Teiknar það sem hún hefur aldrei séð Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. október 2018 07:30 Sunna útilokar ekki að hún muni henda upp streymi af sér að teikna. „Það væri hægt að gera eitthvað einhvern tímann í viðráðanlegri lengd, ef fólk hefði áhuga á að fylgjast með. Spurning hvort það kæmi illa út fyrir mig ef fólk sæi hversu mikið af teikningunum verður til út frá mistökum og brusseríi.“ Fréttablaðið/EYÞór Listakonan Sunna Ben er í átaki sem snýst um að teikna í það minnsta eina mynd á dag í október og hafa nokkrir listamenn bæst í hópinn með henni, meðal annars Þórunn Antonía. Sunna ætlar að taka við pöntunum og sýna afraksturinn á Facebook og Instagram. Ég ákvað að skuldbinda mig til að teikna að minnsta kosti eina mynd á dag á hverjum degi í október. Ég er listmenntuð og teiknaði mikið á árum áður, en ef satt skal segja hefur mér gengið illa að koma mér í teiknigírinn undanfarið og mér datt í hug að það sem mig vantaði helst væri pressa til þess að setjast við teikniborðið. Ég er bara búin með nokkra daga en þetta virðist vera að virka vel! Ég er mjög ánægð með efnið sem hefur komið út úr þessu hingað til og það verður auðveldara að koma sér í teiknistuð með hverjum deginum, það er mjög vel þegið,“ segir listakonan Sunna Ben, sem hefur einsett sér að teikna sig í gegnum allan mánuðinn. Í kjölfarið tóku nokkrir fleiri listamenn sig til og ætla að taka þátt í átakinu, þar á meðal er Þórunn Antonía sem ætlar að semja eitt ljóð eða lag á hverjum degi, Allie Doersch sem ætlar að teikna og listamaðurinn Arnór Kári sem ætlar að semja lög og teikna til skiptis. „Í raun ætla ég að teikna það sem mér finnst sniðugast eða er mér ofarlega í huga hverju sinni. Ég ætla ekki að flækja þetta fyrir mér meira en ég þarf. Þegar ég veit ekki hvað ég á að teikna þá hugsa ég „hvað hef ég aldrei séð?“ og teikna það. Þannig varð til dæmis önnur teikningin í seríunni til, hún er af hlébarða sem er endurskoðandi og fjölskyldufaðir og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Sunna en hún mun líka taka við pöntunum. „Þegar ég teiknaði sem mest var meira um pantanir og það er alltaf gaman að teikna eitthvað sérstaklega handa einhverjum sem langar í mynd. Ég er strax komin með nokkrar pantanir og hlakka til að koma þeim í réttar hendur, ef satt skal segja hef ég fengið fleiri beiðnir um að teikna tattú heldur en myndir til gjafa síðan ég byrjaði á þessu. Aldrei að vita nema maður nái að verða næsta trendið í tattúheiminum, það væri ekki verra!“Teiknar þú hvað sem er fyrir fólk? „Ég teikna ekki hvað sem er, nei. Fólk biður mann oft um að teikna eitthvað sem samræmist ekki stíl eða anda þess sem maður sérhæfir sig í, bara vegna þess að maður kann að teikna á annað borð. Ég tek til dæmis aldrei að mér að teikna raunverulegar myndir af neinu, mér finnst það ekki skemmtilegt og ég er ekkert sérstaklega góð í því, en það er eitthvað sem fólk sækir mikið í einhverra hluta vegna. Hins vegar tek ég því fagnandi þegar fólk vill fá fjölskylduna sína teiknaða sem tígrisdýr eða furðuverur, ég hef gert nokkur þannig verk og þykir þau bráðskemmtileg.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira
Listakonan Sunna Ben er í átaki sem snýst um að teikna í það minnsta eina mynd á dag í október og hafa nokkrir listamenn bæst í hópinn með henni, meðal annars Þórunn Antonía. Sunna ætlar að taka við pöntunum og sýna afraksturinn á Facebook og Instagram. Ég ákvað að skuldbinda mig til að teikna að minnsta kosti eina mynd á dag á hverjum degi í október. Ég er listmenntuð og teiknaði mikið á árum áður, en ef satt skal segja hefur mér gengið illa að koma mér í teiknigírinn undanfarið og mér datt í hug að það sem mig vantaði helst væri pressa til þess að setjast við teikniborðið. Ég er bara búin með nokkra daga en þetta virðist vera að virka vel! Ég er mjög ánægð með efnið sem hefur komið út úr þessu hingað til og það verður auðveldara að koma sér í teiknistuð með hverjum deginum, það er mjög vel þegið,“ segir listakonan Sunna Ben, sem hefur einsett sér að teikna sig í gegnum allan mánuðinn. Í kjölfarið tóku nokkrir fleiri listamenn sig til og ætla að taka þátt í átakinu, þar á meðal er Þórunn Antonía sem ætlar að semja eitt ljóð eða lag á hverjum degi, Allie Doersch sem ætlar að teikna og listamaðurinn Arnór Kári sem ætlar að semja lög og teikna til skiptis. „Í raun ætla ég að teikna það sem mér finnst sniðugast eða er mér ofarlega í huga hverju sinni. Ég ætla ekki að flækja þetta fyrir mér meira en ég þarf. Þegar ég veit ekki hvað ég á að teikna þá hugsa ég „hvað hef ég aldrei séð?“ og teikna það. Þannig varð til dæmis önnur teikningin í seríunni til, hún er af hlébarða sem er endurskoðandi og fjölskyldufaðir og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Sunna en hún mun líka taka við pöntunum. „Þegar ég teiknaði sem mest var meira um pantanir og það er alltaf gaman að teikna eitthvað sérstaklega handa einhverjum sem langar í mynd. Ég er strax komin með nokkrar pantanir og hlakka til að koma þeim í réttar hendur, ef satt skal segja hef ég fengið fleiri beiðnir um að teikna tattú heldur en myndir til gjafa síðan ég byrjaði á þessu. Aldrei að vita nema maður nái að verða næsta trendið í tattúheiminum, það væri ekki verra!“Teiknar þú hvað sem er fyrir fólk? „Ég teikna ekki hvað sem er, nei. Fólk biður mann oft um að teikna eitthvað sem samræmist ekki stíl eða anda þess sem maður sérhæfir sig í, bara vegna þess að maður kann að teikna á annað borð. Ég tek til dæmis aldrei að mér að teikna raunverulegar myndir af neinu, mér finnst það ekki skemmtilegt og ég er ekkert sérstaklega góð í því, en það er eitthvað sem fólk sækir mikið í einhverra hluta vegna. Hins vegar tek ég því fagnandi þegar fólk vill fá fjölskylduna sína teiknaða sem tígrisdýr eða furðuverur, ég hef gert nokkur þannig verk og þykir þau bráðskemmtileg.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira