Notum bara það nýjasta og ferskasta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2018 10:00 Hjónin Magnús og Ragnheiður, ásamt sonum sínum Guðmundi og Hauki. Öll eru þau samtaka í að gera vel við gesti sína í Tjöruhúsinu, sem þau tóku við árið 2004. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Heimamenn á Ísafirði fara með gesti sína í mat á Tjöruhúsið, túristar lesa lofsamlegar umsagnir um staðinn á netinu og láta ekki hjá líða að gera eigin bragðprufur þegar þeir eiga leið um. Því er Tjöruhúsið tvísett öll kvöld yfir sumartímann. Það er fjölskylda sem rekur Tjöruhúsið. Magnús Hauksson og Ragnheiður Halldórsdóttir tóku þar við rekstri árið 2004, sem þá hafði verið í formi kaffi- og vöfflusölu, og þau bættu hádegismat við en höfðu einungis opið yfir sumarmánuðina fyrstu tvö árin. Nú er opið frá páskum út október og þrjú börn þeirra hjóna, Haukur, Salóme og Guðmundur, hafa tekið við stjórninni. Salóme sér um skipulag og gestamóttökur, Haukur um daglegan rekstur, bókanir og stefnumótun og Guðmundur er innkaupastjóri og kokkur, ásamt föður sínum. Foreldrarnir leggja hönd á plóg líka, enda annríki mikið, einkum yfir sumartímann. „Þetta er fimmtánda sumarið okkar en við erum að eldast,“ segir Magnús. Innanstokks er allt í fornum stíl eins og vera ber. „Við vorum með veitingastað hér við höfnina áður, sem hét Sjómannastofan, það er að vísu langt síðan, 1987 til 1993. Seinna var Maggi beðinn að taka þetta að sér,“ lýsir Ragnheiður. „Þá var þetta bara í mýflugumynd,“ segir Magnús. „Þetta var sumarstaður, það var erfitt að fá fólk til að vinna og Ísafjarðarbær bauð 150 þúsund króna meðgjöf með rekstrinum.“ „Ég sagði nei fyrst,“ segir Ragnheiður. Við áttum þá lítil börn og þetta er svo mikil vinna. En Maggi bað svo fallega, „geerðu það“, þá sagði ég já! Svo voru börnin hlaupandi hér um og þau vaxa ekkert upp úr því.“ Kolapannan með kartöflum og salati komin á borð úti á stétt á milli húsanna fjögurra sem tilheyra Neðstakaupstað. Fiskurinn er aðalhráefnið í matargerðinni að sögn Ragnheiðar. „Ég sagði við Magga að við skyldum bara hafa fisk. Þegar við rákum Sjómannastofuna með alls kyns mat, þá voru 97% allra útlendinga sem völdu fisk.“ Eru fastir réttir? „Nei, það er breytilegt frá degi til dags og fer algerlega eftir því hvað kemur upp úr sjónum. Við notum bara það nýjasta og ferskasta,“ segir Magnús. „Maggi sér um löndun hér og veit alveg hvernig fiskur á að vera. Hann þekkir hvað er best. Keypti til dæmis gríðarlega fallegan kola í gær,“ segir Ragnheiður. „Svo erum við mjög heppin að vera með svona ungan mann í eldhúsinu eins og Guðmund, hann kemur með nýjar hugmyndir að matreiðslu, því maður staðnar með aldrinum. Hann er búinn að þróa ýmsa rétti. Þetta er í raun hlaðborð á kvöldin með sjö til ellefu tegundum, plús meðlæti, og við erum með tvísett í salnum í þrjá mánuði á sumrin.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Fleiri fréttir Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Sjá meira
Heimamenn á Ísafirði fara með gesti sína í mat á Tjöruhúsið, túristar lesa lofsamlegar umsagnir um staðinn á netinu og láta ekki hjá líða að gera eigin bragðprufur þegar þeir eiga leið um. Því er Tjöruhúsið tvísett öll kvöld yfir sumartímann. Það er fjölskylda sem rekur Tjöruhúsið. Magnús Hauksson og Ragnheiður Halldórsdóttir tóku þar við rekstri árið 2004, sem þá hafði verið í formi kaffi- og vöfflusölu, og þau bættu hádegismat við en höfðu einungis opið yfir sumarmánuðina fyrstu tvö árin. Nú er opið frá páskum út október og þrjú börn þeirra hjóna, Haukur, Salóme og Guðmundur, hafa tekið við stjórninni. Salóme sér um skipulag og gestamóttökur, Haukur um daglegan rekstur, bókanir og stefnumótun og Guðmundur er innkaupastjóri og kokkur, ásamt föður sínum. Foreldrarnir leggja hönd á plóg líka, enda annríki mikið, einkum yfir sumartímann. „Þetta er fimmtánda sumarið okkar en við erum að eldast,“ segir Magnús. Innanstokks er allt í fornum stíl eins og vera ber. „Við vorum með veitingastað hér við höfnina áður, sem hét Sjómannastofan, það er að vísu langt síðan, 1987 til 1993. Seinna var Maggi beðinn að taka þetta að sér,“ lýsir Ragnheiður. „Þá var þetta bara í mýflugumynd,“ segir Magnús. „Þetta var sumarstaður, það var erfitt að fá fólk til að vinna og Ísafjarðarbær bauð 150 þúsund króna meðgjöf með rekstrinum.“ „Ég sagði nei fyrst,“ segir Ragnheiður. Við áttum þá lítil börn og þetta er svo mikil vinna. En Maggi bað svo fallega, „geerðu það“, þá sagði ég já! Svo voru börnin hlaupandi hér um og þau vaxa ekkert upp úr því.“ Kolapannan með kartöflum og salati komin á borð úti á stétt á milli húsanna fjögurra sem tilheyra Neðstakaupstað. Fiskurinn er aðalhráefnið í matargerðinni að sögn Ragnheiðar. „Ég sagði við Magga að við skyldum bara hafa fisk. Þegar við rákum Sjómannastofuna með alls kyns mat, þá voru 97% allra útlendinga sem völdu fisk.“ Eru fastir réttir? „Nei, það er breytilegt frá degi til dags og fer algerlega eftir því hvað kemur upp úr sjónum. Við notum bara það nýjasta og ferskasta,“ segir Magnús. „Maggi sér um löndun hér og veit alveg hvernig fiskur á að vera. Hann þekkir hvað er best. Keypti til dæmis gríðarlega fallegan kola í gær,“ segir Ragnheiður. „Svo erum við mjög heppin að vera með svona ungan mann í eldhúsinu eins og Guðmund, hann kemur með nýjar hugmyndir að matreiðslu, því maður staðnar með aldrinum. Hann er búinn að þróa ýmsa rétti. Þetta er í raun hlaðborð á kvöldin með sjö til ellefu tegundum, plús meðlæti, og við erum með tvísett í salnum í þrjá mánuði á sumrin.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Fleiri fréttir Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Sjá meira