa oft heyrst á tónleikum. Einkennismerki þeirra allra eru grípandi laglínur. Þegar tónskáld samtímans voru að eltast við ýmiss konar stefnur sem féllu lítt í kramið hjá almenningi fór Jón sínar eigin leiðir og hélt sig við melódíuna. Kannski uppskar hann fyrir vikið ákveðna útskúfun hjá kollegum sínum og ekki hjálpaði að hann var öflugur tónlistargagnrýnandi, sem skapar mönnum sjaldnast vinsældir. En hvar er tískutónlist gærdagsins nú? Hún er í mörgum tilvikum gleymd og aðeins til í sögubókum. Ólíkt henni held ég að tónlist Jóns muni lifa á tónleikum um ókomna tíð. Sunnudagskvöldið í Salnum þar sem tónleikagestir stóðu á fætur til að votta Jóni virðingu sína eru um það sterk vísbending. Niðurstaða: Vandaðir tónleikar með dásamlegri tónlist. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Verk eftir Jón Ásgeirsson. Flytjendur: Valdís Gregory, Agnes Thorsteins, Þorsteinn F. Sigurðsson, Ágúst Ólafsson og Guðríður St. Sigurðardóttir. Salurinn í Kópavogi Sunnudaginn 7. október Mínar fyrstu minningar af Jóni Ásgeirssyni tónskáldi eru úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann kenndi hljómfræði og ég var í tímum hjá honum. Flygill var í kennslustofunni og Jón spilaði tóndæmin á hann. Ásláttur hans var óvanalega þungur, svo mjög að gárungar töluðu um að hinn endinn á flyglinum lyftist alltaf upp þegar hann spilaði. Kannski lá honum bara svona mikið á hjarta. Nú þegar hann fagnar níræðisafmæli er tónlist hans í hávegum höfð. Á tónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn var birtur þverskurður af söngverkum hans, sem oftar en ekki hafa slegið í gegn hjá þjóðinni. Hver þekkir ekki Maístjörnuna, Hjá lygnri móðu eða Vísur Vatnsenda-Rósu? Jón hefur samið músík síðan hann var barn að aldri og bara einsöngslögin hans eru um 90 talsins. Að meðaltali er það eitt lag á ári síðan hann fæddist! Á tónleikunum í Salnum komu fram fjórir söngvarar. Þetta voru þau Valdís Gregory sópran, Agnes Thorsteins mezzósópran, Þorsteinn F. Sigurðsson tenór og Ágúst Ólafsson baríton. Þau sungu fyrst a capella, þ.e. án undirspils, Vorvísu við ljóð Halldórs Laxness. Heildarhljómurinn var tær og bjartur, nákvæmur og agaður, túlkunin gædd viðeigandi ferskleika og lífi. Í næsta lagi steig píanóleikari kvöldsins fram, sem var Guðríður St. Sigurðardóttir. Hún spilaði í flestum atriðum dagskrárinnar eftir það. Leikur hennar var ávallt réttur og fagmannlegur, allar nótur voru á sínum stað og hún fylgdi söngvurunum af kostgæfni. Valdís söng prýðilega. Hún hefur skæra og fallega rödd, söngur hennar var ætíð tilfinningaþrunginn og sannfærandi. Agnes stóð sig líka vel, þótt stundum hafi skort nákvæmni í aríu Steinunnar í óperunni Galdra-Lofti. Hún hefur kröftuga rödd og glæsilega og söngur hennar hljómaði í langflestum tilvikum ágætlega. Karlmennirnir voru sömuleiðis flottir. Eitt magnaðasta atriði tónleikanna var dúettinn Ertu reiðubúinn úr Galdra-Lofti. Tónlistin var áleitin, þróttmikill söngurinn var hnitmiðaður og dásamlegur; útkoman var í fremstu röð. Jón hefur ekki bara samið einsöngslög, hann á að baki fjórar óperur og sú fimmta er á teikniborðinu. Þrymskviða eftir hann var frumflutt 1974 og var fyrsta íslenska óperan í fullri lengd. Gaman var að heyra glefsur úr þremur óperum hans á tónleikunum. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð neina af þessum óperum í heildarflutningi, en aríur og kórar úr þeim hafa oft heyrst á tónleikum. Einkennismerki þeirra allra eru grípandi laglínur. Þegar tónskáld samtímans voru að eltast við ýmiss konar stefnur sem féllu lítt í kramið hjá almenningi fór Jón sínar eigin leiðir og hélt sig við melódíuna. Kannski uppskar hann fyrir vikið ákveðna útskúfun hjá kollegum sínum og ekki hjálpaði að hann var öflugur tónlistargagnrýnandi, sem skapar mönnum sjaldnast vinsældir. En hvar er tískutónlist gærdagsins nú? Hún er í mörgum tilvikum gleymd og aðeins til í sögubókum. Ólíkt henni held ég að tónlist Jóns muni lifa á tónleikum um ókomna tíð. Sunnudagskvöldið í Salnum þar sem tónleikagestir stóðu á fætur til að votta Jóni virðingu sína eru um það sterk vísbending. Niðurstaða: Vandaðir tónleikar með dásamlegri tónlist.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira