Gengu út af alþjóðaþingi lækna í Hörpu vegna meints ritstuldar og fóru í jöklaferð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. október 2018 09:00 Aðalfundurinn var haldinn í Hörpu í síðustu viku. Fréttablaðið/anton brink Sendinefnd Læknafélags Kanada gekk út af aðalfundi Alþjóðafélags lækna sem haldinn var í Hörpu í síðustu viku. Sendinefndin sakaði forseta félagsins um ritstuld og krafðist þess að hann segði af sér. Þegar ljóst varð að það myndi ekki gerast var tilkynnt að kanadíska félagið myndi segja sig úr alþjóðafélaginu og fór sendinefndin í jöklaferð í stað þess að halda áfram störfum á aðalfundinum.Greint var frá þessu í kanadískum fjölmiðlum um helgina en í samtali við Vísi segir Jón G. Snædal, yfirlæknir öldrunarlækna á Landspítalanum og forseti ráðstefnu um læknisfræðilega siðfræði sem haldin var samhliða ársfundinum að málið hafi sett svip sinn á aðalfundinn sem að hafi að öðru leyti gengið vel.Málið má rekja til þess að forseti samtakanna, Ísraelsmaðurinn Leonid Eidelman, hélt ræðu á setningarathöfn aðalfundarins. Fór hún fyrir brjóstið á fulltrúum kanadíska læknafélagsins.Jón G. Snædal.Fundu tölvu til að leita að frekari sönnunum um ritstuld „Skyndilega heyrði ég afar kunnugleg orð. Ég sneri mér að sætisfélaga mínum og sagði: Þetta er ræðan mín,“ sagði Chris Simpson, einn af nefndarmönnum kanadísku sendinefndarinnar í samtali við The Globe and Mail. „Ég gat talað með ræðunni. Þetta var súrrealískt.“Í frétt The Globe and The Mail segir að Kanadamennirnir hafi því næst fundið sér tölvu og þannig hafi þeir fundið fleiri kafla úr ræðunni sem þeir telja að Eidelman hafi stolið og nýtt sér, án þess að geta heimilda. „Daginn eftir er aðalfundurinn sjálfur þar sem er verið að fjalla um ýmisleg málefni. Þegar hann er að byrja þá kveða Kanadamenn sér hljóðs,“ segir Jón í samtali við Vísi. Þar kynntu niðurstöður um hinn meinta ritstuld forsetans fyrir þingheimi og lögðu fram ýmis gögn máli sínu til stuðnings. „Síðan komu þeir í kjölfarið með kröfu um að hann segði af sér, ellegar þeir myndu segja sér úr samtökunum. Þetta kom eins og köld vatnsgusa framan í þingheim,“ segir Jón.Fyrirsögn fréttar The Globe and Mail í Kanada vegna málsins.Mynd/Skjáskot.Baðst afsökunar en það var ekki nóg Fundinum var frestað á meðan stjórn samtakanna skoðaði málið. Í millitíðinni baðst Eidelman afsökunar á því að hafa notað hluta úr annarra manna ræðum án þess að geta heimilda. Var ákveðið að taka þá afsökunarbeiðni til greina og láta þar við sitja. Þetta gátu Kanadamennirnir hins vegar ekki sætt sig við og yfirgáfu svæðið. Í frétt Globe and the Mail segir að Kanadamennirnir hafi nýtt tímann sem varð til við úrsögnina úr samtökunum til þess að fara í jöklaferð. Stuttu seinna gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það hefði sagt sig úr Alþjóðafélagi lækna. „Þetta var bara uppþot,“ segir Jón um framgöngu Kanadamanna á fundinum og að fundargestir hafi margir hverjir orðið furðu lostnir yfir kröfu þeirra um afsögn formannsins. Enginn fundargestur hafi séð sér fært að styðja kröfu þeirra um afsögn forsetans „Menn fóru frá því að vera alveg hissa yfir í það að vera í losti,“ segir Jón. Þá telur hann að útskýra megi ritstuldinn sem forsetinn var sakaður um og baðst afsökunar á með tilliti til þess að hann sé ekki mikill enskumaður og hafi því treyst á aðra til að setja saman ræðuna. Hann hafi sett fram ákveðnar hugsanir sem hann vildi að kæmu fram en aðrir hafi sett ræðuna saman á ensku fyrir forsetann.Fundargestir fengu mikla norðurljósasýningu.Vísir/VilhelmMiklir prinsippmenn en norðurljósin hjálpuðu til Þá segir Jón að miðað við sín kynni af nefndarmönnum sendinefndar Kanada séu þar á ferð miklir prinsippmenn sem gefi ekki afslátt af slíkum málum. Þá geti það einnig spilað inn í að á undanförnum árum hafi Kanadamennirnir orðið undir í kosningum í nefndir auk þess sem þeir hafi verið gagnrýnir á sumt í starfi Alþjóðafélagsins.Þá telur Jón að í ljósi þess að enginn hafi stutt kröfu Kanadamannanna muni málið líklega ekki hafa mikil áhrif á félagið en það muni líklega lita forsetatíð Eidelmans sem gegnir starfinu þangað til á næsta aðalfundi, eftir um eitt ár.Eftir að Kanadamennirnir yfirgáfu Hörpu héldu venjuleg aðalfundarstörf áfram og segir Jón að fundurinn hafi gengið mjög vel en alls voru fulltrúar 60 samtaka á fundinum. Þetta er í fyrsta skipti sem aðalfundurinn er haldinn á Íslandi en Læknafélag Íslands er eitt af stofnfélögum Alþjóðafélags lækna. Segist Jón vona að Íslandsfundarins verði ekki helst minnst fyrir uppþot kanadísku læknanna.Þar kunni norðurljósin að hafa hjálpað eitthvað til en fundargestir sem komu til Íslands fengu mikla norðurljósasýningu að sögn Jóns sem þeir hafi haft mikla ánægju af. Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Sendinefnd Læknafélags Kanada gekk út af aðalfundi Alþjóðafélags lækna sem haldinn var í Hörpu í síðustu viku. Sendinefndin sakaði forseta félagsins um ritstuld og krafðist þess að hann segði af sér. Þegar ljóst varð að það myndi ekki gerast var tilkynnt að kanadíska félagið myndi segja sig úr alþjóðafélaginu og fór sendinefndin í jöklaferð í stað þess að halda áfram störfum á aðalfundinum.Greint var frá þessu í kanadískum fjölmiðlum um helgina en í samtali við Vísi segir Jón G. Snædal, yfirlæknir öldrunarlækna á Landspítalanum og forseti ráðstefnu um læknisfræðilega siðfræði sem haldin var samhliða ársfundinum að málið hafi sett svip sinn á aðalfundinn sem að hafi að öðru leyti gengið vel.Málið má rekja til þess að forseti samtakanna, Ísraelsmaðurinn Leonid Eidelman, hélt ræðu á setningarathöfn aðalfundarins. Fór hún fyrir brjóstið á fulltrúum kanadíska læknafélagsins.Jón G. Snædal.Fundu tölvu til að leita að frekari sönnunum um ritstuld „Skyndilega heyrði ég afar kunnugleg orð. Ég sneri mér að sætisfélaga mínum og sagði: Þetta er ræðan mín,“ sagði Chris Simpson, einn af nefndarmönnum kanadísku sendinefndarinnar í samtali við The Globe and Mail. „Ég gat talað með ræðunni. Þetta var súrrealískt.“Í frétt The Globe and The Mail segir að Kanadamennirnir hafi því næst fundið sér tölvu og þannig hafi þeir fundið fleiri kafla úr ræðunni sem þeir telja að Eidelman hafi stolið og nýtt sér, án þess að geta heimilda. „Daginn eftir er aðalfundurinn sjálfur þar sem er verið að fjalla um ýmisleg málefni. Þegar hann er að byrja þá kveða Kanadamenn sér hljóðs,“ segir Jón í samtali við Vísi. Þar kynntu niðurstöður um hinn meinta ritstuld forsetans fyrir þingheimi og lögðu fram ýmis gögn máli sínu til stuðnings. „Síðan komu þeir í kjölfarið með kröfu um að hann segði af sér, ellegar þeir myndu segja sér úr samtökunum. Þetta kom eins og köld vatnsgusa framan í þingheim,“ segir Jón.Fyrirsögn fréttar The Globe and Mail í Kanada vegna málsins.Mynd/Skjáskot.Baðst afsökunar en það var ekki nóg Fundinum var frestað á meðan stjórn samtakanna skoðaði málið. Í millitíðinni baðst Eidelman afsökunar á því að hafa notað hluta úr annarra manna ræðum án þess að geta heimilda. Var ákveðið að taka þá afsökunarbeiðni til greina og láta þar við sitja. Þetta gátu Kanadamennirnir hins vegar ekki sætt sig við og yfirgáfu svæðið. Í frétt Globe and the Mail segir að Kanadamennirnir hafi nýtt tímann sem varð til við úrsögnina úr samtökunum til þess að fara í jöklaferð. Stuttu seinna gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það hefði sagt sig úr Alþjóðafélagi lækna. „Þetta var bara uppþot,“ segir Jón um framgöngu Kanadamanna á fundinum og að fundargestir hafi margir hverjir orðið furðu lostnir yfir kröfu þeirra um afsögn formannsins. Enginn fundargestur hafi séð sér fært að styðja kröfu þeirra um afsögn forsetans „Menn fóru frá því að vera alveg hissa yfir í það að vera í losti,“ segir Jón. Þá telur hann að útskýra megi ritstuldinn sem forsetinn var sakaður um og baðst afsökunar á með tilliti til þess að hann sé ekki mikill enskumaður og hafi því treyst á aðra til að setja saman ræðuna. Hann hafi sett fram ákveðnar hugsanir sem hann vildi að kæmu fram en aðrir hafi sett ræðuna saman á ensku fyrir forsetann.Fundargestir fengu mikla norðurljósasýningu.Vísir/VilhelmMiklir prinsippmenn en norðurljósin hjálpuðu til Þá segir Jón að miðað við sín kynni af nefndarmönnum sendinefndar Kanada séu þar á ferð miklir prinsippmenn sem gefi ekki afslátt af slíkum málum. Þá geti það einnig spilað inn í að á undanförnum árum hafi Kanadamennirnir orðið undir í kosningum í nefndir auk þess sem þeir hafi verið gagnrýnir á sumt í starfi Alþjóðafélagsins.Þá telur Jón að í ljósi þess að enginn hafi stutt kröfu Kanadamannanna muni málið líklega ekki hafa mikil áhrif á félagið en það muni líklega lita forsetatíð Eidelmans sem gegnir starfinu þangað til á næsta aðalfundi, eftir um eitt ár.Eftir að Kanadamennirnir yfirgáfu Hörpu héldu venjuleg aðalfundarstörf áfram og segir Jón að fundurinn hafi gengið mjög vel en alls voru fulltrúar 60 samtaka á fundinum. Þetta er í fyrsta skipti sem aðalfundurinn er haldinn á Íslandi en Læknafélag Íslands er eitt af stofnfélögum Alþjóðafélags lækna. Segist Jón vona að Íslandsfundarins verði ekki helst minnst fyrir uppþot kanadísku læknanna.Þar kunni norðurljósin að hafa hjálpað eitthvað til en fundargestir sem komu til Íslands fengu mikla norðurljósasýningu að sögn Jóns sem þeir hafi haft mikla ánægju af.
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira