Landsliðshópurinn valinn í dag: Fá ungu mennirnir kallið frá Hamrén? Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2018 08:30 Arnór Sigurðsson á aðeins þrjá U21 árs leiki að baki. vísir/getty Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnir í dag hópinn sem mætir Frakklandi í vináttuleik ytra og Sviss á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni. Íslenska liðið er í mjög erfiðum málum í Þjóðadeildinni eftir tvö slæm töp á móti Sviss og Belgíu í fyrstu tveimur umferðum riðlakeppninnar og því ekki útilokað að Hamrén hristi aðeins upp í hlutunum í dag. Hann fær þó aftur nokkra af bestu mönnum liðsins eins og Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sem hvorugur voru með í síðustu leikjum. Spurningamerki er þó með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson sem meiddist aftur á dögunum.Jón Dagur fór frá Fulham til Vendyssel.vísir/gettyYngstur í Meistaradeild Mesta eftirvæntingin í dag snýr að ungum strákum á borð við Albert Guðmundsson, Arnór Sigurðsson og Jón Dag Þorsteinsson en Albert, sem hefur byrjað vel með sínu nýja félagi AZ Alkmaar, var ekki í hópnum síðast þrátt fyrir að hafa farið með liðinu á HM. Arnór Sigurðsson hefur skotist upp á stjörnuhiminninn nánast á einni nóttu en þessi 19 ára gamli strákur varð yngsti Íslendingurinn til að spila Meistaradeildarleik á dögunum þegar að hann kom inn á í leik á móti Viktoria Plzen. Hann gerði svo enn betur og kom inn á í sigurleik á móti Evrópumeisturum Real Madrid á þriðjudagskvöldið, nánast sléttum tveimur árum eftir að hann spilaði sinn síðasta leik í Pepsi-deildinni sem varamaður.Kolbeinn kom inn á gegn Belgíu.vísir/gettySkoraði á móti FCK Jón Dagur Þorsteinsson tók skrefið frá Fulham til Vendyssel í dönsku úrvalsdeildinni til að fá að spila en þessi tvítugi uppaldi HK-ingur skoraði á dögunum beint úr aukaspyrnu á móti stórliði FCK í óvæntum sigri sinna manna. Einnig verður áhugavert í dag að sjá hvort Hamrén haldi áfram að velja Kolbein Sigþórsson sem að fær ekki mínútu með Nantes og virðist sem svo að hann muni ekki spila félagsliðafótbolta fyrr en á næsta ári þrátt fyrir að vera heill heilsu í fyrsta sinn í tvö ár. Hópurinn verður tilkynntur á blaðamannafundi KSÍ sem hefst klukkan 13.15 en Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum í dag.Jón Dagur Þorsteinsson (@jondagur) scored a beauty for @VendsysselFF when they won @FCKobenhavn at home 2-1. Very important 3 points and brilliant game from Jón Dagur who´s born 1998 and is on loan from @FulhamFC. #TeamTotalFootballpic.twitter.com/OVQWfQqH9U — Total Football (@totalfl) September 30, 2018 Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnir í dag hópinn sem mætir Frakklandi í vináttuleik ytra og Sviss á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni. Íslenska liðið er í mjög erfiðum málum í Þjóðadeildinni eftir tvö slæm töp á móti Sviss og Belgíu í fyrstu tveimur umferðum riðlakeppninnar og því ekki útilokað að Hamrén hristi aðeins upp í hlutunum í dag. Hann fær þó aftur nokkra af bestu mönnum liðsins eins og Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sem hvorugur voru með í síðustu leikjum. Spurningamerki er þó með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson sem meiddist aftur á dögunum.Jón Dagur fór frá Fulham til Vendyssel.vísir/gettyYngstur í Meistaradeild Mesta eftirvæntingin í dag snýr að ungum strákum á borð við Albert Guðmundsson, Arnór Sigurðsson og Jón Dag Þorsteinsson en Albert, sem hefur byrjað vel með sínu nýja félagi AZ Alkmaar, var ekki í hópnum síðast þrátt fyrir að hafa farið með liðinu á HM. Arnór Sigurðsson hefur skotist upp á stjörnuhiminninn nánast á einni nóttu en þessi 19 ára gamli strákur varð yngsti Íslendingurinn til að spila Meistaradeildarleik á dögunum þegar að hann kom inn á í leik á móti Viktoria Plzen. Hann gerði svo enn betur og kom inn á í sigurleik á móti Evrópumeisturum Real Madrid á þriðjudagskvöldið, nánast sléttum tveimur árum eftir að hann spilaði sinn síðasta leik í Pepsi-deildinni sem varamaður.Kolbeinn kom inn á gegn Belgíu.vísir/gettySkoraði á móti FCK Jón Dagur Þorsteinsson tók skrefið frá Fulham til Vendyssel í dönsku úrvalsdeildinni til að fá að spila en þessi tvítugi uppaldi HK-ingur skoraði á dögunum beint úr aukaspyrnu á móti stórliði FCK í óvæntum sigri sinna manna. Einnig verður áhugavert í dag að sjá hvort Hamrén haldi áfram að velja Kolbein Sigþórsson sem að fær ekki mínútu með Nantes og virðist sem svo að hann muni ekki spila félagsliðafótbolta fyrr en á næsta ári þrátt fyrir að vera heill heilsu í fyrsta sinn í tvö ár. Hópurinn verður tilkynntur á blaðamannafundi KSÍ sem hefst klukkan 13.15 en Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum í dag.Jón Dagur Þorsteinsson (@jondagur) scored a beauty for @VendsysselFF when they won @FCKobenhavn at home 2-1. Very important 3 points and brilliant game from Jón Dagur who´s born 1998 and is on loan from @FulhamFC. #TeamTotalFootballpic.twitter.com/OVQWfQqH9U — Total Football (@totalfl) September 30, 2018
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira